Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 163. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Réttarhöldum yfir fjórum Samstöðu- mönnum frestað Varsjá, 18. júlí. AP. > HERDÓMSTÓLL í Varsjá frestaði í dag um óákveðinn tíma réttarhöldum yfír fjórum kunnum forystumönnum Samstöðu, samtökum hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Póllandi. Þykir þetta benda til þess, að stjórn landsins hyggist náða þá í sakaruppgjöf þeirri fyrir pólitíska fanga, sem stjórnin hefur boðað á laugardag. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði í dag, að sakaruppgjöf þessi væri vissulega skref í átt til mála- miðlunar, en samt „aðeins skref og við skulum ekki skilja það sem sættir". Forseti herdómstólsins, Julian Przyducki hershöfðingi, sagði í dag, að ekki væri enn vitað, hve víðtæk fyrirhuguð sakaruppgjöf Alvarlegt mútumál Moskvu, 18. júlí. AP. SJÖ embættismenn við „Ros- kontsert“, sem er stofnun sú í Sov- étríkjunum er skipuleggur hljóm- leikahald þar, hafa verið settir í fangelsi. Afplána þeir nú 3—13 ára langa dóma fyrír að þiggja mútur. Skýrði blaðið Sovietskaya Rossiya frá því í gær, að embættismenn þess- ir hefðu verið dregnir fyrir rétt eftir að yfírvöld létu rannsaka málefni 59 hljómsveita. Aðstoðarforstjóri „Roskont- sert“, Ivanenko að nafni, var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir mútuþægni. Þar að auki var hann fundinn sekur um að hafa neytt tónlistarmenn til þess að greiða sér hluta af launum þeirra gegn loforðum hans um að þeir fengju að koma fram á eftirsóknarverð- um hljómleikum. yrði og svo gæti farið, að hún yrði látin ná til fjórmenninganna. Því væri það eðlilegt að svo komnu, að réttarhöldunum yfir þeim væri frestað. Mennirnir fjórir hafa allir verið ákærðir fyrir tilraunir til þess að kollvarpa kommúnistastjórninni í Póllandi. Á meðal þeirra eru kunnir forystumenn Samstöðu eins og Jacek Kuron og Adam Michnik, sem áttu mikinn þátt í því að koma á fót svonefndri varn- arnefnd verkamanna, sem þekkt hefur verið undir heitinu KOR. Frakkland: Pierre Mauroy, fráfarandi forsætisráðherra Frakklands (til vinstri á mynd- inni), heilsar eftirmanni sínum, Laurent Fabius, er þeir komu saman til fundar í París í gærmorgun. Mondale spáð sigri Smn Fruciseo, 18. júli. AP. WALTER Mondale var spáð sigri á flokksþingi Demókrataflokksins ■ San Francisco, en vali um for- setaefni fíokksins átti að Ijúka þar seint í kvöld. Síðasta degi kosn- ingabaráttunnar varði Mondale til þess að hvetja fulltrúa blökku- manna og manna af spönskumæl- andi uppruna til þess að halda tryggð við sig, en andstæðingar hans, þeir Gary Hart og Jesse Jackson, höfðu báðir lagt hart að þeim í kosningabaráttunni aö snúa baki við Mondale. í kvöld hafði Mondale tryggt sér fylgi 2.100 kjörmanna, en at- kvæði 1.967 kjörmanna þurfti til þess að hljóta útnefningu í fyrstu umferð. Var talið, að fátt gæti komið í veg fyrir sigur hans og þá aðeins, ef mikill fjöldi kjörmanna blökkumanna og manna af spænskumælandi uppruna hætti á síðustu stundu við að styðja hann. Skipan stjórnarinnar verður kunngerð í dag Pmrís, 18. júlf. AP. J ^ ^ Pmris, 18. júlí. AP. LAURENT Fabius, hinn nýi for- sætisráðherra Frakklands, hófst í dag handa um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann er 37 ára að aldri og yngsti forsætisráðherra Frakklands á þessari öld. Hann komst svo að orði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar, eftir að hon- um hafði verið falin stjórnar- myndun: „Það, sem við þörfn- umst nú, er kyrrð innanlands, einbeitni, nývæðing og samheldni þjóðarinnar.“ Þess er beðið með talsverðri eftirvæntingu, hvort kommún- istar verða aðilar að stjórn Fabiusar eða standa utan henn- ar. Georges Marchais, leiðtogi franska kommúnistaflokksins, batt í dag enda á sumarleyfi sitt í Rúmeníu og hélt heim til Parísar. 1 síðustu viku lýsti for- ysta flokksins yfir þeim ásetn- ingi að eiga áfram aðild að rík- Ingólfur Jónsson látinn Ingólfur Jónsson, fyrrum ráö- herra og alþingismaður, lézt í gærkvöldi 75 ára að aldri. Með Ingólfí er genginn einn af fremstu forustumönnum Sjálfstæðisflokks- ins um áratugaskeið og einn svipmesti talsmaður bændastéttar- innar allan sinn stjórnmálaferil. Hann átti sæti á Alþingi samfleytt í 36 ár og var ráðherra í fjórum ráðuneytum, sem Sjálfstæðisflokk- urinn myndaði, og gegndi ráð- herrastörfum í einn og hálfan ára- tug. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs Jónssonar er Eva Jónsdóttir. Ingólfur fæddist í Bóluhjá- leigu í Holtum 15. maí 1909, son- ur hjónana Jóns Jónssonar, bónda þar, og konu hans, önnu Guðmundsdóttur. Ingólfur Jónsson varð fyrst landkjörinn alþingismaður á sumarþingi 1942, en var síðan þingmaður Rangæinga 1942—59 og þingmaður Sunnlendinga frá 1959 til 1978, er hann lét af þing- störfum. Hann varð ráðherra viðskipta- og iðnaðarmála 11. september 1953 og fékk lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júní sama ár. Varð að nýju ráðherra 20. nóvember 1959 í viðreisnarstjórninni, í það sinn landbúnaðar- og samgöngumála- ráðherra. Fékk lausn 15. júní 1971, en gegndi störfum til 14. júli sama ár. Ingólfur var við nám í Hvít- árbakkaskóla 1927—29. Hann stundaði síðan ýmis störf, var meðal annars við búnaðarstörf í Noregi um skeið og stundaði sjó- mennsku á tveimur vertíðum í Vestmannaeyjum. Fékkst við barnakennslu í tvo vetur, en gerðist framkvæmdastjóri kaup- félagsins Þórs á Hellu á Rang- árvöllum 1935 og var í því starfi til 1953. Ingólfur Jónsson gegndi fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum í þágu Sjálfstæðisflokksins og íslenzku þjóðarinnar. Ingólfur Jónsson átti mikil og góð sam- skipti við Morgunblaðið alla tíð. Morgunblaðið sendir Evu Jónsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. isstjórninni. Búizt er við, að Fabius herði tökin á kommún- istum og geri það að skilyrði fyrir þátttöku þeirra í stjórn- inni, að þeir hætti að gagnrýna sparnaðaráform hennar. Kommúnistaflokkurinn, sem að jafnaði hefur notið stuðn- ings um fjórðungs franskra kjósenda, hefur tapað miklu fylgi að undanförnu og hefur nú aðeins 10% kjósenda að baki sér. „Spurningin, sem kommún- istaflokkurinn stendur frammi fyrir, er hvort hann hefur efni á að glata síðustu leifum þess trausts, sem hann hefur notið," sagði Parísarblaðið Le Monde í dag. Skoðanakannanir að undan- förnu benda einnig til þess, að jafnaðarmenn hafi tapað miklu fylgi og veldur því fyrst og fremst mikið atvinnuleysi í landinu, sem jafnaðarmenn höfðu heitið að ráða bót á. Hægri blöðin túlkuðu al- mennt stjórnarskiptin sem skipbrot fyrir stefnu vinstri flokkanna. Þannig komst Le Figaro svo að orði: „Völd vinstri flokkanna í heild eru að gliðna í sundur." Ekki er gert ráð fyrir, að stefna nýju stjórnarinnar verði frábrugðin stefnu fyrri stjórn- ar. Talið er víst, að Fabius, sem var iðnaðar- og tæknimála- ráðherra í fyrri stjórn, muni halda fast við sparnaðarstefnu hennar. Þá er ekki heldur gert ráð fyrir neinum breytingum á stefnu Frakklands í utanríkis- og varnarmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.