Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 47 Yfirlýsing Blaðinu hefur borist eftirfarandi: Við undirritaðir höfum að undan- förnu r«ðst við og kynnst sjónarmið- um hvor annars í kjölfar blaðadeilna okkar um sölumál grænmetis. Á milli okkar er meiningarmun- ur um hvernig best verði staðið að sölumálum garðávaxta. Við erum þó sammála um, að vinna þurfi að því að auka neyslu þeirra, þar sem um ótvíræða hollustuvöru er að ræða. Jafnframt erum við sam- mála um, að framleiðsla og mark- aðssetning innlends grænmetis eigi að vera með þeim hætti, að þjóni sem best hagsmunum neyt- enda og framleiðenda. Af þessum ástæðum svo og vegna áframhaldandi viðræðna okkar um skipulag sölumála garðávaxta höfum við ákveðið að hætta frekari deilum á opinberum vettvangi. Jón Magnússon formaður Neytendasamtakanna, Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Nýtt frímerki gefið út PÓST- og símamálastofnunin hef- ur gefið út nýtt íslenskt frímerki í tilefni 100 ára afmælis Góðtempl- arareglunnar á íslandi. Þröstur Magnússon teiknaði frímerkið sem er grænt að lit með mynd af Friðbjarnarhúsi sem er minjasafn Góðtemplarareglunnar á Akur- eyri. Verðgildi frímerkisins er 1000 aurar, eða 10 krónur. (Úr frétutilkynningu.) Leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd vegna fréttar laug- ardaginn 14. júlí um úrskurð Fé- lagsdóms í máli sem SLF höfðaði fegn Stéttarfélagi sjúkraþjálfara. fréttinni segir m.a. að fyrir 1. mars sl. hafi gilt aðalkjarasamn- ingur Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra um kaup og kjör sjúkraþjálfara á endurhæfinga- stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þetta er rangt, því að fjármálaráðherra gerir aðeins samning við starfsmenn ríkisins. Hið rétta er, að fyrir 1. mars gilti sérstakur kjarasamningur milli Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra og sjúkraþjálfara á endur- hæfingastöð félagsins. Kjaradeil- an stóð um endurnýjun þessa samnings. (flt frétUUIkjnninfu.) Frábærar niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir viðtækum prófunum á STEINAKRÝLI í rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvf einstaklega hæf fyrír fslenskar aðstæður. Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðleikum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rigningarskúr er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentfnuþynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir fslenskar aðstæður STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rígningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málað f frosti. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttrí áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel f 10 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST! STEINAKRÝL - málnlngin sem andar málninghlf Ef þú nrálar með STEINAKKÝLI frá Mólningu hf þarftu ekki að bíða efrir mólningarveðri! Hjá Heklu færðu óskirþínar uppfylltar STÓRAN BÍL — LÍTINN BÍL — FÓLKSBÍL — SENDIBÍL - NÝLECAN BÍL - CAMLAN BÍL FLESTAR CERÐIR ÝMSIR GREIÐSLUSKILMÁLAR VERÐ VIÐ ALLRA MÆFl VANTAR ÞIG NOTAÐAN BÍL? í NÝJA ^ElP^ BILASALNUM ÍHEKLUHÚSINU IhMBISMIMÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.