Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÍJNÍ 1983 1 1 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR f þeirri von og trú að brátt sjái til sólar sem víðast um land- ið er sumarmáltíð borin hér á borð. Það eru aðeins nokkrir sunnudagar síðan ég gerði for- réttum sérstök skil. Matseðillinn í dag er því forréttarlaus, þið upphugsið eitthvað gott og við- eigandi, ég minni aðeins á grænmetið. f aðalrétt er boðið upp á kjúkling. Yfirleitt eru kjúklingar hér alveg ótrúlega dýrir miðað við það sem gerist í næsta nágrenni við okkur. Hér hafa þeir því löngum verið há- tíðamatur, á meðan nágranna- þjóðirnar matreiða og snæða kjúkling þegar vart eru til pen- ingar fyrir öðru. Það eru vafa- laust til viðeigandi og trúverð- ugar skýringar á þessum und- urmikla verðmun, en í raunhag- fræði pyngjunnar koma slíkar skýringar að litlu gagni. í hag- fræði pyngjunnar er nefnilega aðeins hugað að því, hvort nóg er í henni til að greiða fyrir vöruna, burtséð frá öllum óætum útskýr- ingum. Undanfarið hafa kjúkl- ingar þó verið á nokkuð skaplegu verði, svo það er ekki úr vegi að gera þeim örstutt skil. Nánar um eftirréttinn hér á eftir ... Góða skemmtun! Fylltur kjúklingur (Handa fjórum til sex) Þessi kjúklingur er nokkuð matarmikill. Ef þið hafið mat- armikinn forrétt og/eða eftirrétt dugir hann handa allt að sex. Hér er nokkuð óvenjulega farið að með fyllinguna, hún er semsé ekki sett inn í fuglinn heldur undir pöruna. Hér eru notaðir sveppir í fyllinguna, auk þeirra jurtir og svo smjör, sem bindur fyllinguna saman. Heslihnetur gefa gott bragð og áferð, ólífur einnig. I stað smjörs er hsegt að nota rjómaost, eða hann og smjör. Annað sem gefur gott bragð er spínat, sem vonandi á eftir að sjást hér í sumar, papr- ika, tómatar, sellerí eða laukur, ein eða fleiri tegundir grænmet- is. Ostur gefur einnig gott bragð. Brauðmylsna dregur í sig vökva og gerir fyllinguna þurrari ef með þarf. Þetta og margt fleira getið þið haft í huga, þegar þið útbúið ykkar eigin fyllingu, breytt uppskriftinni hér á eftir eða fundið ykkar einkaveg. Það er áríðandi að steikja kjúkling ekki of lengi, þá þornar hann og versnar mjög. Til að halda kjúklingnum rökum við steikingu er einfalt ráð og áhrifamikið að setja nokkra ísmoia inn í fuglinn um leið og hann fer í ofninn. Með þessum rétti fer vel á að bera fram gott brauð, annað þarf varla með. Soðin hýðishrís- grjón eiga þó vel við kjúklinginn, ef vill. Léttsoðið grænmeti hent- ar einnig vel, t.d. spergilkál, ekki sízt þegar íslenzka uppskeran kemur á markaðinn. 1 vænn kjúklingur Fylling: 100 gr smjör, mjúkt 1 lítill laukur 2—3 hvítlauksrif, fínsöxuð 6—8 vænir sveppir 6 fínsaxaðar ólífur I knippi smátt söxuð steinselja '/2 dl gróft saxaðar heslihnetur eða möndlur 1. Setjið ofninn á 250°. 2. Bræðið smáklípu af smjör- inu við lágan hita. Fínsaxið Iaukinn og látið hann malla og mýkjast í smjörinu. Hann á að- eins að gyllast, ekki að brúnast. Látið hvítlaukinn mýkjast með síðustu mínúturnar. Nú á mesti hitinn að rjúka úr blöndunni, áð- ur en henni er hrært saman við smjörið. Hreinsið og saxið sveppina og látið þá stikna í ögn af smjörinu. Safinn á að sjóða úr þeim og gufa upp. Notið pönnu, þá gengur þetta hratt fyrir sig, án þess að sveppirnir soðni um of. Látið þá einnig kólna að mestu, áður en þeim er blandað við smjörið. Blandið öllu öðru í sem á að fara í fyllinguna. Piprið blönduna og saltið ef vill, en at- hugið að ólífurnar eru mjög saltar. Reyndar borgar sig að skola þær í köldu vatni, áður en þær eru notaðar, svo mesta selt- an fari úr þeim. Já, og svo er smjörið einnig salt. 3. Losið nú f»öruna frá að framanverðu, rennið fingrunum og beittum hníf eftir bringunni. Losið pöruna einnig frá að neð- anverðu. Þetta er einfalt og létt verk, reynið að setja hvergi gat á pöruna. Nú er fyllingunni smurt undir pöruna, eða sett þar í bit- um. Paran er svo fest niður með litlum pinnum, t.d. tannstöngl- um eða kokteilpinnum. Ef ykkur sýnist svo, getið þið útbúið kjúklinginn svona daginn áður en þið steikið hann, eða fyrr um daginn. 4. Setjið nokkra ísmola inn í fuglinn og setjið hann síðan á fat, gjarnan á grind, og í ofninn. Látið fyrst bringuna snúa niður í 10 mín., snúið fuglinum síðan við og látið hann stikna þannig í um 25 mín. Látið hann þá standa í hálfopnum ofninum í um 5—10 mín., eftir að hafa slökkt á hon- um. Þá er aðeins eftir að færa hann upp á fat og bera fram. Þegar þið hlutið hann, fer bezt á að skera fyrst fætur og vængi af, skera síðan bringubitana frá í heilu lagi og sneiða þá í þunnar sneiðar þvert á, þ.e. stuttar sneiðar. Þannig geta allir fengið sneið af bringunni, auk annarra hluta ... Ef lifrin fylgir fuglinum, sax- ið hana þá og steikið með laukn- um, farið gjarnan eins með . hjartað. Ávaxtasalat með kókossósu Ávaxtasalat getur verið einkar lystugur og glæsilegur tvær til þrjár á hvern disk, e.t.v. með nokkrum dropum af appel- sínulíkjör eða öðrum líkjör yfir. Svo er hægt að sjóða eplabáta í krydduðum sykurlegi, en aðeins svo stutt að þeir verði mjúkir í gegn en ekki lausir í sér. Sykur- löginn er svo hægt að sjóða niður, þar til hann er orðinn að sírópi, sem er hægt að dreypa yfir sneiðarnar. A sama hátt er hægt að fara með perur. Banana er gott að skera í sneiðar að endilöngu og leggja á diskana um leið og þeir eru bornir fram. Og þannig mætti lengi telja. Á veitingahúsum erlendis tíðkast það mjög að bera ávexti fram á þennan hátt. Það fer einnig vel á að bera fram smákökur með ávöxtunum, t.d. þunnar og stökkar kökur, kökur með möndlum eða marsípankökur, e.t.v. kökur með súkkulaði ein- hvers staðar á. Með ávaxtasalati eða ávöxtum á diski fer vel á að bera fram ljúffenga sósu. Þeir langminn- ugu muna kannski eftir ítalskri vínsósu, zabaglione, sem var hér Sumarmáltíð réttur. Þar eru auðvitað ýmsir kannaðir og ókannaðir mögu- leikar fyrir hendi. Það er hægt að skera ávextina í bita, blanda þeim öllum saman í skál og gjarnan væta í með ávaxtasafa og/eða víni. Saxaðar möndlur eru góð viðbót, bæði vegna bragðs og áferðar, þó ekki hér á eftir kjúklingnum, ef þið notið möndlur með honum. Það er smekksatriði, hvort ávextirnir eru skornir í mjög smáa bita eða heldur stærri. Það fer reyndar vel á að skera hverja tegund á sinn hátt, svo tegundirnar hald- ist vel aðskildar. Bezt er að nota eingöngu nýja ávexti, eða sem mest af þeim. Ein tegund af niðursoðnum með þeim nýju get- ur reyndar verið góður kostur. Ódýrari ávextir eins og epli og appelsínur og bananar geta ver- ið aðaluppistaða, en aðrir dýrari verið með, t.d. vínber, kiwi, apr- íkósur, melónur, plómur og aðrir slíkir. Kljúfið vínber og takið steinana innan úr þeim, ef þið notið þau, þannig eru þau miklu betri. Athugið að sumir ávextir þola illa að standa og bíða, þeir dökkna þá og bæta lítt útlit sal- atsins. í staðinn fyrir að blanda ávöxtunum saman, er hægt að raða nokkrum tegundum á disk fyrir hvern og einn. Þá kemur einnig vel til greina að sjóða eða öllu heldur léttsjóða sumar teg- undirnar í bragðgóðum legi, t.d. sykurlegi, sem er kryddaður með kanel eða öðru ámóta kryddi. Einnig er hægt að dreypa víni á sumar tegundirnar, ekki endi- lega á allar, og á sumar er hægt að strá rifnu engiferhhýði úr sykurlegi. Það er t.d. hægt að skera melónur í þunna báta og leggja tvo til þrjá á hvern disk. Stráið e.t.v. smátt söxuðu sult- uðu engiferhnýði yfir. Svo er hægt að afhýða appelsínu, skera allt þetta hvíta utan af, skera hana í fallegar sneiðar og leggja í þættinum í vetur. Þá er þeytt saman vín og eggjarauður yfir hita, og sykur eftir því sem þarf, þar til þetta er orðið vel samlög- uð og freyðandi sósa. Sósuna er hægt að bera fram heita, eða kalda, þá e.t.v. blandaða við þeyttan rjóma. Slík sósa hentar vel hér. Svo er einnig hægt að bera fram enska eggjasósu, cust- ard, sem er búin til úr rauðum og mjólk og sykri eftir smekk. Blandan er hituð þannig að hún þykkni, en sósan má ekki sjóða, því þá hlaupa rauðurnar í kekki. Sósan er gjarnan bragðbætt með vanillu, vanillustöng t.d. soðin með og svörtu kornin síðan skröpuð úr henni í sósuna. Hér er hæfilegt að nota 4 rauður á móti lÁ 1 af mjólk. Einnig er hægt að nota rjómabland í stað mjólkur. Ef sósan á að vera köld, hrærið þá í henni öðru hverju meðan hún er að kólna, svo að ekki myndist skán ofan á henni. í kalda sósuna er hægt að bæta þeyttum rjóma, ef vill. í þessa sósu er hægt að bæta ristuðu kókosmjöli, eins og í sósuna hér á eftir. Hér kemur einföld uppskrift að kaldri sósu. 2 dl kókosmjöl, gjarnan sem gróf- ast 1 peli rjómi 1—2 msk. hrásykur eða sykur, e.t.v. með ögn af vanillusykri 2 eggjarauður 1. Ristið kókosmjölið á pönnu, þannig að það brúnist lítið eitt. Gætið að, það er fljótt að brenna, þegar það fer að brún- ast. Látið það kólna. 2. Þeytið rjómann. Þeytið rauðurnar með sykrinum, svo þær verði hvítgular og þykkar. Setjið þær í rjómann, ásamt kókosmjölinu, hrærið í og berið sósuna strax fram. Hún verður ekki eins létt og skernmtileg ef hún er látin standa. Það er hægt að bragðbæta sósuna með vini, ef ykkur sýnist svo. Kryddjurtir Alltaf er ég að vona að garð- yrkjubændur fari að taka sig til að rækta kryddjurtir í stórum stíl. Það sést því miður ekki mik- ið af þeim, en þær fást þó á stöku stað. I gróðrarstöðinni Snæfelli í Hveragerði er þannig hægt að fá kryddjurtir 1 pottum. Það er alveg kjörið að fá sér nokkrar tegundir og hafa í eld- húsglugganum. Klippið síðan af plöntunum eftir því sem þið þurfið að nota í matinn. Þið not- ið nýjar jurtir alveg eins og ný steinselja er notuð, sjóðið jurt- irnar ýmist heilar með mat eða saxið þær í hann. Þó það séu til ákveðnar venjur um hvaða jurtir eru notaðar í hvaða rétti, er þó engin ástæða til að binda sig of fast við slíkt, heldur nota jurt- irnar í hvað sem ykkur dettur í hug. Kryddjurtir eru t.d. afbragð í brauð, brauð með kryddjurtum er ekki amalegt sumarbrauð. í Snæfelli er hægt að fá rós- marín, gott með lambakjöti, timjan, gott í allt, ekki sízt fisk og ljóst kjöt, merían, notað líkt og timjan, ísop, gott t.d. í kjöt- súpur, fennel, frábært í fiskrétti og í tómatsalat, anís gott í hvers kyns fiskrétti, basil, kjörið með tómötum, en annars í flest, minta, góð með kjöti, í sumar- drykki og ávaxtasalöt, salvía, hefðbundið lambakjöts- og lifr- arkrydd. Hvernig væri nú að huga að nýjum jurtum? Þær eru hreinn kryddlúxus og setja svo sannarlega sumarblæ á mat- inn ... Meira um garðaúðun Vonandi hafa sem flestir lesið orð Hafliða Jónssonar garð- yrkjustjóra, þar sem hann varar eindregið við áhrifum garðúðun- ar. Hann bendir á þá athyglis- verðu staðreynd að á Akureyri, sem er þekkt fyrir glæsilega trjágarða, hefur aldrei tíðkazt að sprauta eitri vftt og breitt um bæinn líkt og gert er á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Höfum í huga orð garyrkjustjórans ... Þegar DDT var úðað sem ákafast, kom í ljós að skordýrin sem var herjað á urðu fljótt ónæm fyrir eitrinu og döfnuðu eftir sem áður. En fuglar og ým- is önnur dýr drápust unnvörp- um. Athugið að nú eru víða hreiður í görðum og eitrinu er sprautað yfir þau. Ef þið sjáið að verið er að úða í roki eða rigningu, eða að eitrið er keyrt um í tankbílum, þá getið þið kvartað við iögregluna eða borgarlæknisembættið. Eitur- blandan er miðuð við að vera virk við 16°C lofthita, svo það er lítið gagn að úða við lægri hita, nema þá með sterkari blöndu, en það má ekki. Við skulum vona að sem flest- ir ákveði að eyða sumrinu í eit- urlausum görðum, við eigum öll rétt á því. Og athugið að skordýr- in berast ekki úr einum garði í annan. Þið stuðlið ekki að út- breiðslu plágunnar, þó þið sprautrð ekki ykkar garð. Með því að sprauta ekki gefið þið náttúrunni tækifæri til að hafa sinn ganginn á ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.