Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 MEtfrrE GERIÐ VERÐSAMANBURЕ GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Merki: Vara: Verð: • HUGIN ryksuga kr. 5.462,- • HUGIN vöfílujárn m/Tefion kr. 1.971,- • ELRAM straujám kr. 646.- • ELRAM brauðrist kr. 1.016.- • KITCHENAID hrærivél kr. 10.940.- • SINGER saumavél kr. 11.510.- • MELITTE kafiivél kr. 1.889,- • NOVA djúpsteikingarpottur kr. 3.350,- • ZEROWATT þvottavél kr. 14.179.- HUGIN Duty PREPA mwft< KITCHENAID ELRAM hiayln Váffeljárnmed teflon mjytmj * « aiWTWWW SAMBANDSINS Skúli Alexandersson: Sjávarútyegurinn safnar skuldum, bankakerfið gróða * Þrír bankastarfsmenn á Islandi móti hverjum einum á Norðurlöndum Skúli Alexandersson, þingmaður Alþýöubandalags, sagði í efri deild Al- þingis í gær, efnislega eftir haft, að hérlendis ynnu þrír bankastarfsmenn sama verk og einn á Norðurlöndum. Og enn tútnaði bankakerfið út. Hver íslenzkur sjómaður skilaði hinsvegar þrefóldum afköstum erlendra fiski- manna. Engu að síður safnaði sjávarútvegurinn, undirstöðuatvinnuvegurinn, skuldum en bankakerfið hagnaði. Þessi ummæli vóru viðhöfð í umræðu um bráðabirgðalaög um „ráðstafanir í sjávarútvegi" og í tilefni af hugmynd Alberts Guð- mundssonar, fjármálaráðherra, um eftirgjöf opinberra sjóða á sjávarútvegsskuldum. Það eru nokkrir áratugir siðan, sagði Skúli efnislega, að annar forvígismaður Sjálfstæðisflokks talaði um að leysa viðlíka vanda „með einu pennastriki". Það sem fjármálaráðherra er réttilega að segja er að of mikið er tekið af sjávarútvegi í of stóra yfirbygg- ingu okkar. Skúli gaf í skyn að þannig töluðu þeir er „risu upp úr meðalmennskunni". Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til staðfestingar á bráðabirgðalögum um „ráðstafan- ir í sjávarútvegi", sem sett vóru í tengslum við síðustu gengislækk- un. Miklar umræður urðu um málið. Stefán Benediktsson (BJ) bað um að fjármálaráðherra væri sóttur en hann var viðstaddur fram- haldsumræðu í neðri deild um önnur bráðabirgðalög (frumvarp um launamál). Bar Stefán fram fyrirspurn til Alberts, hvort hann hefði viðhaft þau ummæli á fundi í Vestmannaeyjum að vandi sjáv- arútvegs væri smár og mætti leysa með því einfalda ráði að gefa eftir skuldir atvinnugreinarinnar. Fjármálaráðherra sagði rangt að hann hefði talið vandann lítinn, þvert á móti, en hitt væri rétt, að hann hefði viðrað þá hugmynd, að opinberir sjóðir gæfu eftir sjávar- útvegsskuldir (sjá nánar í bak- síðufrétt). Eiður Guðnason (A) spurði, hvort þá mætti ekki strika út skuldir heimilanna í landinu, sem safnast hefðu, ekki sízt hjá hús- byggjendum og kaupendum íbúð- arhúsnæðis, vegna krukks stjórn- arinnar í kjarasamninga. Hann taldi fjármálaráðherra einfalda mál um of. Minnti hann á að þing- menn hefðu nú í höndum boð frá Jóga“, sem fundaði á Hótel Borg síðar um daginn. Hann getur varla haft verri lausnir á efna- hagsvandanum en fjármálaráð- herra, sagði Eiður efnislega. Vandinn í sjávarútvegi stafaði m.a. af því að við værum með 15—20% stærri flota en 1981 en 18% minni afla. Valdimar Indriðason (S) og Árni Johnsen (S) töldu óhjá- kvæmilegt annað en að farið yrði vandlega ofan í saumana á rekstr- arstöðu sjávarútvegsins, sem væri burðarás gjaldeyris- og þjóðar- tekna okkar, og líftaug fjölda byggðarlaga. Valdimar sagði þörf aðgerða enn brýnni hjá útvegin- um, frumgrein vinnslunnar. Hann gagnrýndi Alþýðuflokkinn fyrir sífelldan andróður gegn sjávar- útveginum. Hlutafélag um rekstur Tímans: Skuldir Tímans nema 15—17 milljónum kr. „VIÐ höfum gripið til þess ráðs að stofna hlutafélag um rekstur Tím- ans vegna langvarandi erfiöleika í rekstri. Stefnt er að því, að Tíminn verði óháðari Framsóknarflokkn- um en verið hefur en sem kunnugt er þá er Framsóknarflokkurinn eigandi Tímans. Hann verður Námskeið í útgáfu safn- aðarblaða Námskeið í útgáfu safnaðar- blaða verður haldið á morgun, miðvikudag, á biskupsstofu. Er það opið öllum sem tengdir eru kirkjulegu starfi. Björn Jóhanns- son, fréttastjóri frá Morgunblað- inu, mun fjalla um fréttaskrif og leiðbeina þátttakendum í verkleg- um æfingum. Einnig munu þátt- takendur heimsækja tæknideild Morgunblaðsins og kynnast upp- setningu og umbroti blaða. Bisk- upsstofa gefur nánari upplýs- ingar. áfram hluthafi, en aðrir koma væntanlega inn,“ sagði Gísli Sig- urðsson, framkvæmdastjóri dag- blaðsins Tímans, f samtali við Mbl., en í gær birtist auglýsing í blaðinu um stofnun hlutafélags um reksturinn. „Ekki hefur verið ákveðið hve- nær stofnfundur verður en stefnt er að því að hann verði fyrir ára- mót og þá ákveðið hvenær hið nýja hlutafélag tekur við rekstri blaðsins." — Hverjar eru skuldir Tímans? í einu blaðinu er því haldið fram, að skuldir Tímans séu nú um 40 milljónir króna. „Það er algjör fjarstæða, sem betur fer. Blaðið skuldar á milli 15 og 17 milljónir króna og skuldir umfram eignir eru um 3 milljón- ir.“ Gísli sagði að daglega væru prentuð á milli 15 og 16 þúsund eintök. Hann sagði að síðustu árin hefði áskrifendum fjölgað. „Fyrir 1980 varð töluverð fækkun áskrif- enda, en síðan hefur heldur þróast í rétta átt,“ sagði hann. Hann vildi ekki ræða fjölda áskrifenda að Tímanum, né hver nýting á upp- laginu væri. Ármúla 3 S. 38 900 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.