Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Einsog mer synist .... Gísli J. Ást|)órsson Sjö þúsund króna botnlangakast tákn?“ Siðast þegar ég mátti í ofurlitla aðgerð á spítala laut íturvaxin hjúkrun- arkona yfir mig sem ég hélt sem snöggvast að ætlaði að fara að telja í mig kjark, blessuð dúfan, en hana fýsti þá bara að vita hvort ég væri með veskið mitt á mér eða svo gott sem. Ég þurfti ekki einu sinni að þukla mig þar sem ég lá marflatur uppá kerrunni til þess að geta fullvissað hana um að svo væri ekki, enda hafði ég þegar hér var komið athöfninni allseng- an vasa að státa af, hvað þá veski að pota oní hann. Ég hefði getað sprangað inní hvaða nektarnýlendu sem var án þess að vekja athygli Að sjálfsögðu hvarflaði samt ekki að mér, vil ég strax taka fram, að konan væri að búa sig undir að slá mig. Ég þykist enda vita að þeir setji undir svona leka þegar í hjúkr- unarskólanum: hjúkrun- arfólk hefur ugglaust sín- ar siðareglur rétt einsog læknarnir og einhverstað- ar í þeirri merku skrá stendur eflaust: Vítavert er að reyna að kría lán út- úr sjúklingum eftir að læknarnir eru byrjaðir að brýna busana. Eða eitt- hvað í þá veru. Það kom líka fljótt á daginn að fyrrgreindur líknarengill var alls ekki í sláttuhugleiðingum. Mjallhvít mín var einung- is að forvitnast um veskið mitt vegna þess, að þá ég yrði kominn útúr heimin- um, einsog hún útskýrði vandlega fyrir mér, og ef ég hefði verið sá álfur að skilja veskið eftir á glám- bekk, þá var allteins lík- legt að það yrði gufað upp þá ég tyllti tánum niðrá jörðina aftur. Það eru nefnilega fleiri plágur á spítölum en sjúkdómar og geðstirðir sjúklingar. Þjófar kváðu gera tíðreist á þessar stofnanir og laumast þar um gangana í gervi blað- sölupjakka eða jafnvel ættingja eða kunningja sjúklinganna og víla þá ekki fyrir sér, þeir heið- ursmenn, að smjúga inní fatageymslur og aðra af- kima og láta greipar sópa. Sú íturvaxna kom vesk- inu mínu á óhultan stað, og hafi þankar mínir ekki verið hjá henni þá ég sigldi inní draumalandið, þá var það sannarlega ekki af því að ég væri henni ekki þakklátur. Ég var einfaldlega kominn í banastuð. Þeir luma á ein- hverju undraglundri, doktorarnir, sem er hreint makalaust og sem kemur manni einsog hendi væri veifað í svo konunglegt skap að maður er bókstaf- lega eitt sólskinsbros um það leyti sem læknasveit- in hættir að gantast í kringum kaffimaskínuna og marsérar rösklega inn og byrjar í óða önn að bretta upp ermarnar. Ekki að þetta komi bein- línis málinu við. Ég læt það bara fljóta með til uppörvunar fyrir þá sem eiga eftir að gapa uppí skæru ljósin. Þegar best tekst til virðist mér eig- inlega sem eina hættan sé sú að sjúklingurinn kafni úr hlátri. Ég á samt ekki von á því illu heilli (og nú hefst sorglegi parturinn) að þetta verði svona næst. Næst þegar Ijóshærður engill lýtur yfir mig og andar þýðlega í gegnum dauðhreinsuðu grímuna hvort ég sé með veskið mitt á mér, þá verður það hvorki af áhyggjum útaf þokkapiltunum sem áður er getið né einu sinni að heldur að aumingja stúlk- an sé í kröggum. Hún verður einfaldlega að sinna hinum nýju skyldu- störfum sínum. Ef þetta nær fram að ganga, sem landsfeðurnir hafa verið að krunka yfir uppá síð- kastið, um mismunun sjúklinga eftir meintum fjárhagi þeirra, þá verður hið ljósa man einungis að bera sig til að ganga úr skugga um hvort sjúkling- urinn sé borgunarmaður fyrir þjónustunni sem hann fer framá. Ég verð að segja einsog er að ég kvíði þessari nýbreytni. Enginn skal segja mér að það kosti ekki ærið umstang og ær- ið fé að flokka sjúklinga eftir greiðslugetu þeirra; og er sú tíð kannski ekki langt undan að mönnum verði forboðið að fót- brotna án þess að hafa á sér staðfest afrit af skattaskýrslunni sinni? Mér finnst það ekkert tilhlökkunarefni að þurfa fyrst að arka til læknisins og lýsa fyrir honum sjúk- dómseinkennum mínum og þá á vit fjármálastjóra ríkisspítalanna og tíunda fyrir honum tekjur mínar og loks eins og ástandið er núna eflaust beinustu leið fyrir innheimtustjórann og pexa við hann um af- borganir af sjúkdómnum. En kannski þeir verði hafðir í sama salnum allir þrír og maður buni bara framhjá þeim eins og þorskur á færibandi, strípaður niðrað mitti og hlaðinn bókhaldsgögnum. Satt að segja kann ég varla að nefna ómann- eskjulegra uppátæki. „Hvernig líður sjúkl- ingnum?" spyr læknirinn. „Hvað líður greiðslun- um?“ spyr fjármálastjór- inn. „Eru nokkrir verkir?" spyr læknirinn. „Eru nokkrir vextir?" spyr innheimtustjórinn. Og verða sjúkdómar kannski þegar fram líða stundir einskonar stöðu- tákn, einsog híbýli manna eru núna og bílarnir þeirra? Við þekkjum öll tóninn: „Aumingja Magn- ús. Þetta er víst óttalegt basl hjá honum. Hann fékk lungnabólgu um dag- inn og þeir urðu að láta hann fá hana ókeypis." Að auki er það borin von, einsog allt er í pott- inn búið hér heima, að verðlagning sjúklinga verði nokkurntíma þannig af hendi leyst að réttlætið verði ofaná hverju sinni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að hér uppá íslandi er skattstig- inn sem svo er nefndur svo hugvitsamlega gerður að menn eru orðnir há- tekjumenn jafnskjótt og þeir hafa efni á því að eiga þrenn pör af sokkum. Þá er heldur ekki úr vegi að minna á könnunina, sem blöðin sögðu frá á dögunum, um launatekjur manna í hinum ýmsu at- vinnugreinum. Einsog menn muna kannski leiddi sú könnun í ljós að ótrúlega margir atvinnu- rekendur löptu ekki ein- asta dauðann úr skel held- ur skömmtuðu sér sam- kvæmt skattaframtölum sínum drjúgt lægri laun en fólkinu sem þeir höfðu í þjónustu sinni. Eftir þessu að dæma erum við Islendingar auðvitað svo lánsamir að eiga örlátustu og óeigingjörnustu at- vinnurekendur í heimi. En sannið samt til að illar tungur eru vísar til að bæta við að þeir séu held- ur engir miðlungsmenn í bókhaldskúnstum. Hvað um það, ég trúi því ekki að óreyndu (og nú kemur vonarglætupartur- inn) að gæslumenn þjóð- arbúsins, þótt blankir séu, fari að krukka í sjúkra- tryggingakerfið sem er tvímælalaust að auki ein myndarlegasta skraut- fjöðurin í hatti íslenskra stjórnmálamanna. Svoað seilst sé til samlíkingar, þá er af því löng og dap- urleg reynsla að það er hægara sagt en gert að stugga músunum frá úr- því þær eru á annað borð byrjaðar að narta í ostinn. — Og svo er það blessað réttlætið. Það er segin saga að þegar skattskráin kemur út þá rignir yfir blöðin meira eða minna hávær- um pistlum frá meira eða minna æfum skattgreið- endum sem héldu í ein- feldni sinni að þeir væru láglaunamenn en voru að uppgötva í töluðum orðum að þeir eru raunar langt- um fjáðari en jafnvel sjálfur jarlinn í plássinu. Við þekkjum öll þessi neyðaróp: „Ég er fjögra barna móðir og vinn í saltfisk- verkuninni hérna á staðn- um þegar ég get með nokkru móti komið því við, þvíað sannarlega veit- ir okkur ekki af aurunum, það má hamingjan vita, og nú var ég að frétta það að ég er með næstum helmingi hærri skatta en maðurinn sem ég vinn hjá...“ Ef það verður nú ofaná að þeir fari að verðleggja krankleika okkar mann- fólksins eftir meintum árstekjum okkar, þá meg- um við vitanlega gera ráð fyrir því að þurfa að lifa með þessum gremjustun- um árið um kring. Það verður skemmtilegt eða hitt þó heldur að heyra þær daglega: „Ég er fjögra barna móðir og vinn í saltfisk- verkuninni hérna á staðn- um þegar ég get með nokkru móti komið því við, þvíað sannarlega veit- ir okkur ekki af aurunum það má hamingjan vita, og nú var ég að frétta það að sama daginn sem ég var látin borga sjö þúsund krónur fyrir botnlanga- skurðinn þá fóru þeir inní manninn sem ég vinn hjá fyrir ekki neitt og fjar- lægðu meira að segja þar að auki vörtuna af nefinu á honum án þess að það kostaði hann krónu ...“ Fjárhagsáætlun Keflavíkur: Alagning útsvars og fasteignaskatts lækkar fjármagnskostnaður lækkar f fyrsta skipti f áratug Vogum, 26. janúar. „Fjármagnskostnaður lækkar í fyrsta skipti í áratugi á fjárhagsáætl- un, þó svo að bæjarfélagið hafi aldr- ei skuldað mikið, og aukin bjartsýni er á að það fé, sem er til eignabreyt- inga, komi til með að nýtast betur en áður til framkvæmda. Þetta eru helstu einkenni þessarar fjárhags- áætlunar,“ sagði Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflavík, um þá fjár- hagsáætlun, sem samþykkt var til annarrar umræðu á bæjarstjórnar- fundi sl. þriðjudag. Þá sagði Steinþór að Landsmót UMFÍ, sem Ungmennafélag Kefla- víkur og Ungmennafélag Njarð- víkur halda í sameiningu í bæjar- félögunum, setti verulegan svip á fjárhagsáætlunina, bæði á rekstr- arliðum og framkvæmdum. „Það verður lögð áhersla á viðhald og snyrtingu húsa og stefnt að því að fullgera íþróttasvæðið í júlí og lagfæra lóðirnar í kring." Ákveðið hefur verið, að álagn- ing útsvara til Bæjarsjóðs Kefla- víkur lækki úr 12,1% á síðasta ári í 10,8% á þessu ári. Þá lækka fast- eignagjöld um 10%, verða 0,45% í stað 0,5% áður. Aðrir tekjustofnar sem bæjarstjórn ákveður eru óbreyttir milli ára. Ekki eru inn- heimt sorphirðugjöld. Tekjur bæjarins er áætlað að aukist um 40% milli ára. Heild- artekjur eru áætlaðar 147,5 millj- ónir kr. Helstu tekjustofnar eru: Útsvar 94,5 millj. Fasteignask. 16,3 millj. Jöfnunarsj. 16,1 Aðstöðugjöld 13,0 millj. Dráttarvextir 6,7 millj. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur, sem hlutfall af tekjum, verði sá sami á þessu ári og á síðasta ári, eða 28,35%. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld hækki um rúm fjörutíu prósent milli ára, en mis- munandi er hve mikil hækkun er á einstökum liðum. Mest hækkun er á liðum eins og hreinlætismálum og æskulýðs- og íþróttamálum og útivist, eða yfir sjötíu prósent. Þá er lítil hækkun á fjármagnskostn- aði, eða 2,9%. Helstu útgjaldaliðir eru: Millj. Almannatryggingar n iý*hjáip 28,0 20,28% Fneishim. 26,419,15% Hreialctúm. 6,02% /E8knl., íþr. og útivist 8,5 6,19% Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri Keflavíkur, við merki Keflavikur fyrir fram- an bæjarskrifstofurnar. MorgunbiaSij/E.G. Ýmislegt 5,8 4,24% Heilbr.m. 5.1 3,73% MeAferð bcjarm. 4,3 3,17% Skipol.- og byggingnm. 4,1 2,98% Fjármagnskostn. 4,1 2,97% Tekjuafgangi, 39,1 milljón kr., sem er varið til eignabreytinga, er óráðstafað. Á fyrstu 20 dögum ársins hefur verið eytt meiru en 30% af þeirri upphæð sem fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að fari til snjómoksturs í Keflavík á þessu ári. Að sögn Steinþór Júlíussonar hefur verið lögð eins mikil áhersla á snjó- mokstur í bænum og hægt er, því öll tiltæk tæki hafa verið notuð og verið að dag og nótt. Að margra dómi hafa önnur eins snjóþyngsli ekki komið á Suð- urnesjum í áratugi. E.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.