Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 21 Dikko-málið: Bretar sannfærðir um aðild Nígermstiórnar London, 9. júlí. AP. BRESKA rannsóknarlögreglan, Scotland Yard, er sannfærð um að stjórnvöld í Nígeríu hafi staðið á bak við misheppnað rán á Umaru Dikko, fyrrum samgönguráðherra landsins, í London í síðustu viku, að því er bresk dagblöð fullyrtu í gær. Stjórnin í Lagos hefur hins vegar vísað á bug ásökunum þessa efnis. Sunday Times hefur eftir heim- ildum sínum innan þeirrar deildar Scotland Yard sem fæst við hryðjuverk, að enginn vafi leiki á tengslum mannræningjanna og stjórnvalda í Nígeríu. Upplýsingar þær sem lögreglan hafi í höndum hafi hins vegar ekki verið gerðar opinberar enn vegna þess að þær geti skaðað samskipti Bretlands og Nígeríu. Nígería er stærsti við- skiptaaðili Breta í Afríku. Fjórir menn eru í haldi vegna ránsins og er talið að tveir þeirra séu málaliðar frá ísrael, sem hafi verið leigðir til að aðstoða við mannránið. Álitið er að hinir tveir séu Nígeríumenn og að annar þeirra starfi fyrir leyniþjónustu landsins og hafi bein tengsl við Muhamrnadu Buhari hershöfð- ingja, sem rændi völdum af borg- aralegri stjórn Nígeríu um síðustu áramót. Genscher fær ein- dreginn stuðning Umaro Ilikko, fyrrum samgöngu- málaráðherra Nígeríu. Bonn, S.jílí. AP. HANS-Dietrich Genscher, formaður frjálsra demókraU, fékk f dag stuðningsyfirlýsingu frá flokknum. Petra Kelly Petra Kelly missir þing- sætið 1985 VESTUR-ÞÝSKIR „græningjar“ eða umhverfisverndarndarsinnar hafa samþykkt að svipta Petru Kelly þingmennsku 1985. í apríl var Kelly vikið úr þing- forystu, svo að áhrif hennar fara hraðminnkandi. „Græningjum" mun finnast Kelly hafi viljað vera of mikið í sviðsljósinu. Hún hefur svarað því til að „græningjar" séu flokkur ósamlyndis og ófær um að takast á við pólitísk mál. Samkvæmt lögum flokksins eiga allir þingmenn hans að víkja fyrir nýjum þegar kjörtímabilið er hálfnað, nema annað verði sam- þykkt í atkvæðagreiðslu. Höfnuðu „græningjar" að framlengja þing- setu Petru með 120 atkv. gegn 80. Túlka fréttaskýrendur þetta þannig að flokkurinn hafi viljað binda endi á þrálátan orðróm að Genscher hverfi senn úr embætti utanríkis- ráðherra. Genscher Iýsti yfir eftir slæmt gengi frjálsra demókrata í kosn- ingum til Evrópuþingsins í síðasta mánuði, að hann hygðist láta af formennsku í febrúar 1985. Þvf hlutu vangaveltur um, að hann segði af sér embætti utanríkisráð- herra byr undir báða vængi. 29 fulltrúar stjórnar flokksins samþykktu að Genscher héldi stöðu utanríkisráðherra fram að næstu kosningum, 1987. Júgóslavía: Andófsmaður fær 8 ára fangelsisdóm Sorajevo, 9. júlí. AP. HÉRAÐSDÓMUR í Sarajevo í Júgóslavíu kvað í dag upp átta ára fangelsisdóm yfir andófsmanninum dr. Voj- islav Seselj. Var hann fund- inn sekur um „gagnbylt- ingarstarf, sem ógnaði sam- félaginu“. Dómnum var áfrýjað. Seselj, sem er 32 ára að aldri og kennari í stjórnmálafræði, var handtekinn 22. maí sl. eftir að lögregla fann handrit með „gagn- byltingarskoðunum" í íbúð hans. Vinir og ættingjar Seselj segja að hann hafi neitað að borða eftir að hann var handtekinn, en fæðu verið þvingað ofan í hann. Seladráp þrátt fyrir mótmæli St Paulœyju, Alaska. AP. í GÆR, mánudag, hófu veiði menn af Aleut-ættbálki árlegar selaveiðar sínar hér þrátt fyrir mótmæli dýraverndunarsamtaka. Þennan fyrsta dag vertíðarinnar féllu 792 kópar fyrir kylfum veiði- mannanna. Gert er ráð fyrir, að veidd verði um 22 þúsund dýr á veiðitímabilinu, sem stendur í alls fjórar vikur. Kuwait kaupir vopn í Sovét Kuw.it, 9. júll. AP. f DAG hélt Salem Al-Sabah, varnar- málaráðherra Kuwait, til Moskvu að undirrita samning um vopnakaup að andvirði um 327 millj. dollara. Með kaupunum ætla Kuwaitar að styrkja varnir sínar gegn árásum írana á olfu- skip á Persaflóa. Þetta er fyrsta för varnar- málaráðherra Kuwait til Sovétríkj- anna og stærsti vopnasölusamning- ur ríkjanna. Samningurinn kveður m.a. á um kaup á flugskeytum og skriðdrekum. I apríl fóru Kuwaitar fram á að fá keypt Stinger-flugskeyti til varnar gegn flugvélum. Bandaríkjamenn tregðuðust við af ótta við, að flug- skeytin lentu í höndum skæruliða. Bólivía: Lögreglan tók þátt í byltingartilrauninni La Puz, Bólivíu. 9. júlf. AP. Sérþjálfuð lögreglusveit í fíkniefnamálum, er talin hafa átt stóran þátt í hinni misheppnuðu valdaránstilraun í síðustu viku, þeg- ar forseta landsins, Hernan Siles Zuaso, var rænt. Innanríkisráðherrann, Federico Alvarez Plata, sagði að yfirmaður lögreglusveitarinnar, sem í dag- legu tali er nefnd hlébarðamir, og a.m.k. þrír aðrir í henni, hafi tekið þátt í ráninu á forsetanum. Nú er því verið að rannsaka tengsl lögreglusveitarinnar við valdaránstilraunina, en embætt- ismenn óttast að það kunni að hafa slæm áhrif á baráttuna við eiturlyfjasmyglara. Hlébarðasveitin var stofnuð á síðasta ári í kjölfar samninga milli Bandaríkjamanna og Bólivíustjórnar um leiðir til að koma í veg fyrir kókaín-smygl. Bándaríkjamenn eru sagðir hafa eytt miklum fjármunum í að þjálfa sveitina, en hún hefur þó ekki enn tekið þátt í aðgerðum gegn kókaín-smyglurum. Federico Alvares Plata 9agði að helzti samsærismaðurinn væri Rolando Saravia, fyrrum höfuðs- maður í bólivíska hernum; og hefði hann hótað því að leyaa hlébarðasveitina upp, ef hún tæki ekki þátt í valdaráninu. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO TUDOR RAFGEYMAR SUMAR TfTCAT AKT U 1 JíiL/iiil Veruleg verölækkun Umboösmenn um land allt: Aðalstöðin h.f. 230 Keflavík B.T.B. 310 Borgarnes Bifreiðaverkst. Jóns Þorgríms- sonar, 640 Húsavík Bifreiðaþjónustan h.f. 815 Þorlákshöfn Bifreiðaverkst. Guðjóns, 450 Patreksfjörður Bílaþjónustan, 540 Blönduós Bláfell verzl. 550 Sauðárkrókur Brautin h.f. 300 Akranes Dalverk h.f. 370 Búðardalur Elís Guðnason, 735 Eskifjörður Ferðanesti, 600 Akureyri Hlíðarskáli, 735 Eskifjörður Jónmundur Stefánsson, 625 Ólafsfjörður K.F. Árnesinga, 800 Selfoss K.F. Fáskrúðsfirðinga, 750 Fás- krúðsfjörður K.F. Sauðbæinga, 371 Búðardalur K.F. Rangæinga, 860 Hvolsvöllur K.F. Þór, 850 Hella Ljósvakinn, 415 Bolungarvík Neisti, 800 Selfoss Nýja Bílver h.f. 340 Sfykkishólmur Olís, 820 Eyrarbakka Póllinn h.f. 400 ísafjörður Rafgeymaþjónusta Árna, 101 Rvk Skaganesti, 300 Akranes Skeljungur h.f. bensínstöðvar í Rvk, Kópav, Hafnarf. Skeljungur h.f. 600 Akureyri Shellstöðin, 310 Borgarnes Skeljungur h.f. 710 Seyðisfjörður Skeljungur h.f. 690 Vopnafjörður Stálbúðin, 710 Seyðisfjörður Varahlutaverzl. G. Gunnars- sonar, 700 Egilsstaðir Vélaverkst. Jóns og Erlings, 580 Siglufjörður Vélsm. Hornafjarðar, 780 Höfn Verzl. Friðriks Friðrikssonar, Þykkvabæ, 801 Selfoss Viðgerðarverkst. Varmalandi, 801 Selfoss VOLVO og velja TUDOR-rafgeyma gæöanna vegna TUDOR rafgeymar .. Já — þessir meb 9 lif!" Laugaveg 180s. 84160 Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.