Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 35 Ég held þó að þessar tillögur séu algerlega óraunhæfar og ég vil minna á það, að Björn var áður afar mótfallinn fjöldatakmörkun- um, en meiri takmörkun á aðgangi að deildum en að leggja þær niður, getur varla hugsast," sagði rektor og tók í sama streng og Jónas Hallgrímsson, að það væri órétt- mætt að slíkt lenti á þeim árgöng- um, sem nú væru í menntaskólum, frekar en öðrum. „í kringum 1960 var athugað hvort það borgaði sig að senda menn utan í tannlækna- nám. Það gerði það ekki þá. En ef þetta hefði verið athugað fyrir fimm árum, áður en lagt var í fjárfestingu til endurnýjunar á tannlæknadeildinni, þá hefði það e.t.v. komið til greina. En nú, eftir að búið er að búa vel í haginn fyrir tannlæknadeildina, sé ég ekki ástæðu til þess að leggja hana niður. Hins vegar má ekki gleyma því að það hefur talsverðan vanda í för með sér að vista allan þann fjölda sem flyst yfir á 5. ár næsta haust í læknadeild og eins er teflt á tæpasta vað með fjölda nemenda í klínísku námi í tannlæknadeild," sagði Guðmundur og bætti því við, að þó að fjöldatakmarkanir kæmu niður á þeim sem fyrir þeim yrðu, væru þær þó skárri kostur en sá, að loka deildum algerlega um ára- bil. „Björn er tillögu- glaður madur“ „Björn er tillöguglaður maður. Hann hefur áður greitt því at- kvæði að fjölgað yrði í tanniækna- deild, en nú vill hann leggja hana niður," sagði Sigfús Þór Elíasson, forseti tannlæknadeildar. „Þetta er skondin tillaga, sér- staklega með hliðsjón af því að háskólinn er nýbúinn að byggja húsnæði yfir tannlæknadeildina og hefði kannski verið nær að koma fram með hana áður en það var gert. En hún verður sjálfsagt tekin til athugunar í deildinni. Ef menn telja tannlæknadeild ekki nauðsynlega er sjálfsagt að leggja hana niður. Ég hef svo sem heyrt margt vitlausara um dagana. Við tannlæknar teljum að vísu, að það sé þörf fyrir okkur og rými enn sem komið er, en það er ekki okkar að dæma um það. Sjálfsagt verður offramleiðsla á tannlæknum eins og í flestum svipuðum fögum í framtíðinni. En hvað varðar til- lögu Björns, þá á háskólaráð eftir að taka hana til umfjöllunar og best að segja sem minnst þangað til það verður gert. Því má þó ekki gleyma, að tannlæknanám er dýrt nám og krefst mikils rekstrarkostnaðar, en þannig er það alls staðar í heiminum," sagði Sigfús Þór Elí- asson, forseti tannlæknadeildar. Penninn: Ný skrifstofuhús- gagnadeild opnuð Ný skrifstofuhúsgagnadeild var opnuð í húsnæði Pennans, Hall- armúla 2, í síðustu viku. Þar eru meðal annars tillögur að uppstillt- um húsgögnum fyrir ýmiss konar skrifstofuhúsnæði. Að sögn Hannesar Guð- mundssonar framkvæmdastjóra Pennans leggur fyrirtækið mikla áherzlu á vinnuverndar- sjónarmið, svo að í hinni nýju skrifstofuhúsgagnadeild er völ á ýmsum stillibúnaði stóla, skrifborða tölvuborða og skápa, enda færi skilningur fólks á þessum mikilvæga þætti vax- andi. Hann sagði ennfremur að viðskiptavinum Pennans gæfist nú kostur á að koma sjálfir með hugmynd að skrifstofuhúsgögn- um eða láta sölumenn fyrirtæk- isins gera tillögur þess efnis, því að mikið væri lagt upp úr því að hafa allt það sem viðkemur skrifstofuhúsnæði á boðstólum. SÖLUAÐILAR: REYKJAVlK: Sess Garöarstræti 17. HAFNARFJÖRÐUR: Sess Reykjavíkurvegi 64. AKRANES: Versl. Bjarg BORGARNES: Kaupfél. Borgfirðinga ÓLAFSVÍK. Kompan. STYKKIS- HÓLMUR: Húsiö. PATREKSFJÖRÐUR Rafbúö Jónasar. TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjarnabuð. ISA- FJÖRÐUR: Húsgagnaversl Isafjarðar HVAMMSTANGI: Versl Sig Pálmasonar. BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson BLÖNDUÓS: Kaupfél Húnvetninga. SAUÐÁRKRÓKUR: Hátún SIGLUFJÖRÐ- UR: Bólsturgerðin Siglufirði ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg DALVlK: Versl Sogn AKUREYRI Versl Grýta Sunnuhlíð. HÚSAVlK: Versl. Hlynur. EGILSSTAÐIR: Versl. Skógar SEYÐISFJÖRÐUR: Versl Dröfn. NESKAUPSSTAÐUR: Nesval. SELFOSS: 3K Húsgögn og Innréttingar. KEFLAVlK: Dropinn. VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar. Trésmiðir - Húsbyggjendur Staögreiösluverö kr. 31.200. Greiösluskilmálar Samanstendur af 10 tommu afréttara, 5 tommu þykktarhefli og 12 tommu hjólsög. Auk þess er hægt aö bæta viö vélina fræsara, bor, rennibekk, slípiskífu og bandsög. Því er vélin ekki aöeins til heimilisnota eða föndurs, heldur ákjósanleg viö alla létta, almenna trésmíöavinnu. Vélin er knúin 2ja hestafla einfalsa mótor. r 1 Verzlunin « ►41 tuiii.i" L Laugavegi 29, Símar 24320 — 24321 — 24322 Hin frábæra v-þýzka H5Í313 trésmíðasamstæða fyrirliggjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.