Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 t, Ef við finrvum ekki ber\sirvstó'<íí -f Ijótleg^ VilLi, verÓ eg a& iaka mér hv/ítd." morgun! Með jnorgunkaffinu Þá er tækið í lagi. — Kostar ná- kvæmlega fímm hundruð krónur fyrir utan bflkostnaðinn, sem er tvö hundruð og fímmtíu krónur. HÖGNI HREKKVlSI Hingaö og ekki lengra — ágæta fullorðna fólk „Lítum aðeins á nafnið „Vinnuskóli Reykjavfkur*'. Af því má draga þá ályktun, að þarna ætti maður að læra að vinna, enda man ég, að í fyrra sagði verkstjórinn við okkur, að kaupið væri svona lágt, vegna þess að við værum að læra að vinna. En hvar er þá þessi kennsla?" Hafdís Hansdóttir skrifar: JCæri Velvakandi, háttvirti borg- arstjóri og allir ágætir þjóðfélags- þegnar. Málið sem mig langar að tjá mig um er unglingavinnan margum- rædda. Nú var ég að ljúka áttunda bekk og er þetta annað sumarið mitt í Vinnuskóla Reykjavíkur. í fyrra var ég aðallega í því að tína rusl og sópa. Það er að vissu leyti virð- ingarvert starf, en hverjir aðrir en unglingarnir, þessi ágæti og ódýri vinnukraftur, fengjust til þess að sópa og tína rusl allt sumarið? Og hvað yrði þá, ef unglingavinnan yrði lögð niður? Fólk mundi iíklega drukkna í rusli. Ég tek mjög vel eftir því, þegar ég er að hjóla, hvar unglingavinnan hefur verið, því að þar er hægt að hjóla óhræddur við glerbrot sem annars stingast oft upp í dekkin og sprengja slönguna. En þrátt fyrir að unglingavinnan úr sjöunda bekk sé leiðinleg og ein- hæf er hún ágæt vegna þess að hún er ekki ströng. Krökkunum er dreift og verkstjórinn getur stundum ekki fylgst með öllum krökkunum sama daginn. Þar með er hægt að vinna rólegar og þar af leiðandi er kaupið, sem er núna 31 króna á tímann, ekki mjög lélegt. En hins vegar er skammarlegt, að krakkar, sem eru að koma úr átt- unda bekk, fái aðeins rétt rúmar 35 krónur á tímann. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi, þá er ég í málningar- flokki vinnuskólans (en þeir eru að- eins tveir) og það er verkstjóri yfir okkur allan daginn. Þá þýðir ekkert slór og þó að það komi dagar sem við getum ekki unnið sökum veðurs, þá vinnum við alveg fyllilega fyrir kaupinu okkar og vel það. En reynd- ar hefðum við bara átt að taka okkur frí í nokkra daga eða gera eitthvað róttækt, því að það er alveg skamm- arlegt, hvernig borgin kemur fram við okkur. Vinnan á að ganga þannig fyrir sig, að þegar við komum á leikvöll eigum við að byrja á að þrífa, þ.e.a.s. tína rusl, reyta arfa í beðum, sópa og fleira. Þegar völlurinn er orðinn hreinn, á að skrapa málningu af öll- um leiktækjum með sérstökum skröpum og lokapunkturinn er að mála þau og bera fúavarnarefni á girðingar. En þessi áætlun hefur nú heldur betur farið úrskeiðis nú í sumar og ástæðan er sú, að við erum ekki enn búnar að fá skröpur, þó að kominn sé 5. júlí. Við erum búnar að þrífa 13 leikvelli, en höfum enn ekki snert, eina einustu skröpu eða málningar- pensil. Kannski þessi flokkur ætti fremur að heita „leikvallahreinsun- arflokkurinn", en ekki málningar- flokkurinn. Það er hryllilegt að vera í vinnu, þar sem ekki eru afhent þau verk- færi sem maður þarf að nota. Hvern- ig þætti þeim sem vinna í verslunum að fá ekki búðarkassa og þurfa að reikna út með blýant á blað. Nei, ég er hrædd um að svona framkoma við vinnukraft þekkist hvergi annars staðar en hjá Vinnuskóla Reykjavík- ur. Og borgin kemst eingöngu upp með þetta vegna þess að við erum unglingar, og ef við opnum munninn og reynum að berjast fyrir rétti okkar, þá erum við púuð niður með þeim röksemdum, að við séum á mótþróaaldrinum og höfum ekkert af viti til málanna að leggja. Hingað og ekki lengra, ágæta full- orðna fólk, sem sjáið þjóðfélagið yf- irleitt bara frá einni hlið. Reynið nú einu sinni að hlusta á okkur ungl- ingana, því að það eru tvær hliðar á hverju máli. Ef ég vík að vinnuaðstöðu okkar, þá kom það upp á um daginn, að við áttum að fara að vinna á gæsluvelli, sem var lokaður vegna sumarleyfis gæslukvennanna. Við létum það ekki aftra okkur og fórum að vinna þrátt fyrir enga aðstöðu í kaffi- og mat- artíma og enga hreinlætisaðstöðu. Elli- og dv&tarheimilið Ás í Hveragerði. Stórkostlegt að fá þessa tilbreytingu Þakkir til Gísla Sigurbjörnssonar Um stað- setningu kísilmálm- verksmiðju „Velvakandi. í sunnudagsblaöi Mbl. er fyrirspurn til mín frá Jóhanni P. Halldórssyni á Reyðarfirði um staðsetningu væntanlegrar kísilmálmverksmiðju. Til eru lög í landinu um kís- ilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. 1. grein laganna hljóðar svo: „Ríkisstjórninni er heimilt að beita sér fyrir stofnun hlutafé- lags er reisi og reki verksmiðju á Reyðarfirði til framleiðslu á kísilmálmi og hafi með höndum þá framleiðslu og skyldan at- vinnurekstur." Um leið og þú skilar kveðju minni til Jóhanns, taktu þá fram, að svona megi Austfirð- ingar ekki spyrja, og allra sízt Reyðfirðingar. Kveðja, Sverrir Hermannsson Sigríður Kolbeinsdóttir skrifar: „Síðastliðið ár var nokkrum eldri heyrnleysingjum boðið til dvalar að Ási í Hveragerði. Nú í ár var þetta boð endurtekið. Mig langar fyrir hönd okkar sem feng- um að dveljast þar um 9 daga skeið að þakka innilega fyrir þennan tíma. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar, á miklar þakkir skilið fyrir þann höfð- ingskap og hlýhug, sem hann hef- ur sýnt okkur. Það er stórkostlegt að fá þessa tilbreytingu og það er gott að dvelja að Ási. Hafðu heila þökk frá okkur öllum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.