Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 Skrif um bresku konungsfjölskyldima: Konungssnekkjan Britannia, en meö henni sigldu ungu hjónin í brúðkaupsferö. í apríl kom út ný bók um Karl prins Nú er komin á markaðinn bók- in „Royal Service". My Twelve years with Prince Charles. Út- gefandi er Macmillan-fyrirtæk- ið. Höfundur bókarinnar, Steph- en Barry, var heimilismaður í Buckinghamhöll í fjórtan ár og sérlegur starfsmaður, eða her- bergisþjónn Karls prins í tólf ár. En það eru einmitt minningar frá þessum árum með prinsinum sem er efni bókarinnar. Stephen Barry kom kornungur til starfa í Buckinghamhöll árið 1966 og vann fyrst sem hesta- sveinn. Árið 1970 var hann gerð- ur að einkaþjóni (valet) Karls prins, þeir voru þá báðir 21 árs. Leiðir þeirra lágu saman í tólf ár, það var vart sá dagur, sem þeir sáust ekki því Stephen Barry hafði yfirumsjón með öllu því sem viðkom einkalífi prins- ins, sá jafnvel um að vekja hann á morgnana. Hann bar ábyrgð á, að prinsinn væri óaðfinnanlega klæddur, og að ekki vantaði neitt á einkennis- og heiðursbúninga, sem hann klæddist við hin ýmsu tækifæri. Og að sjálfsögðu sá hann um að skrýða hann fyrir brúðkaup þeirra Diönu. Það er því víst óhætt að segja, að höfundurinn sé vel kunnugur prinsinum og í stuttu máli sagt, ber hann honum ákaflega vel söguna í skrifum sínum. Og ekki ber á öðru en að gagnkvæm vin- semd og virðing hafi ríkt með þeim félögum. Bókin er skrifuð með vitund, og þá væntanlega samþvkki prinsins, því þegar hann heyrði upphæðina, sem Stephen Barry var boðið fyrir útgáfuréttinn, Tólf ár í þjónustu Karls prins Það hefur margt verið skrifað um bresku konungsfjölskylduna eins og kunnugt er, almenningur í Bretlandi hefur mikinn áhuga fyrir öllu er henni viðkemur. Sumt af þessum skrifum hefur verið heldur ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt, en annað að- eins hugsað sem fréttir eða upp- lýsingar um líf drottningar og fjölskyldu hennar. Fyrir skömmu gerðist sá óvenjulegi atburður, að Elísabet drottning kom í veg fyrir birtingu greina- flokks, sem dagblað eitt í London lofaði lesendum sínum, aðeins fyrsta greinin kom fyrir almenn- ingssjónir. Ekki voru allir jafn sáttir við þau málalok, jafnvel haft á orði að hér væri um rit- skoðun að ræða. En málavextir voru þeir, að ungur maður, sem skrifaði sjálfur til drottningar í vandræðum sínum vegna atvinnuleysis, og hún útvegaði vinnu í eldhúsi hallarinnar, gekk á bak orða sinna, rauf þann eið, sem allir starfsmenn undirrita, um að það sem gerist innan hall- arinnar fari ekki lengra og alls ekki í fjölmiðla. Það á við að segja hér, um þessi viðbrögð drottningar, að svo má brýna deigt járn að bíti. sagði hann: „Hvað skyldu þeir vilja greiða mér fyrir að skrifa bók um þig, Stephen?" Stephen Barry kveður starf sitt í höllinni og öll ferðalögin, sem hann fór með prinsinum. vera á við bestu skólagöngu. I bókinni segir frá því, að starfs- fólkið í höllinni, sem þekkti margar fyrri vinkonur prinsins, hafi vitað um leið og þau Diana fóru að draga sig saman árið 1980, að þar var komin hin eina rétta. Hann segir ungu stúlkuna hafa verið ákaflega fljóta að læra og tileinka sér hirðsiðina, en efast um að hún hafi gert sér ljósar þær skyldur, sem fylgja opinberu lífi. Höfundur bókarinnar fór, Stephen Barry, höfundur bókar- innar „Royal Service“ sem kemur út í aprfl. Mynd tekin meöan i siglingunni sóö. Stephen Barry lengst til vinstri i myndinni. Brúöhjónin eru fyrir miðju. Annað starfsfólk fyrir aftan og til hliöar. ekki Diönu prinsessu og honum, en slíkt segir hann vera víðs fjarri, honum fannst einfaldlega vera kominn tími til að breyta um starf. Hann sá um að koma eftir- manni sínum inn í starfið, sem var nú orðið umfangsminna þar sem þau hjón höfðu sameigin- lega starfsmenn. Mynd af ungu mönnunum Karli prins og Stephen Barry um það leyti.sem sá síöarnefndi tók viö störfum. ásamt fleira starfsfólki, með ungu hjónunum í brúðkaups- ferðina á konungsskipinu, snekkjunni Britannia. Ferðin tók hálfan mánuð og siglt var um Miðjarðarhafið. Stephen Barry þótti það mikill heiður, þegar Karl prins sagði honum frá trúlofun þeirra Diönu, viku áður en það var opinberlega tilkynnt. Hann seg- ist þá ekki hafa getað stillt sig um að grínast örlítið og spurði prinsinn, hvort hann hefði krop- ið á annað eða bæði hnén þegar hann bað hennar. „Hvorugt," svaraði prinsinn. Stephen Barry sagði starfi sínu lausu í október 1981, með sex mánaða fyrirvara. Menn gerðu því skóna að þeim semdi Stephen Barry kveður það ekki hafa verið sársaukalaust að yfirgefa heimili sitt í höllinni né fyrrum húsbónda, sér hafi liðið þar ákaflega vel. Hann hætti í apríl 1982. Að skilnaði gaf Karl prins honum fagran silfurgrip, bréfa- hníf, sérsmíðaðan frá sér einum og svo frá þeim hjónum uppá- haldsmynd hans af þeim, sem tekin var í brúðkaupsferðinni. Stephen Barry vinnur nú hjá fyrirtækinu Turnbull og Asser. Karl prins var honum hjálplegur við að komast í hentugt húsnæði, lánaði honum auk þess bíl þar til hann fékk sinn eigin og bað hann að hika ekki við að leita til sin ef með þyrfti. Þannig lauk ferli Stephen Barry í konunglegri þjónustu eða „Royal Service", eins og það heitir á enskunni, árin tólf, sem hann var samvistum við Karl ríkisarfa eru orðin að efni í bók. Bergljót Ingólfsdóttir tók saman. Hjá Rafha færöu réttu rafmagnstækin í sumarbústaöinn; fyrirferöarlítil, snotur og sparneytin. Eldunartæki: Beanette boröeldavél meö ofni eöa boröhellur. ísskápar: Litlir og snotrir ísskápar frá Zanussi. Þilofnar: Fyrir stór sem lítil herbergi. Frá600wtil 1500w. Neysluvatnshitarar: Fljótvirkir og spar- neytnir — og þú velur hitastigió sjálfur. Frá 30 upp í 300 lítra. Flúrskinsljós: Til útilýsingar. Vel varin fyrir veöri og vindum, eyöa litlu raf- magni og gefa mikla og góóa birtu. KYNNTU ÞÉR VERÐ OG GÆÐI. RAFHA — VÖRUR SEM ÓHÆTT ER AD TREYSTA. Li Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68 Símar: 84445,86035 Hafnarfjörður, símar: 50022,50023,50322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.