Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Frá Helgu Jónsdóttur, fréttaritara mbl. í Burgos, Spáni. Severiano Ballesteros hefur, eftir aö hafa oröiö sigurvegari ööru sinni á Masters-USA í Augusta, nýveriö sýnt fram á aö hann er besti golfleikari heims. Hingaö til hefur Severiano vissulega veriö álitinn fær golfleikari. Hann haföi sigraö á nokkrum stórmót- um, þ.á m. á Big Slam og í tveim heimsmeistarakeppnum. Hvaö sem því leið var þaö ekki nægilegt. Nauö- synlegt var aö staöfesta hæfnina í Bandaríkjunum, vöggu golfíþróttarinn- ar. Bandaríkjamenn taka lítiö mark á sigri og titlum í Evrópu ef sigur fæst ekki líka í Bandaríkjunum gegn þeim sjálfum. Allir vita aö bestu og frægustu golfmeistarar í gegnum söguna, Palmer, Miller, Nicklaus, Trevino eða Watson, hafa veriö bandarísk- ir og þess vegna er nauösynlegt ef maöur vill veröa númer eitt aö koma, sjá og sigra í Bandaríkjun- um. Þar í landi var öllum vel kunnugt um hæfileika Severiano, en enginn veöjaði á hann sem sigurvegara. Fáir höföu tekiö mark á yfirlýsing- um Gary Player, þeim golfleikara sem ekki var Bandaríkjamaöur en tókst aö sigra þar í landi, eftir Oþen Donald Swaelens-mótiö áriö 1976: „Ef Severiano tekst aö halda krafti sínum áfram mun hann veröa besti golfleikari heims, því enginn mun geta ráðiö viö golfstíl hans.“ Þegar Severiano er spurður hvort Player hafi ekki reynst sannspár svarar hann aö aö vissu marki sé þaö svo en enn eigi hann margt ógert til þess aö fullkomna stíl sinn: „Ég held áfram aö reyna aö ná þessum fullkomna áfanga sem hvern golfleikara dreymir um.“ Eftir þetta opna mót 1976 vann Severiano frænka sigra á British Open, þar sem hann hafði einnig veriö nálægt sigri áriö áöur, en lítil reynsla kom í veg fyrir þaö. Ástæöan var sögö eftirfarandi; Ballesteros haföi yfirhöndina nær alla keppnina öllum aö óvörum. Hann og Johnny Miller léku um fyrsta sætiö i síöustu umferö. Sev- eriano haföi betur. Bandaríkja- maöurinn, sem leist illa á aö tapa fyrir þessum unglingi frá Spáni, beitti öllum brögöum til þess aö gera mótherja sinn taugaóstyrkan. Til þess notaði hann smápeninga sem hann lét hringla í í hverju skoti sem Severiano átti. Þetta varö til pess aö Severiano gat ekki ein- beitt sér sem skyldi og beiö lægri hlut í keppninni. Þetta var í byrjun golfferils Sev- eriano. Mikiö vatn hefur runnið til sjávar síöan. Nú er hann reynsl- unni ríkari. Og ekki aðeins þaö, nú kann Severiano aö undirbúa sig fullkomlega fyrir stórmót eins og hver heimsmeistari gerir. Fyrir Masters-mótið í Augusta t.d. dvaldi hann 13 daga á hótelinu þar til þess eins aö einbeita sér aö þeirri hugsun að sigra. Ballesteros er ekki lengur neinn byrjandi. Eins og hann sjálfur segir þá hefur leikur hans öölast þann þroska og stjórn sem gæti gert hann aö besta golfleikara í heimi. Og þaö er takmark hans. Hann vill veröa bestur og þar sem golf- íþróttin setur ekkert aldurstak- mark iökenda sinna er Severiano vongóöur um aö ná takmarki sínu. — Og hvaö þarf til þess aö veröa bestur? „Vera vongóöur og missa aldrei móöinn, ekki eitt andartak og aö vera alltaf jafnhrifinn af íþróttinni. Þann dag sem ég fæ leið á golfinu mun ég hætta að sigra og ég mun verða aö draga mig í hlé. Til þess aö sigra veröur maöur að spila blákalt meö höföinu en ekki meö hjartanu." Aðalvopn Severiano „Enginn efi er á því,“ heldur Severiano áfram, „aö einbeitnin sem ég ræö yfir gefur mér mikiö vald til þess aö bregöast rétt viö.“ Frá sýningu Severiano Ballesteros í Madrid. Utan við Santiago Bernabéu- leikvanginn tekst honum að slá kúluna inn á miðju leikvangsins. Punktalínan sýnir feril golfkúlunnar og hvar hún lenti á leikvanginum. Sýning Ballesteros verður án efa geysileg lyftistöng fyrir golfíþróttina á Spáni. Þakjárn litaö eöa ólitað. Aluzink — margföld ending Réttar lengdir. Rétt Allir fylgfhlutir eöa sersmíöi. Gæöi — Reynsla -1 Þjónusta HEÐINN = Storas 4. 210 Garöabæ. Simar 52922 — 52416. Til sölu er 1/7 hluti í þessari einstöku 4ra sæta flugvél sem er af gerðinni Maule M5 árg. 1978. Vélin er mjög hentug og örugg til notkunar utan flugvalla og er full tryggö fyrir slíka notkun. Enginn flugvél íslenska flugflotans þarf skemmri vegalengd til flugtaks. Hlutnum fylgir tilsvarandi eignaraöild að flugskýli í Fluggörðum. Upplýsingar í síma 24868.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.