Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 59 fclk í fréttum Eva, dóttir Glistrups, lamast fyrir Irfstíð Díana gefur lín- una í tískunni: Hvítur smókingjakki og svartar buxur + Díana, prinsessa af Wales, er ekki þekkt fyrir aö fara troönar slóðir í klæöaburöí og þaö er einmitt þess vegna sem taliö er alveg víst, aö hvítur smóking- jakki og svartar buxur veröi brátt nýjasta tískan hjá bresk- um stúlkum. Þannig var Díana klædd á hljómleikum hjá hljómsveitinni Genesis nýlega en þeir voru haldnir í Birmingham og rann ágóðinn allur til líknarmála. Aö hljómleikunum loknum tók Díana listamennina tali og söngvarinn í hópnum, Phil Collins, gaf Diönu rauöan silkijakka á William litla, sem nú er 20 mánaða. Framan á jakkann var saumuð kóróna en nafnið „Genesis" á bakið. „Ég er hrædd um, aö ég fái hann aldrei úr þessu eftir aö hann hefur fariö í hann einu sinni," sagöi Díana þegar hún tók viö gjöfinni. + „Ég veit þaö. Nú vil ég bara fá frið.“ Þetta sagöi Eva Glistrup, 28 ára gömul dóttir danska stjórnmálamannsins Mogens Glistrup, þegar læknarnir leiddu hana í allan sannleika um, að hún yröi lömuð alla nvi. Eva slasaöist þegar hún ók fyrir nokkru bifreiö sinni út af vegi í Noröur-Þýskalandi og var strax Ijóst, að hún haföi hlotiö alvar- legan mænuskaöa. Lnknarnir og foreldrar hennar vonuöu þó í lengstu lög, að hann væri ekki eins alvarlegur og nú hefur ver- iö staðfest. Mogens Glistrup er í fangelsi eins og kunnugt er en hefur feng- iö leyfi um stundarsakir frá þeirri stofnun til aö geta veriö meö dóttur sinni. Hann situr viö rúmstokk hennar allan daginn og Komiö meö Evu í Ríkissjúkrahúsiö í Kaupmannahöfn. COSPER — Gleraugu? Ég hef ekkert með gleraugu að gera. reynir aö stytta henni stundirnar meö lestri en Eva er ennþá meö miklnn hita, nærri 40 stig, og læknarnir dálítiö uggandi um hvernig henni muni reiöa af. Þegar slysiö átti sér staö var Eva ein á ferö á bíl sínum af geröinni Alfa Romeo í Norður- Þýskalandi og segist sjálf viss um, aö þaö hafi veriö ísing á veg- inum, sem olli því, aö bíllinn fór út af. Hún man eftir sér þar sem hún lá ofan í skuröi hálffullum af ísköldu vatni óg hún sá Ijós bíl- anna kljúfa næturmyrkriö fyrir ofan sig. Þá missti hún meövit- und. í sjö klukkutíma sat Eva föst í flakinu og þaö er aðeins aö þakka góöum búnaði á litla sjúkrahúsinu í Oldenburg aö hún er lífs en ekki liöin. Þaö haföi ver- iö nokkurra stiga frost um nótt- ina og líkamshiti Evu því oröinn alvarlega lítill. Þrátt fyrir þetta gerir Eva aö gamni sínu viö fjölskylduna en aörir fá ekki aö heimsækja hana. Fjölskyldan er líka viss um, aö Eva hafi þann lífsvilja, sem þarf til aö láta ekki bugast undir svona kringumstæöum, og ást- vinir hennar munu ekki láta sitt eftir liggja. VERÐFRÁKR. 4.450,- PRENTARABORÐ VERÐ FRÁ KR. 3.545,- RITVÉLABORÐ VERÐ FRÁKR. 1.960,- Konráð Axelsson Ármúla 36 (Selmúlamegin) Símar: 82420 & 39191 Prufu-hitamæiar + 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SíMrllaDiicgiiuiir VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur afskellihlátri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.