Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Asgeirsson Kokkonen: Þrjú millispil Dvorák: Fiðlukonsert Beethoven: Sinfónía nr. 3 Stjórnandi: Jukka-Pekka Sar- aste Einleikari: Guðný Guðmunds- dóttir. Tónleikarnir hófust á þremur millispilum úr óperunni „Síðustu freistingarnar" eftir Joonas Kokkonen. Millispilin mynda sinfóníska heild og endar síöasti þátturinn á „kóral", fallegum og friðsaelum þætti, eins konar sátt við Guð og menn. Annað verkið á efnisskránni var fiðlukonsert eftir Dvorák. Konsertinn er í þremur þáttum og eru fyrsti og annar þáttur samtengdir. í síð- asta þættinum bregður fyrir ýmsu, er bæði Dvorák og Smet- ana léku sér með. Guðný Guð- mundsdóttir lék verkið á köflum mjög vel, einkum hæga þáttinn. Þar gat að heyra nýja hlið á túlkun Guðnýjar, hlýrri og að- gætnari en oft áður. Þetta mætti orða svo, að nú lék hún tónmál verksins í stað þess að fyrrum var oft sem hún væri að leika sér með tæknina. Allt um það, þá er Guðný góður fiðluleikari og átti þarna eftirminnilega kvöld- stund, sem áheyrendur þökkuðu henni með miklum fögnuði. Síð- asta verkið var svo sú þriðja eft- ir Beethoven. Eftir að hafa leikið undir í fiðlukonsertinum af nokkurri ógætni brá svo við að hljómsveitin lék sinfóníuna hreint frábærlega vel. Saraste er þegar mjög góður hljómsveitar- stjóri og valdi þá leið að leika verkið hægt. Þetta stingur í stúf við það sem oft á sér stað og í rauninni nokkuð ólíkt þvi sem Gudný Gudmundsdóttir ætla mætti frá hendi ungs stjórnanda. Öll mótun verksins var yfir- veguð og leikið svo með hraðann að setningaskipan verksins var ljóslifandi og skýr. Hljómsveitin fylgdi stjórnandanum mjög vel og er ekki víst að hún hafi leikið betur nokkru sinni fyrr. Horna- þátturinn í „skersóinu" var mjög góður, sömuleiðis óbóeinleikur- inn í sorgarmarsinum, sem í heild var mjög vel leikinn, þó síðasta „tríólan" í bassanum heppnaðist ekki sem best. Frönsk og þýsk nútíma heimspeki Vincent Descombes: Modern French Philosophy. Translated by L. Scott-Fox and J.M. Harding. Cambridge University Press 1980-81. Riidiger Bubner: Modern German Philosophy. Translated by Eric Matthews. Cambridge University Press 1981. Fyrir nokkrum áratugum var þannig ástatt, að stúdentar og jafnvel prófessorar beggja megin Ermarsunds vissu harla lítið um þá heimspeki sem stunduð var og fjallað var um og gefin út hinum megin sundsins. Áhugi þeirra fyrir heimspekikenningum hinum megin var oftast harla lítil. Þeir kusu að vaða í villu og svíma um Haustiö heiftarinnar Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Mohammed Heikal: Autumn Fury, the Assasination of Sadat. Útg. Andre Deutsch 1983 of Mohammed Heikal hefur um margra ára skeið verið einn þekkt- asti og virtasti blaðamaður í Ar- abaheiminum. Undir stjórn hans varð blaðið A1 Ahram, sem er gef- ið út í Kairó, að stórveldi meðal dagblaða og erlendir fréttamenn í Kairó vitnuðu í það ótæpilega, enda endurspeglaði það lengst af opinbera eða hálfopinbera stefnu egypsku stjórnarinnar. Heikal var mikill vinur Nassers fyrrverandi Egyptalandsforseta og eftir að Anwar Sadat tók við forsetastarf- inu héldust þessi tengsl enn um hríð. Greinir urðu með þess í kjölfar Yom Kippur-stríðsins 1973 og greri ekki um heilt eftir það. Heikal var í hópi fjölda mennta- manna, blaðamanna og rithöf- unda, sem Sadat lét kasta í fang- elsi í september 1981, eða mánuði áður en hann var myrtur. Mubar- ak forseti lét síðan leysa Heikal úr dýflissunni eftir að hann hafði tekið við. Bók Heikals má lesa sem póli- tískan reyfara. En þar eru einnig birtar upplýsingar, sem ritskoðar- ar Sadats námu á braut, að sögn Heikals. Ekkert var birt í blaðinu sem skyggði á þá ímynd, sem Anwar Sadat kom sér upp með ár- unum. Ekki þó í Egyptalandi, þar sem landar hans þreyttust æ meira á sýndarmennsku hans og eyðslusemi og hégómagirnd, held- ur á Vesturlöndum og þá sérstak- lega í Bandaríkjunum. Heikal rek- ur í bókinni frásögnina af um- breytingunni sem varð á Sadat frá fyrstu árum hans á forsetastóli og fram til hins siðasta dags. Gerir grein fyrir spillingu og svínaríi, sem hafði færst í aukana á æðstu stöðum, falsi og fláræði og eigin- hagsmunasemi og að Sadat hafi nánast tekið sjálfan sig í guðatölu. Heikal veltir fyrir sér og veltir sér raunar upp úr því líka, hvernig það bar að svona smátt og smátt að Anwar Sadat fylltist afbrýði- semi og öfund út í minningu Gam- els Nassers og bendir á ýmis dæmi þess hve mjög hann hafi reynt að uppræta Nassersdýrkunina og gripið til heldur óþokkalegra með- ula. f formála segist Heikal ekki skrifa þessa bók til að sverta minningu Sadats, enda hafi verið vinsemd hin mesta milli þeirra framan af. Skilja má að Heikal telji það eins konar hugsjón að koma þeirri mynd af Sadat til þjóða heims, sem dregin er upp í bókinni. Hann gerir töluvert af því að segja hér og hvar „Sadat má hins vegar eiga það ...“ eða „til þess að ég sýni nú Sadat fyllstu sanngirni" o.s.frv. Hins vegar er erfitt fyrir lesanda sem kynnir sér þessa viðamiklu og ít- arlegu bók, að átta sig á, hvað sanngirnin ristir djúpt og hvar beiskjan tekur við. Myndin af Sad- at sem út kemur er alténd ákaf- lega neikvæð. Spyrja má, hvort Mohammed Heikal ekki hefði verið heiðarlegra að Heikal hefði ritað þessa bók — í útlegð ef nauðsynlegt var vegna ritskoðunar — á meðan Anwar Sadat hefði getað svarað fyrir sig. Um rithæfni Heikals og að halda áhuga lesanda föngnum þarf svo enginn að efast. Gamaldags en gott Hljóm plotur a Finnbogi Marinósson Tracey Ullman You broke my heart in 17 places Steinar hf. Þau eru ekki prenthæf orðin sem flugu í gegnum hugann þeg- ar ég skoöaði umslagið á þessari plötu í fyrsta skipti. Þá var þekkingin á innihaldinu næstum engin og ekki komið í ljós að Steinar hf. ætlaði að framleiða plötuna. Ekki batnaði orðaforð- inn þegar það fréttist en um leið vaknaði forvitni um hvað þessi Tracey Ullman væri að gera. Ég varð mér úti um eintak og platan var sett á spilarann. Tónlistin var til að byrja með ósköp lítil- fjörleg og ég yppti öxlum áhuga- laus. En síðan hefur mikið geng- ið á og í dag vil ég ekki kannast við þau orð sem ég hugsaði þegar ég skoðaði plötuna fyrst. Tracey Ullman mun vera ensk að uppruna og vera vel kunn í heimalandi sínu fyrir frábæran gamanleik. Um frama hennar sem söngkonu veit ég ekkert. Þetta með gamanleikinn skýrir að öllu leyti umslag plötunnar. Það er fullt af húmor og stíll þess minnir á umslög frá Bítla- tímabilinu. Og það gerir tónlist- in reyndar líka að nokkru leyti. Lögin tilheyra öll þeirri tegund tónlistarinnar sem kalla má létt popp/rokk. Fyrst langar mig að nefna síðasta lag á fyrri hlið, (Life Is a Rock) But the Radio Rolled Me. I raun er þetta ósköp venjulegt létt grípandi lag og væri óþægilega líkt þúsundum annarra laga ef ekki kæmi til stórkostlegur millikafli. Þar syngur Tracey í belg og biðu á hraða sem jafnast á við að plat- an væri spiluð á 333 snúningum (örlítið ýkt en þetta skilst). Fyrir bragðið verður lagið hið skemmtilegasta og ekki spillir fyrir að þulan samanstendur af hljómsveitarnöfnum og geta hlustendur dundað sér við að brosa út í bæði og heyra hana nefna sitt uppáhald. Svona má halda áfram að telja upp lögin. Þau eiga það öll sam- eiginlegt að vera vel flutt, vel sungin og full af lífsgleði. önnur lög sem vert er að nefna eru Breakaway en það er ótrúlega hratt spilað, Long Live Love, Oh, What a Night, Bobby’s Girl og I Close My Eyes and Count to Ten. Þegar þetta er skrifað er ég kom á þá skoðun að You Broke My Heart in 17 Places sé vel að því komin. að vera nefnd besta skemmtiplatan á síðasta ári. Og það setur hana ofarlega á list- ann yfir þær bestu. FM/AM Kraftleysiö dregur plötuna niður Toyah Love Is the Law Fálkinn Söngkonan Toyah stofnaði sína eigin hljómsveit árið 1977 og síðan hefur hún sent eitt og eitt lag inn á vinsældalista, en aldrei slegið hressilega í gegn. Stúlkan á að baki fjölbreyttan feril, en hann samanstendur meðal annars af sviðsleik í leik- húsum, framkomu í sjónvarps- þáttum, kvikmyndavinnu og ekki síst söng á hljómplötum og hljómleikum. Nýlega sendi Toyah frá sér nýja plötu sem gefið hefur verið nafnið „Love Is the Law“. Á henni er að finna 10 lög. í stuttu máli átti ég ekki von á að hér væri um neina úrvalsplötu að ræða. Og að nokkru leyti hafði ég rétt fyrir mér en eitt og annað kom samt á óvart. Það sem kom mér mest á óvart var söngur Toyah. Hann minnir meira á óperusöng en popp eða rokksöng og oftar en einu sinni varð mér hugsað til Ninu Hagen. Þeim svipar oft saman og lfkist Toyah Nínu eins og hún söng á fyrstu plötunni. Annað sem kom mér á óvart var hversu góð öll lögin eru. Ekkert þeirra er að vísu afbragð en ekkert er lélegt. Saman renna þau ljúflega í gegn og heildarmyndin er næstum skotheld. Það sem ég hinsvegar þóttist vita og fékk vissu fyrir, þegar hlustað hafði verið á plöt- una, er hversu máttlaus tónlistin er. Hún nær aldrei að ná neinum tökum á athygli hlustandans og eftir að hún hefur verið tekin af leitar hún ekki aftur á spilarann. Hvar þessi plata stendur í samanburði við fyrri plötur Toy- ah veit ég ekki. Hins vegar hlakka ég nokkuð til að heyra hvernig næsta plata verður. Toy- ah er góð söngkona og með kraftmeiri tónlist gæti fram- haldið orðið spennandi. FM/AM Lítil, dýr en lofar góðu Bone Symphony Fálkinn Það er naumast að „mini-LP“ virðist vera að verða vinsælt út- gáfuform á hljómplötu. US — „Under the Biood Red Sky“ er á þessu formi. The Style Council — Introducing er það líka og svo er því einnig farið með fyrstu plötu Bone Symphony. Hljóm- sveitin sú ætti að vera okkur Is- lendingum vel kunn því í byrjun desember hélt hljómsveitin hér nokkra tónleika og í dag eru V\ félaganna íslenskir. Fyrstan ber að nefna Jakob Magnússon og fyrir stuttu gekk Ragga Gfsla til liðs við hljómsveitina. Tónlistin er tæknipopp (tölvupopp) eins og það gerist best. Lögin eru öll góð, útsetningarnar góðar og flutn- ingurinn óaðfinnanlegur. En samt er þetta ekki nóg. Það vill svo til að mikið af því sem er að gerast á plötunni hefur heyrst áður og það fyrir löngu. Samt verður að segja þeim það til hróss að platan er ekki gamal- dags eða á eftir sínum tfma. Hún er góð byrjun og gefur til kynna að hér sá á ferðinni hljómsveit sem geti látið til sin taka í fram- tíðinni. Hversu langt Bone Sym- phony þarf að fara inn í þessa framtíð er ekki hægt að segja til um, láti enginn sér bregða þótt brátt verði. það sem andbyggi hafðist að í þessum fræðum. Þetta hefur nú breyst, minnsta kosti eitthvað og þar sem hefur nú meira en lítið vottað fyrir því að sumum breskum heimspekinem- um þykja viðfangsefni enskra heimspekinga fremur þröngur stakkur skorinn, þá bætir stutt yf- irlit sem þetta úr brýnni þörf. Höfundur þessarar samantektar er mjög vel fær um það að kynna engilsöxum nútíma franska heim- speki, hann er sjálfur franskur heimspekingur (ekki í hópi „nýju heimspekinganna), hefur kennt í Kanada, starfað í Bandarfkjunum og heimsótt Oxford. Hann hefur kennt heimspeki í Nissa og París. Þetta kynningarrit tekur til síð- ’stu 45 ára. Fyrsta hluta tímabils- .s gætti mjög áhrifa Hegels, Husserls og Heideggers, en eftir 1960 voru það Marx, Freud og Nietzsche. * í þessum úrdrætti fjallar hann um íhuganir og heimspeki Sartres, Derrida, Lacans, Deleuze, Merle- au-Ponty, Lyotards. Foucault, Al- thusser og Serres eiga hér einnig hlut að. Þýsk heimspeki átti ekki upp á pallborðið hjá Englendingum allt frá síðustu aldamótum og mestan hluta þessarar aldar. Russell minnist ekki á Husserl eða Heid- egger í heimspekisögu sinni og fyrir áhrif Russells og Moores og fleiri var þýskri heimspeki hafnað í eitt skipti fyrir öll. Þetta hefur nú breyst, áhrifa Hegels er tekið að gæta, þó ekki sé í þeim mæli sem var á síðari hluta 19. aldar, þegar hann hafði hvað mest áhrif á Englandi og í Banda- ríkjunum. Ekki síður gætir nú áhrifa þeirra sem sækja margt til Hegels einkum varðandi dialektíska heimspeki. Þýsk heimspeki hefur aftur á mót breyst og orðið fyrir áhrifum af enskri. Bubner fjallar um stöðu heim- spekinnar nú. Hann ræðir kenn- ingar Gottlob Freges og Wittgen- steins, sem voru heldur en ekki misskildir á heimaslóðum en var tekið sem spámönnum í Bretlandi og nú hefur það gerst að þeir ásamt landa þeirra Popper eru aftur komnir heim og eru nú tekn- ir alvarlega. Þýsk heimspeki var löngum flokkuð sem „þýsk heim- speki“, fjölbreytileikinn var talinn takmarkaður, nú er þetta breytt og fjölbreytileikinn er nú t.d. mun meiri en gerist í ensk-bandarískri heimspeki nú á dögum. Höfundur- inn leitast við að kynna kenningar þýskrar heimspeki nú á dögum um þau efni sem helst eru til umræðu og fjölbreytileikann. Þetta er mjög þörf bók fyrir þá sem áhuga hafa á heimspeki og félagsfræði. Akureyri: Atvinnu- ástand slæmt ATVINNUÁSTAND á Akureyri hefur ekkert Iagast frá því í des- ember og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur það senni- lega versnað ef eitthvað er. Þar voru 31. desember 250 skráðir at- vinnulausir, samanborið við 140 á sama tíma 1982 og gera má ráð fyrir að langt í 300 manns hafi verið atvinnulaus þar meginhluta janúarmánaðar. Atvinnuleysis- dagar þar samtals í desember- mánuði voru 3.814. ,Al»glýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.