Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 33 Karpov enn í efsta sætinu í Tilburg Tilbnrg. Hollandi. 24. október. AP. HEIMSMEISTARINN Anatoly Karpov er enn í fyrsta sæti Interpolis-skákmóts- ins í Tilburg að 10 umferðum loknum. Hefur hann hálfs vinnings forskot á næstu menn, þá Ljubojevic og Portisch. Tíunda umferðin var tefld í dag og varð jafntefli á öllum borðum nema hvað skák þeirra Spassky og Van der Wiel fór í bið. Aðrar skákir voru: Timman gegn Hubner, Seir- awan gegn Portisch, Vaganian gegn Karpov, Ljubojevic gegn Sosonko og Anderson gegn Polugajevski. Níunda umferð var tefld um helg- ina. Úrslit urðu þau, að Húbner vann Van der Wiel, Ljubojevic vann Polugajevski og Karpov vann Seir- awan. Jafntefli varð í eftirtöldum skákum: Anderson gegn Spassky, Sosonko gegn Vaganian og Portisch gegn Timman. Fjöldi biðskáka hefur að undan- förnu verið tefldur. Úrslit urðu sem hér segir: Úr 5. umferð: Vaganian vann Spassky. Úr 6. umferð: Jafn- tefli Vaganian og Ljubojevic. Úr 7. umferð: Karpov vann Van der Wiel og Portisch vann Hubner. Úr 8. um- ferð: Portsich vann Van der Wiel og Sosonko vann Seirawan. Staðan er því þessi: Karpov 6,5 v., Ljubojevic og Portisch 6 v., Sosonko 5,5 v., Vaganian 5 v. og biðskák, Pol- Anatoly Karpov ugajevski 5 v., Húbner 4,5 v., Spassky og Anderson 4 v. og bið- skák, Seirawan og Timman 4 og Van der Wiel rekur lestina með 3,5 v. og biðskák. Ríkisútvarpið: Innheimta afnotagjaldanna 2—3% lakari en í fyrra INNHEIMTA Ríkisútvarpsins á síðari hluta afnotagjalda þessa árs er 2—3% lakari en var á sama tíma á síðasta ári að sögn Harðar Vilhjálmsson- ar, fjármálastjóra Ríkisút- varpsins. Eindagi afnota gjaldanna var 21. september síðastliðinn og hækkaði gjald- ið þá um 10%. Um mánaða- mótin voru 35% afnotagjald- anna enn í vanskilum. Hörður sagði að skilvísi fólks væri almennt mikil með afnotagjöldin, þó meiri með fyrri hlutann en þann seinni. Sagði hann að hægari inn- heimta benti til þrengri fjár- hags fólks og einnig það að áberandi meira væri um það nú en áður að fólk kæmi í inn- heimtudeildina og óskaði eftir að fá að greiða gjaldið í tvennu lagi. .^^skriftar- síminn er 830 33 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa bréfbera til starfa á Blönduósi nú þegar. Nánari upplýsingar veitir stöövarstjóri Pósts og síma á Blönduósi. Stúlka óskast í matvöruverslun í miðbænum nú þegar. Upplýsingar í síma 12112 milli kl. 19 og 20. Viðgerðarmaður Útgeröar- og fiskvinnslufyrirtæki á Stór- Reykjavíkursvæðinu, óskar aö ráöa vanan viögerðarmann til almennra viöhaldsstarfa. Umsóknir skulu sendar fyrir 28. október til augl.deild Mbl. merkt: „V — 108“. Ritarastarf óskast Er meö gott próf frá Einkaritaraskóla Mímis. Einnig Pitmanspróf í ensku. Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir 1. nóvember merkt: „H — 0109“. Sendill óskast hálfan eöa allan daginn. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sími 22280. Bílstjóri Útgeröarfélagiö Baröinn hf. í Kópavogi óskar eftir vörubifreiöarstjóra. Þarf að hafa meira- próf. Upplýsingar í síma 41868 eöa 43220. Býrð þú f GÓÐRI íbúð? Sennilega þarftu að hugsa þig um áður en þú svarar. Þú veist hve stór hún er og hve dýr, hvort hún er ný eða gömul, en hefur sjálfsagt aldrei hugleitt í alvöru hvort hún er góð. Þú veist hins vegar áreiðanlega hvort þú ekur góðum bíl. Á íslandi eru bílar gjarnan metnir eftir gæðum, en húsnæði eftir stærð, aldri og staðsetningu. Við hjá ösp setjum hins vegar GÆÐIN ofar öllu. Við leggjum höfuðáherslu á góða hönnun, styrk, sparneytni og lítið viðhald í framleiðslu einingahúsa okkar. í innkaupum eru þau ekki ódýrustu einingahúsin á markaðinum. En eiginleikar þeirra tryggja að þau standast tímans tönn betur og veröa því ódýrari og ódýrari með hverju árinu. Þeir sem hafa látið iðnaðarmenn annast kostnaðarsama viðgerðir á húsnæði sínu vita að góð ending skiptir öllu máli. Það vita sömuleiðis viðskiptavinir bílaverk- stæðanna. Verðhugmynd: Tilbúiö 138 m2 einbýlishús, án innréttinga: 1.012.797.- Afgreiðslufrestur: 3 mán. Afhendist: a) Fokhelt b) Með loftklæöningu og einangrun c) Með milliveggjum og hljóðeinangrun d) Eða tullklárað með öllum innréttingum Viðbaciur: Bilskúrar, dyraskyggni, skjólveggir, sorpgeymslur o.fl. Sveigjanleiki: Fjöldi teikninga, möguleikar á breytingum á þeim, t.d. á gluggum og milliveggjum. Sérteiknum einingahús fyrir þá sem þess óska. Söluaðili í Reykjavík: Kaupþing hf., Húsi verslunarinnar. - Sími 86988 * Aspar-hús Ef gæðin skipta þig máli Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.