Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1983 13 »fwj^,.ÍXV J|lif ÆÉZJ&fc ÍÆÆÆÆl'WMW*" 7^^% Þreyttir en ánægðir feröaiangar, stuttu eftir komuna til tslands. Norrænar Hvíta- bandskonur í heim- sókn á íslandi FIMMTÁN konur frá Hvíta bandinu í Noregi og Svíþjóð komu til íslands 7. júlí sl. Höfðu þær hér helgarviðdvöl á leið sinni til Bandaríkjanna á al- þjóðaþing Hvíta bands-kvenna, en slikt þing er haldið á þriggja ára fresti. Meðan á dvöl þeirra stóð heimsóttu þær m.a. forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. í förinni var Karin Kjersun, fyrsti varaforseti Alþjóða Hvíta bandsins og er hún einnig formað- ur Hvíta bandsins á Norðurlönd- um. Mbl. náði tali af Karin og var hún fyrst spurð um tengsl félag- ana á Norðurlöndum. „Um sam- vinnu sem slíka er ekki að ræða,“ sagði Karin, „hvert félag starfar að þeim líknarmálum sem mest þykir þörf á hverju sinni, á hverj- um stað. Það sem öllum félögum í heiminum er sameiginlegt felst í einkunnarorðum hreyfingarinnar „Fyrir guð, heimilið og hvert land". Það segir sig sjálft að hreyfing sem telur um 750.000 meðlimi og starfar í 70 löndum hefur á sínum snærum mörg verk- efni og mismunandi. Hér á Tslandi starfa konurnar aðallega að líkn- armálum í þágu sjúkrahúsa, en í Noregi er rekstur meðferðarheim- ilis fyrir konur, sem eiga við drykkjuvandamál að stríða okkar helsta verkefni. Sá munur er á því heimili og öðrum meðferðarstofn- unum, að þar geta konur komið með börn sín, ef svo ber undir, og núna vinnum við að því að koma upp aðstöðu fyrir barnshafandi áfengissjúklinga." Aðspurð um alþjóðaþingið sagði Karin: „Hreyfingin heldur al- þjóðaþing á þriggja ára fresti. Þátttakendur nú verða um 1.000, þar af 23 konur frá Norðurlöndun- Frú Karin Kjersun, fyrsti varafor- maður alþjóðahreyfingar Hvíta bandsins. um en því miður engin frá íslandi. Það mál sem ég vænti að verði efst á baugi, er alheimsfriður. Er það vissulega verðugt verkefni að berjast fyrir á hundrað ára af- mæli alheimshreyfingarinnar, en hún var stofnuð árið 1883 í Detroit í Bandaríkjunum. Fyrir þann tíma hafði starfað bandarísk hreyfing frá 1874. Þess má geta að Alþjóða- hreyfing Hvíta bandsins er elsta kvennahreyfing í heimi," sagði Karin Kjersun að lokum. Á íslandi er ein Hvíta bands deild, Reykjavíkurdeildin og starfa innan hennar um 80 konur. Hvíta bandið var stofnað hér árið 1895 og sá það um rekstur Hvíta bands-hússins á árunum 1935 til 1954, en þá var Reykjavíkurborg afhent það. Formaður Hvíta bandsins á Islandi er Arndís M. Þórðardóttir. Menntamálaráðherra skipar vinnuhóp: Athugar tengsl fjöl- skyldu og skóla í FRÉTT sem Mbl. hefur borist frá menntamálaráöuneytinu segir að menntamálaráðherra hafi ákveðið að skipa vinnuhóp, sem athugi sérstaklega tengsl fjölskyldu og skóla og geri tillögur um hvernig bæta megi þau tengsl. Þessum vinnuhópi sem mennta- málaráðherra skipar, er gert að athuga sérstaklega hvernig sam- ræma megi betur vinnutíma for- eldra og skólabarna. Einnig hvað sé unnt að gera í skólastarfi til að styrkja samband barna og for- eldra og þar með stuðla að sam- heldni fjölskyldna, og þá hvaða ráðstafanir væri hægt að gera í þeim efnum án tilkostnaðar, eða með litlum tilkostnaði, og aðrar ráðstafanir, og inn í hvaða náms- greinar væri eðlilegast að flétta efni, sem tengist verkefninu. í sambandi við ofangreind verk- efni, segir í bréfinu að sérstök at- hygli sé vakin á því að líklegt sé að mismunandi ráðstafanir þurfi að gera vegna nokkurra þátta, eftir því hvort skóli sé í strjálbýli eða í þéttbýli og að sérstaka áhersiu þurfi að leggja á athugun á sam- felldum skóladegi, skynsamlegu fyrirkomulagi nestismála o.fl. í samráði við fulltrúa foreldra. Formaður vinnuhópsins verður Salome Þorkelsdóttir, alþingis- maður. Patket B Fádæma gott úrval af parketi, þykku og þunnu, gegnheilu (massivu) og límdu, full-lökkuðu og tilbúnu til lagningar. Askur Birki Fura Wenge Beyki Eik Reykt eik Vönduö parketgólf úr völdum viöi skapa hlýlegan og notalegan blæ. Auövelt í lagningu- Auövelt í þrifum -Auövelt í viöhaldi Mjög viöráöanleg greiöslukjör. SKEIFUNNI3- SÍMI82111 - REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.