Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 _______________________________________________________________• 'M3 Unlv.rnl <■„„ t.ndlcl. „Mér"þykii< Lciit! W\jcxb meim. sagt?!" Hvetur skólinn ekki nem- endur sína til dáða lengur? Og svo segja þeir að hermennskan herði okkur? Með morgunkaffinu „Ágæti Velvakandi. Mig langar að mega leggja fáein orð í belg í umræðu sem fram fer um sérkennslu í skólum. Þá vil ég fyrst taka fram að mér þykir óvit- urlegt að tala um afburðagreind börn þegar átt er við þau börn sem eiga auðvelt með bóknám, því er það ekki svo, sem betur fer, að langflest eru börnin okkar greind og jafnvel afburða greind, en bara á misjöfnum sviðum. Hér virðist ennþá vera miðað við að allir eigi að vera góðir í bóknámi, en þeir sem ekki eru afburða á bókina eru ekki taldir með. En eins og við vitum getur einn nemandi sem er lélegur í bóknámi verið afburða (greindur) í einhverju öðru, t.d. í smíðum, bílaviðgerðum, hjúkrun sjúkra eða einhverju verklegu námi. Hann/hún getur haft af- burða hæfileika til tónlistarnáms, afburða hæfileika í skák eða haft afburða leikhæfileika og svo mætti lengi telja. Af þessari ástæðu tel ég nauð- synlegt að skólinn geti dregið fram og hlúð að þeim hæfileikum og eiginleikum sem fyrir hendi eru hjá hverjum og einum, en rembist ekki við að draga sem flesta í ákveðinn markaðan dilk eða bás sem allir skulu sitja í, hvað sem hæfileikum eða löngun líður. Með því að taka upp svokallaða Til Velvakanda. Þrjár átján ára skrifa: „Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu rokksins að undanförnu. Við komumst ekki hjá þvi að reka augun í greinina frá Flosa f Morgunblaðinu um daginn, þar sem hann fullyrðir að allt sé mor- andi í þungarokksunnendum o.s.frv. Því miður höfum við þrjár, sem stöndum að þessu bréfi, ekki orðið varar við allan þennan fjölda af fólki og okkur finnst líka að lítið sé gert úr rokkinu og að- dáendum þess hvar sem er á land- inu. Lítið sem ekkert hefur verið sýnt í sjónvarpi af þessari góðu tónlist (þó að deilt sé um gæðin), smá viðleitni var sýnd á rás 2 um daginn þegar þremur þáttum var útvarpað en það varð heldur ekki meira úr því. Við skorum eindreg- ið á Andrés sem sá um rokkþátt- inn að halda áfram því að þetta voru mjög góðir þættir. Og einnig skorum við á sjónvarpið að fá þungarokksþáttinn sem sýndur var í norska sjónvarpinu þann 3. mars. blandaða bekki á sínum tíma var talað um að afnema tossastimpil- inn, því enginn mátti líða fyrir það að geta illa lært á bók. Það sem gerðist hins vegar var það að nú líða þeir fyrir sem geta vel lært á bók, nú eru það þeir sem eru stimplaðir. Þeir hafa ekki fengið næg verkefni og þeim er strítt af hinum. Það er ekki eftirsóknar- vert að geta eða vilja læra í skól- anum. Það getur ekki verið eðlilegt að nemendur geti farið algjörlega ólesnir í svokölluð samræmd próf en samt fengið 9 eða 10 í einkunn og er ég þá alls ekki að tala um nein afburða greind börn heldur bara börn sem eiga gott með að læra. Þetta er óheilbrigt og sýnir best að þessir nemendur hafa ekki fengið nægjanleg verkefni, þeir hafa ekki fengið að reyna á sig og venjast vinnu í skóla. Þegar þeir svo koma í framhaldsskóla eða Háskólann þar sem meiri kröfur eru gerðar fer allt í vandræði og hæfileikarnir sem fyrir hendi voru eru ekki nýttir vegna leiða og jafnvel minnimáttarkenndar. Og gleymum ekki þeim sem eiga erfiðara með bóknámið. Eru skólayfirvöld virkilega svo blind að þau haldi að hægt sé að fela vangetu þeirra fyrir öðrum? Auð- vitað vita allir í bekknum hverjir Við vorum mjög ánægðar yfir að sjá bréf ísólfs í Velvakanda þann 4. mars (sem nú er komið upp á vegg), það var bréf sem innihélt sannleikann, t.d. um plötusnúðana á skemmtistöðun- um. Við höfum lítið stundað skemmtistaðina nema þá einna helst Klúbbinn, og höfum þá tekið eftir því að það eru kannski ekki nema í mesta lagi ein eða tvær þungarokksplötur sem leynast þar og engum dettur í hug að spila þær, ■> í bréfi ísólfs segir hann Flosa að láta sjá sig i félagsskap rokk- aranna og við höfum leitt hugann að því hvar þessi félagsskapur er því að við erum orðnar leiðar á því að sitja alltaf þrjár heima og hlusta á þessa góðu tónlist (við verðum aldrei leiðar á tónlist- inni), og við mundum gjarnan vilja blanda okkur í þennan fé- lagsskap því að þungarokkararnir (að okkar áliti) verða að standa saman og rísa gegn nýbylgjugeng- inu. Með von um svar frá ísólfi, og rokkarar: standið saman." það eru sem eiga erfitt með bók- námið. Ef það eru ekki prófin sem sýna það (annars má helst enginn vita hvað hver fær í einkunn) þá er það frammistaðan í tímum sem kemur upp um strákinn Tuma og svo er það áhugaleysið og kæru- leysið sem aftur smitar út frá sér og dregur aðra niður. Þetta getur gengið svo langt að þessir nem- endur móta eða ákveða ákveðinn anda (móral) í bekknum gegn námsgetu og hæfileika til bók- náms. Oft eru þetta vonsviknir einstaklingar sem finna vanmátt sinn á þessum sviðum og reyna að brynja sig með hörku og jafnvel ósvífni. En ef þeim væri sinnt með því að gefa þeim verkefni sem væru við þeirra hæfi og hefðu ekk- ert síður gildi fyrir þá sem ein- staklinga og þjóðfélagið í heild gætu þeir byggt upp sjálfsöryggi og vellíðan. Mín reynsla af blönduðum bekkjum er dapurleg, a.m.k. eins og þeir hafa komið út í reynd. Ef til vill hefur hugmyndin verið góð eða ætlunin verið vel meint, en skólinn hefur áreiðanlega ekki verið í stakk búinn að tileinka sér hana. Mín reynsla er ekki dapur- leg vegna þess að börnin mín séu afburða greind heldur eru þau ósköp venjuleg börn, góð í sumum greinum og lélegri í öðrum, en þau voru reiðubúin að leggja eitthvað á sig og standa sig í skólanum. Þau báru virðingu fyrir skólanum og kennurunum, en í staðinn fengu þau á sig stimpil sem hefur kvalið þau svipað og verið hefði um tossastimpil í gamla daga. Þau eru kölluð englabörn, kennara- sleikjur og þar fram eftir götun- um. Meira að segja hef ég staðið þau að því að svara ekki spurning- um á prófum sem þau vissu svör við af ótta við að verða fyrir að- kasti fyrir að standa sig of vel. Er þetta nú eðlilegt? Þegar ég talaði um þetta við kennarann svaraði hann því til að þau væru bara svona viðkvæm fyrir þessu? En mér er spurn: Eiga þau ekki sama rétt á uppörvun og aðstoð og hin sem hér áður fyrr voru svo við- kvæm fyrir tossastimplinum? Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en ég get ekki að því gert að mér finnst að stefnan hafi farið í öfuga átt í skólunum. Ég gæti sagt miklu meira af illri reynslu af blönduðum bekkjum, en læt hér staðar numið. Þeir eiga e.t.v. rétt á sér i annarri mynd, t.d. ef hægt væri að koma á meira vali strax í grunnskólanum, þannig að hver og einn gæti þá fengið verkefni eftir hæfileikum og áhuga, sem við höf- um ekki efni á að eyðileggja eða vannýta. HÖGNI HREKKVÍSI Nýbylgjugengið aðeins peð miðað við rokkið Vonsvikin móðir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.