Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 57 Katharine Hepurn og Spencer Tracy í kvikmyndinni „Woman of the Year“, árið 1942. árið 1942. Leikkonan fór í upp- hækkuðu skóna sína daginn sem ræða átti um töku myndarinnar. Þau voru kynnt hvort fyrir öðru og hún virti Spencer Tracy fyrir sér frá toppi til táar og segir svo: „Þú ert frekar lágvaxinn, ekki satt?“ „Hafðu ekki áhyggjur góða,“ svaraði hann um hæl, „ég verð ekki lengi að koma þér niður á jörðina." Þau áttu eftir að leika saman í mörgum kvikmyndum, Kathar- ine Hepburn og Spencer Tracy, og með þeim tókust góðar ástir sem entust til dauðadags hans, árið 1967. Margar hávaxnar leikkonur hafa lent í því að leika á móti lágvöxnum karlmönnum í kvik- myndum, þess er þá vandlega gætt að láta stærðarmuninn ekki koma fram. Undirritaðri er minnisstæð bíóferð fyrir mörg- um árum þar sem þau léku sam- an í mynd, Sophia Loren og Alan Ladd. Sophia Loren er stór og fönguleg kona eins og allir vita, en Alan Ladd líklega með lægri mönnum. Sessunautur minn vakti at- hygli mína á þessu í upphafi myndarinnar og síðan var hnippt í mig í hvert sinn sem nærmynd birtist af þeim saman á tjaldinu og sagt: „Hana, þarna er hann kominn upp á kassann." Ekki get ég neitað því, að þessar athugasemdir eyðilögðu fyrir mér rómantísk augnablik mynd- arinnar, tilhugsunin um að leik- arinn þyrfti að klifra upp á kassa, eða eitthvað álíka, til að sýnast höfðinu hærri en elskan hans. En það eru mörg þekkt pör, þar sem konurnar hafa verið eða eru hærri en karlmennirnir og þykir ekki tiltökumál. Meðal þeirra eru t.d. Nancy og Henry Kissinger, Sophia Loren og Carlo Ponti, Lisa Halaby og Hussein Jórdaníukonungur, Jerry Hall og Mick Jagger, Sus- an Anton og Dudley Moore, Cher og Sonny Bono. Svo var einnig um þau Ava Gardner og Mickey Rooney, Grace Kelly og Rainer prins í Mónakó og Jacqueline Kennedy og Onassis skipakóng. B.I. tók saman. Jackie og Onassis á göngu. Málverkasýning í Hveragerð Hveragerdi, 7. júní. ÚLFIIR Ragnarsson læknir er nú að setja upp málverkasýningu í Lista- mannaskálanum í Eden í Hvera- gerði og verður hún formlega opnuð laugardaginn 11. júní nk., og mun hún standa til sunnudagsins 19. júní. Myndirnar eru unnar með mis- munandi aðferðum og eru þær flestar til sölu. Myndefnið er ým- ist landslag eða hugmyndir. Þetta er fimmta einkasýning (Jlfs, en einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum norðlenskra lista- manna. Úlfur Ragnarsson hefur lifað og hrærst í málaralist frá blautu barnsbeini. Hann er sonur merkishjónanna Grétu og Rag ars Ásgeirssonar, sem bjuggu he í Hveragerði um 20 ára skeið, þeim árum sem Hveragerði b með sönnu nafnið „listamanr bær“. Á heimili þeirra dvöldu m; arar og aðrir listamenn langdv' um og unnu að listsköpun sin Áttu þau hjón eitt hið stærs málverkasafn sem um getur í ei stakiingseigu á íslandi. Árin 1957—60 var Úlfur læki við Heilsuhæli NLFÍ eða í tæp ár. Má segja að hann eigi gaml rætur hér í Hveragerði. Hann nú yfirlæknir á Kristneshæli. Sigrún. I HVERNIG VÆRIAÐ LÍTAINN? GardastræfT4. Sími: 29669 Ingunn Þórðardóttir Snyrtifræðingur Starfstúlkur Ásýndar eru meðlimir í Félagi íslenskra snyrtifraeðinaa. KONUR KARLAR Andlitsböð, nudd og maski, andlitshreinsun, plokkun, lit- un, aflitun (á fínum dökkum hárum á andliti og handleggj- um), vax á andlit, vax á fætur, fótsnyrting, fölsk augnhár (sett á eitt og eitt) Sérhæfum okkur i Hár- eyðingu með rafstraumi (Electrolysis, Diathermy) Við minnum á hin vinsælu 5 skipta Sothys Collagen and- litsböð (allar húðgerðir) sem stuðla að því að binda raka í húðinni og styrkja hana. ,,Samloku‘-sólbekkur, sturta á eftir, góð að- staða Vinnum úr og seljum RENE GUINOT SOTHYS og BOURJOIS snyrtivörurnar Við bendum sérstaklega á CATHIODERMEIE meðferð- ina frá RENE GUINOT meðferð sem djúphreinsar og nærir húðina Snyrtistofa — snyrtivöruversl- un. Verið velkomin. i HLJÐMBÆR miui^— '— HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI sim^R25999ÖTU ^ w wm. » Kex 33. „Component" útvarpekaesettutækl FM/MW/LW 15 fastar stillingar „Dolby, Metal, Chrome" lagaleitari. „Loudness" Tveir tónstillitakkar stjórnar sjálfvirkum loftneti ofl. Kr. 13.755.- GM 4 „Component" 2X2Öw magnari Hz 30 —30.000 Bjögun 0,06% Kr. 2.780.- TS108 Nióurfelldir, tvöfaldir m/sérstaklega kröftugum bassa 30 — 22.000 Hz, 60w kr. 1.400.- KP 7800 útvarpskassettutæki FM/MW/LW Fast stöóvaval Lagaleitari, spilar beggja megin, ATSC öryggikerfi „Loudness", 6,5w kr. 10.510.- KP 707 „Component" „Metal, Dolby" kassettutækl Tveir tónstillitakkar, „Loudness" Kr. 9.660.- Ts162 Dx Niðurfelldir. tvöfaldir 40 — 20.000 Hz 20w kr. 990.- KE 1300 útvarpskassettutæki FM/MW/LW Fast stöðvaval ARCF kerfi stjórnar móttökustyrk snertirofar. „Loudness" 6,5w kr. 10.650.- BP 320 Kraftmagnari 2x20w kr. 2.300.- Ts1644 Niðurfelldir, sérstaklega þunnir (4 sm) Tvöfaldir „coaxial' — 20.000 Hz 25w kr. 1.810.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.