Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Jóhannes Jónsson Ásakoti - Minning Aðfaranótt fimmtudagsins 26. janúar sl. andaðist Jóhannes Jónsson heima hjá sér í Ásakoti 81 árs að aldri. Er hann þriðji bónd- inn í Tunguhverfinu sem látist hefur á stuttum tíma. Ingvar á Hvítárbakka andaðist sl. vor, Egill á Króki nú rétt eftir áramótin og nú hefur Jóhannes kvatt okkur. Allir voru þeir á svipuðum aldri, fæddir um aldamótin, og minnis- stæðir hver á sinn hátt. Er ekki laust við að mannlífið sé svip- minna eftir, þótt sagt sé að maður komi manns í stað. Fyrsta heimilið, sem ég man eftir, þegar frá er skilið heimili foreldra minna í Bræðratungu, er heimilið í Ásakoti enda eru ekki nema 200 metrar á milli bæjanna. Þar höfðu búið um áratuga skeið þau Halldór Magnússon og Rann- veig Jónsdóttir, en þau voru orðin fullorðin um 1945, þegar ég man fyrst eftir mér. Halldór hafði alist upp í Bræðratungu, hjá frænda sínum Halldóri Þórðarsyni hrepp- stjóra, sem þar bjó lengi á vestur- parti jarðarinnar. Hafði hann á yngri árum verið hinn vaskasti maður, en þegar ég man eftir hon- um var hann farinn af gigt og elli- hrumleika. Hann var barngóður svo af bar og reyndar gestrisinn við alla sem í heimsókn komu. Átti hann jafnan brjóstbirtu und- ir höfðalaginu og dreypti á vini sína sem litu við. Kölluðu þeir rúmstokkinn hjá Halldóri hress- ingarhælið og voru það víst orð að sönnu. Jóhannes var þegar hér var komið sögu kominn á miðjan ald- ur, fæddur 10. apríl 1902, sonur Rakelar Ólafsdóttur frá Hábæ í Þykkvabæ og Jóns Magnússonar, sem ættaður var úr Biskupstung- um, frændi Halldórs í Asakoti. Jón hafði stundað verslun um skeið og efnast, en varð fyrir óhöppum og þurfti Jóhannes og bræður hans að vinna fyrir sér hjá vandalausum strax og aldur leyfði. Sem unglingur var hann á Ósi í Steingrímsfirði og síðan á Þingeyrum hjá Jóni Pálmasyni og þótti honum eins og fleirum ætíð mikið til þeirra Jóns og Huldu á Þingeyrum koma. Árið 1921 réðst hann vinnumaður til Halldórs frænda síns í Ásakoti. Margrét dóttir Halldórs var þá ógift í föð- urgarði og felldu þau Jóhannes hugi saman og giftust 1924. Á þessum árum var Jóhannes á tog- urum yfir vetrarmánuðina, oftast bræðslumaður, en á þessum árum komust ekki nema mestu dugnað- armenn á togara. Á sumrin voru þau Margrét í Ásakoti, en þau tóku þar við búsforráðum 1929 og bjuggu þar æ síðan. Jóhannes var að mörgu leyti eft- irminnilegur, stór og gjörvilegur, ágætur smiður og hefur það geng- ið í arf til afkomenda hans, sagði skemmtilega frá og var hagmælt- ur. Hvað frásagnargáfu snerti svipaði honum til Ólafs bróður síns í Oddhól á Rangárvöllum, sem fyrr og síðar hefur mörgum skemmt með sögum sínum. Mér þótti sem barni heilmikil hátíð að fara í jólaboð upp að Ásakoti enda bar þá margt á góma hjá fullorðna fólkinu, þótt mér þætti sjálfum meira varið í að spila lander við þá sem yngri voru. Jóhannes var mik- ill selskapsmaður og hélt rausn- arlega upp á tyllidaga. Komu bræður hans þá oft til að taka þátt í fagnaðinum, þeir Ragnar í Þórskaffi, Ólafur sem nú býr á Oddhól og Karl í Reykjavík, en hann var hálfbróðir þeirra, sonur Jóns. Ólafur er nú einn þeirra bræðra á lífi. Má minnast margra skemmtilegra stunda í Ásakoti með þeim og fleirum, t.d. gull- brúðkaupi þeirra Halldórs og Rannveigar, og voru húsakynni þar þó ekki jafn rúmgóð og nú er. Ekki veit ég hvað Jóhannes var mikið gefinn fyrir búskap, en hann var meiri vélamaður en títt var þá um bændur í sveit. Var hann jafnan kvaddur til, ef eitt- hvað fór úrskeiðis og hefur víst ekki alltaf fengið mikið borgað fyrir hjálpsemina. Má segja að lýsingin á Jóni prímus hjá Hall- dóri Laxness minni nokkuð á Jó- hannes. Fyrir nokkrum áratugum var nokkuð um það að bændur í dreifbýli kæmu sér upp einka- rafstöðvum eða vindmyllum, sem framleiddu rafmagn til lýsingar. Var sennilega meira um vindmyll- ur í Biskupstungunum en annars staðar fyrir áhrif frá Jóhannesi og hefur meira að segja verið svo til orða tekið, að hann hafi rafvætt hálfa sveitina. Vindmyllurnar gengu úr sér og komust úr tísku, en nú eru menn farnir að gefa ~ ^ ^ársnes- W 120 a,'a ÍS húsgöguu^ ^ sk0&- ,uIHrágen9'^ getote«nmgPamea einu s.m- rettingu^ ® , Þér staöarl°nd ona&t<ab*t sornaSumne!9Í2.- tali. &gum ’ imsnesi. QEÍf-r- ____- húsasnwöaroetetart sssjsrsr*-*1”7 y<Ópav0^' vindorkunni meiri gaum aftur. Má vel halda þessum þætti í sögu rafvæðingarinnar meira á loft en gert hefur verið. Með ungmennafélögunum spratt upp margvísleg félags- og menningarstarfsemi víða um land. Ungmennafélag Biskupstungna hefur alltaf öðru hverju haft for- göngu um leiklist í sveitinni. Jó- hannes lék oftar en einu sinni þeg- ar hann var upp á sitt besta, en eftirminnilegastur mun hann hafa verið í hlutverki Skugga-Sveins. Var bæði rödd og útlit með þeim hætti, að þeir sem sáu Jóhannes í hlutverki Skugga-Sveins eiga erf- itt með að hugsa sér Skugga-Svein öðru vísi. Jóhannes og Margrét tóku við búsforráðum í Ásakoti árið 1929 eins og áður er sagt. Þau ár sem í hönd fóru voru erfið bændum um allt land, en smám saman rættist þó úr, samgöngur urðu greiðari og börnin fóru að hjálpa til við bú- skapinn. Nú er tvíbýli í Ásakoti og húsakynni með því besta sem ger- ist til sveita, svo að vel fór um Jóhannes í ellinni. Þau Margrét eignuðust þrjú börn. Eru það þau Ragnheiður Þórlaug sem búsett er í Reykjavík, gift Þráni Arinbjarn- arsyni verkstjóra og eiga þau þrjár uppkomnar dætur; Ragnar Bragi bóndi í Ásakoti, giftur Vig- dísi Kristjánsdóttur frá Einholti og eiga þau fimm börn. Yngst er Eygló, sem tók við búi föður síns 1976 og býr í Ásakoti. Að leiðarlokum er mér efst í hug að þakka þau ár, sem við Jó- hannes vorum í nágrenni hvor við annan og við bræðurnir sendum börnum hans og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur. Páll Skúlason Sigurður Orms- son — Minning Fæddur 23. apríl 1899 Dáinn 24. janúar 1984 Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hniga, stjörnurnar stíga, stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður nú er búin öll dagsins þraut. (Vald. Briem) Afi er ekki stórt orð, en þegar sest er niður og skrifuð eru nokkur orð er margs að minnast. Afi minn, Sigurður Ormsson, var fæddur og uppalinn í Hamars- hjáleigu, Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 23. apríl 1899. Árið 1926 giftist hann ömmu minni, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Sólheimum í Hrunamannahreppi. Hófu þau búskap í Hólmaseli, Gaulverjabæjarhreppi, og eignuð- ust þau fimm börn, sem öll eru á lífi. Árið 1952 missti hann konu sína í blóma lífsins og var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Fyrstu minningar mínar um afa er þegar við systkinin komum með foreldrum okkar austur að Hólmaseli. Alltaf kom hann á móti okkur með sitt góða skap og bros á vör. Alltaf var skapið eins hvað sem á gekk og man ekkert okkar systkinanna að hann skipti skapi. Það var hans guðsgjöf sem við fengum að njóta. Okkur systkinunum er það efst i huga á þessari stundu hve sterk fjölskyldubönd og væntumþykja einkenndi þau ár sem við nutum með afa. Honum kynntist ég betur er ég hóf búskap ung að árum, í sömu sveit og hann. Alltaf var gott að koma til hans og ræða við hann, alltaf hlustaði hann á með athygli. Síðustu árin dvaldi hann hjá syni sínum og tengdadóttur í Hólmaseli og gekk að störfum sín- um sem áttu hug hans allan. Afi naut ekki mikillar menntunar en las mikið og fylgdist með. Afi bjó yfir miklum viljastyrk og hann hafði lag á að hrífa menn með sér. Þannig gæti ég haldið áfram en þetta áttu að vera nokkur kveðju- orð til hans. Að lokum vil ég koma að kveðju frá móður, föður og bræðrum, með þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Valdís Á myndinni vígir Alistair Black „haggisinn“ að hefðbundnum sið og hjá honum stendur Árni M. Matthiesen. Veislustjóri var Leo Kristjánsson og Hjörtur Þórar- insson Eldjárn stjórnaði fjöldasöng. Formaður félagsins er Ingi Sigurðsson, sagnfreðingur. „Burns’s supper“ að skoskum sið „Burns's supper" nefnist árleg hátíð sem Skotar halda í tilefni afmælis skoska skáldsins Róbert Burns þann 25. janúar. Á hátíðinni er rétturinn „haggis" á borð borinn, en það er nokkurs konar skosk útgáfa af slátri, sem er snætt með rófustöppu og skosku viský. íslenskir velunnarar skáldsins og Skotlands láta sitt ekki eftir liggja á hátíðinni og um síðustu helgi var „Burns’s supper" haldinn í sal Skag- firðingafélagsins við Síðumúla. Fé- lag íslendinga, sem hafa dvalið í Edinborg, stóð fyrir hátíðinni. Fé- lagið var stofnað af íslenskum náms- mönnum þar og var Halldór Pálsson, fyrrum búnaðarmálastjóri og fyrsti íslenski stúdentinn í Edinborg, með- al stofnenda þess. Um tvö hundruð manns mættu á hátíðina, sem hefur verið haldin árlega í Reykjavík frá 1978. Ingibjargar Magnússon, ræð- ismannsfrúar, var sérstaklega minnst, en hún lést á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.