Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 Tveggja milljóna tap á tívolíinu: Vont veður helsta orsökin TÍVOLÍINU á Miklatúni lauk á sunnudaginn, eftir aö hafa veriö fram- lengt um eina viku. Halldór Guðmundsson hjá Kaupstefnunni sagöi í samtaii við Mbl. aö slæmt veður hefði sett stórt strik í reikninginn og u.þ.b. 2 milljónir vantaöi til þess aö endar nseðu saman. Aðstandendur tívolísins fóru í upphafi fram á niðurfellingu bæði sölu- og skemmtanaskatts, en fengu einungis felldan niður sóluskattinn og sagði Halldór að ef svo hefði ekki verið hefði miðaverð orðið hærra en það var og þess vegna komið niður á neytandanum. Þrátt fyrir þessa niðurfellingu söluskatts varð tap á tívolíinu og sagði Halldór helstu orsök þess vera sæmt veð- ur og jafnvel peningaleysi fólks almennt. Halldór sagði þó að framlengingarvikan hefði bjarg- að nokkuð, enda hafi þá einnig verið felldur niður aðgangseyrir. Hefði veður haldist þurrt, þó ekki hefði verið nema helming þess tíma sem tívolíð var starf- hefði dæmið gengið upp að sögn Halldörs. Um 85% af heildar- verði tívolísins náðist inn, og lætur því nærri að enn vanti um 2 milljónir króna en Halldór sagði að þótt þetta væri mesti skaði sem Kaupstefnan hefði orðið fyrir, myndi það ekki raska starfsemi fyrirtækisins, né setja tilverugrundvöll þess í hættu. Hann sagði að Kaupstefnan hefði starfað í 25 ár og gengið hefði á ýmsu þann tíma og því væri ekki ástæða til að láta hugfallast. Varðandi framhald á tívolí- haldi hérlendis sagði Halldór að væri of snemmt að spá um, en ekki væri ólíklegt að það yrði reynt einhvern tíma aftur og vonandi yrðu þá veðurguðirnir í betra skapi. Ekki fóru allir tómhentir heim úr tívolíinu og hér hafa tvö náö sér í heila bangsafjölskyldu. Töluvert ber á milli í Blöndu- viðræðunum Samningaviðræður verka- lýðsfélaga og vinnuveitenda á Blöndusvæðinu hafa fariö fram undanfarna daga hjá rikissáttasemjara, en tölu- verður ágreiningur er meö aðilum. Að sögn Guðlaugs Þorvaldsson- ar, ríkissáttasemjara, hafa við- ræðunefndir undanfarna daga unnið að því að koma saman samningsuppkasti, en töluvert ber á milli aðila. „Við munum halda áfram um- fjöllun um samningsdrög, sem gætu verið grundvöllur að áfram- haldandi samningaviðræðum að- ila, á morgun, en síðan verður gert hlé á fundum fram yfir næstu helgi, þannig að menn geti skoðað hlutina betur." Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins greinir aðila helst á um greiðslur vegna flutninga á starfsmönnum svæði og svo þá kröfu verkalýðsfélaganna, að íbú- ar á svæðinu hafi forgang um störf vegna fyrirhugaðra virkjun- arframkvæmda. Ladabifreiö flaug við sjávarkamb LADA-JEPPABIFREIÐ fór fram af sjávarbakkanum viö Marargötu á Húsa- vík sl. sunnudag og hafnaði í fjörunni um 20—25 metrum neöar. Bifreiðin var mannlaus en hún er mikið skemmd eftir fallið eöa jafnvel ónýt. Bifreiöin var mannlaus þegar hún fór fram af, en henni hafði verið lagt við Marargöt- una sem hallar aö sjó. Bifreiðin valt ekki á leiöinni niður kambinn, en síöustu 7 metrana flaug hún fram af moldarbarði í bakkanum og stakkst síðan niöur í fjörusandinn. Klukkustundu síðar var jeppabifreiðin tekin á vörubíl. Ljósmynd Mbl. - á.j. Verðlagsráð samþykkir hækkanir á bilinu 2,4—21%: V ísitölubrauðin hækka um 10-19% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag aö heimila 2,4% hækkun á gasolíu, sem hefur í for með sér að hver lítri hækkar úr 8,40 krónum í 8,60 krónur. Hver lítri frá bensínstöð hækkar því úr 9,00 krónum í 9,20 krónur. í frétt Verðlagsstofnunar segir, aö 0,20 króna verðhækkun sé vegna hækkunar á innkaupsverði. Þá samþykkti Verðlagsráð á fundi sínum að heimila 0,7% hækk- un á svartolíu, sem hefur það í för með sér að hvert tonn hækkar úr 6.950 krónum í 7.000 krónur. Orsök hækkunarinnar samkvæmt frétt Verðlagsstofnunar er aukið fram- lag til innkaupajöfnunarreiknings. Verðlagsráð samþykkti á fundi sínum að heimila 10—19% hækkun á brauðum. Sem dæmi má nefna, að 500 gramma franskbrauð kost- aði 11,95 krónur, en kostar nú 14,15 krónur, eða hækkar um 18,4%. Þá hækkar normalbrauð úr 11,25 krónum í 12,35 krónur, eða um tæplega 10%. í frétt Verðlagsstofn- unar segir, að orsakir hækkunar- innar séu hráefnishækkanir í kjöl- far gengisfellingarinnar 27. maí sl. Verðlagsráð samþykkti að heim- ila liðlega 5% hækkun á borð- smjörlíki og jurtasmjörlíki. Hækk- unin sé heimiluð vegna breytinga á hráefnisverði eftir áðurnefnda gengisbreytingu. Þá samþykkti Verðlagsráð að heimila 21% hækkun á þjónustu- gjöldum skipafélaga, þ.e. upp- skipunargjöldum, útskipunargjöld- um og geymslugjöldum. Þessi gjöld hækkuðu síðast 28. apríl sl., en síð- an hafa orðið hækkanir á rekstrar- kostnaði vinnuvéla, rekstri fast- eigna og launum. Eru framan- greindir liðir meginorsök hækkun- arinnar samkvæmt frétt Verðlags- stofnunar. í lok fréttar Verðlagsstofnunar segir: „Verðhækkanir á brauðum, smjörlíki og þjónustugjöldum vegna gengisbreytingarinnar 27. maí hafa ekki áður komið fram í verði. Telur Verðlagsstofnun að áhrif gengisfellingarinnar séu nú að mestu komin fram í vöruverði." Seðlabanka- stjóri Banda- ríkjanna hér á landi SEÐLABANKASTJÓRI Bandaríkj- anna, Paul Volcker, var hér á landi í síðustu viku á vegum Seðlabanka ís- lands og ræddi hann við bankastjóra íslenska Seðlabankans, en einnig fór hann til laxveiða í Vatnsdalsá, í boði bankans, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Sigurði Einars- syni, skrifstofustjóra Seðlabankans í gær. Volcker kom hingað til lands sl. miðvikudag, en hélt utan á sunnu- dag. Sigurður sagði að talsvert væri um samstarf við erlenda Seðlabanka og komur manna á þeirra vegum hingað til lands. Nefndi hann m.a. að nýlega hafi verið hér staddir seðlabankastjórar allra Norðurlandanna og hafi þeir setið fund í Borgarnesi með ís- lenskum starfsbræðrum sínum þar sem málin voru rædd. Þess má geta, að samkvæmt heimildum Mbl., hélt Paul Volker utan á sunnudag með einkaflugvél frá Arnarflugi, en hann var sóttur á flugvöllinn við Blönduós. Hafði hann varið boðaður á fund í Lond- on á mánudagsmorgun og fór hann því frá landinu með fyrrgreindum hætti. Morgunblaðið/ Reynir Ragnarsson Vísitasían hafin í Skaftafellsprófastsdæmi BISKUP íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, sem nú vísiterar vesturhluta Skaftafellsprófasts- dæmis, hóf vísitasíuna á sunnu- dag, 10. júlí, í Vík í Mýrdal, þar sem þessi mynd var tekin. Til vinstri á myndinni við biskups- hjónin, herra Pétur Sigurgeirs- son og frú Sólveigu Ásgeirsdótt- ur, eru sr. Fjalarr Sigurjónsson, prófastur Skaftafellsprófasts- dæmis, og Beta Einarsdóttir, kona hans, og hægra megin við biskup eru sr. Gísli Jónasson í Vík og Árný Albertsdóttir kona hans. í dag, þriðjudag, vísiterar biskup Þvkkvabæjarklausturs- kirkju í Álftaveri og Grafar- kirkju í Skaftártungu og á morg- un vísiterar hann Langholts- kirkju í Meðallandi. Sjávarútvegs- ráðherra Sov- étríkjanna í opinbera heimsókn V.M. KAMENTSEV, sjávarút- vegsráðherra Sovétríkjanna, kemur hingað til lands í opin- bera heimsókn næstkomandi miðvikudag. Sjávarútvegsráð- herrann dvelur hér á landi í nokkra daga, ferðast um og ræð- ir við Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra íslands, og ís- lenska embættismenn. Ráðherr- ann er að endurgjalda heimsókn Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra íslands, til Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.