Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 45 „Þegar öll þessi friðarsamtök kvenna flykktust saman hér í miðbæ Reykjavíkur, fannst mér þetta vera eitt allsherjar hræðslubandalag, allri íslensku kvenþjóðinni til skammar." Allir þessir friðarvindar blása aðeins um vesturveldin — þar sem þeir eru frjálsir 9132-1521 skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég get nú ekki lengur orða bundist út af öllum þessum frið- arhreyfingum, sem spretta upp eins og gorkúlur á fjóshaug. Meira að segja „guðs eigin gaukar" (sum- ir kirkjunnar þjónar) gala með af fullum krafti og nota jafnvel (mis- nota) til þess prédikunarstólana sína. Reyna þeir að fela sig á bak við boðskap kristinnar trúar og rugla saman annars vegar heimil- isfriði hér uppi á íslandi og trausti milli einstaklinga og hópa, og hins vegar geigvænlegum vígbúnaði í heiminum. Ef þetta er ekki að villa á sér heimildir, þá er það að minnsta kosti algjör barnaskapur. Manni koma í hug úlfarnir í sauðargærunum. Á heimsþingi Alkirkjuráðsins sungu margir hinna vestrænu fulltrúa í sama dúr (eða þögðu) og þeir austrænu, sem auðvitað hefðu alls ekki feng- ið fararleyfi, nema tryggt væri, að þeirra söngur væri f hinum eina hreina tón (kommúnismans). Þá eru það öll þessi friðarsam- tök kvenna. Ég vil spyrja þessar blessaðar friðardúfur, hvort þær hefðu talið heppilegra, ef þær hefðu staðið í sporum kvennanna í Vestmannaeyjum fyrir Tyrkja- ránið 1627, að reyna að efla varnir eyjanna, eða að labba með ein- hverjar friðardulur og pappa- spjöld fram og til baka um eyjarn- ar. Ætli Tyrkirnir hefðu ekki nauðgað þeim, drepið og limlest börn og gamalmenni og rænt fólki, jafnt þótt þeir hefðu haft spurnir af dulunum og spjöldunum? Staðreyndin er sú, hvort sem flet.t er upp í sögu íslands eða ann- arra landa, að þeir, sem vilja ráð- ast á aðra og síðan drottna yfir þeim og kúga þá, ráðast helst á garðinn þar sem hann er lægstur. Þess vegna er nauðsynlegt að lækka hann eins og mögulegt er fyrirfram, og helst að gera hann svo lágan, að hægt sé að ganga yfir hann fyrirhafnarlítið og án þess að eyðileggja allt innangarðs. Allt þetta friðarvæl miðar að þvi að lækka varnargarð Vestur- veldanna, hvort sem menn skilja það eða ekki. Þegar öll þessi frið- arsamtök kvenna flykktust saman hér í miðbæ Reykjavíkur, fannst mér þetta vera eitt allsherjar hræðslubandalag, allri íslensku kvenþjóðinni til skammar. (Ég er kvenmaður). Enda áhrifin senni- lega helst sú að gera börn og ungl- inga, og jafnvel fleiri, að tauga- veikluðum aumingjum. Vonandi samt ekki stjórnmálamennina okkar. Tilgangurinn mun þó helst vera sá að reyna að hafa áhrif á þá. Allir þessir friðarvindar blása aðeins um Vesturveldin, þar sem þeir eru frjálsir. Austantjalds eru þeir ófrjálsir, eins og flest annað. Samt áttu þeir upptök sín í hug- myndafræðihausum Ráðstjórnar- ríkjanna fyrir nokkrum árum síð- an, samkvæmt áreiðanlegum heimildum." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Skábrautir viö kirkju Óháða safnaðarins Á fóstudaginn var (21. okt.) birtist hér í dálkunum þakkarbréf frá Þorbjörgu Sigurðardóttur, þar sem hún lofaði það framtak kvenfélags Óháða safnaðar- ins að koma upp skábrautum fyrir hjólastóla að kirkju sinni, svo og úr kirkju í veitingasal. Varð Velvakanda það hins vegar á í messunni að birta mynd af brautum þessum hálfgerðum, en þar sem til var önnur nýrri, er ekki nema sjálfsagt að leiðrétta mistökin. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Á morgun verður heldur enginn fundur. Betra væri: Á morgun verður ekki heldur neinn fund- ur. Geröu þaö sjálfur SPOi eik, fu mahoj 40, 50 og 2‘. Efni: Álafoss — Tweed ^ m . _ _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.