Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1984 „Giörsamlega út í hött“ — segir Kristján Ragnarsson formaður LIU um fisksölutilboð Grænlendinga „ÞETTA er gjörsamlega út í hött. í fyrsta lagi eigum við ekki nema þrjú skip, sem geta fryst aflann um borð, Hólmadrang, Örvar og Akureyri, og þau sýnast hafa næg verkefni hérna heima með tilliti til þeirra kvóta. Þetta er líka svo óhagkvæmt að ég get ekki ætlað að menn gefi nokkurn skapaðan hlut fyrir þetta,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, um fisksölutil- boð grænlenska fyrirtækisins AMBA til íslenskra verksmiðjutogara og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær. Hugmyndir Grænlendinga voru þær, að grænlensk fiskiskip seldu þorsk um borð í verksmiðjutogar- ann, sem myndi síðan vinna hann í salt eða frystingu. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er fiskverðið, sem Grænlendingar setja upp um krónur 5,20 danskar, sem er nokk- uð hærra en upp úr sjó hér og þeir útgerðarmenn, sem blaðið hafði samband við í gær vegna þessa máls, tóku fremur dræmt í tilboð Grænlendinga. Þorsteinn M. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja á Akureyri, sem gerir út togarann Akureyrina, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboð Grænlend- inga væri ekki raunhæft. „Þeir höfðu samband við okkur, Græn- lendingarnir, en þetta getur ekki gengið miðað við það verð, sem skipið þarf að kaupa aflann á,“ sagði Þorsteinn. „Þar að auki er þetta smár fiskur, af stærðinni 45 til 65 sm og er þar af leiðandi erf- iður í vinnslu. En það er líka verið að bjóða okkur kvóta við Græn- land, sem væri álitlegra, en það má segja að hvorki við né aðrir hafi getu til að taka þá áhættu að fara þarna yfir þótt það sé ef til vill freistandi," sagði Þorsteinn ennfremur. Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri hjá Skagstrendingi, sem gerir út togarann Örvar, tók í sama streng. „Verðið er of hátt og auk þess eru þeir með netafisk, sem við gætum ekki unnið um borð í örvari fyrr en hann væri orðinn 12 til 36 tíma gamall. Það samræmist ekki þeim gæðakröf- um sem við gerum. Mér líst ekki á þetta, en ég er þó ekki búinn að hringia í þá til að tilkynna þeim það. Eg þarf aðeins að ræða betur við mína kaupendur úti í Eng- landi, en tel hverfandi líkur á að úr þessu geti orðið," sagði Sveinn. Sjálfstæðisflokkurinn fundar um verkefna- áætlun ríkisstjórnarinnar „Meginefni fundarins verður áframhaldið á þessu stjórnarsam- starfi, þ.e.a.s sú verkefnaáætlun sem búin er að vera í farvatninu nokkuð lengi,“ sagði Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið, en Sjálfstæðisflokk- urinn heldur miðstjórnar- og þing- flokksfund á Laugarvatni í dag. „Það verður tekin upp markviss vinna að þessari verkefnaáætlun eftir þennan fund og ég á von því að ákvörðun verði tekin á honum um vinnubrögðin í framtíðinni. Meginefni þessa fundar verður að gefa yfirlit um stöðuna og taka ákvörðun um hvert framhaldið verður," sagði Friðrik. í framhaldi af þeirri umræðu, sagði Friðrik, yrðu málefni sjáv- arútvegs og landbúnaðar rædd sérstaklega. Hvað sjvarútveginn snerti yrði rætt hvað gera skyldi, bæði hvað varðaði aðkallandi vanda og einnig hugmyndir sem horfðu lengra fram á við. Hvað landbúnaðinn varðaði, yrði rætt um endurskoðun fram- leiðsluráðslaganna, en nefnd hefði verið skipuð til að endurskoða þau og hefði starfað að þeirri endur- skoðun í sumar. Frá slysstað í Svínadal. Ljósm. Mbl. D.P. Umferðarslys í Svínadal Grund, Horgarfirói, 14. júlí. ÞAÐ óhapp átti sér stað síðastlið- inn laugardag, að ökumaður lítill- ar rútu af gerðinni M. Bery missti stjórn á henni er hann var að aka niður brekkuna fyrir sunnan Þór- isstaði í Svínadal. Rútan lenti á brúarstöpli og endastakkst síðan niður fyrir veg. Ökumann, sem var einn í bifreiðinni, sakaði ekki, eft- ir því sem best er vitað, en bifreið- in er talin ónýt. D.P. Olöglega stæðir bílar fjarlægðir DRÁTTARBIFREIÐ á vegum um- ferðardeildar lögreglunnar hefur verið á ferðinni, aðallega í miðbæ Reykjavíkur, upp á síðkastið til að fjarlægja bifreiðir sem lagt hefur verið ólöglega. I samtali við blaðamann Mbl. sagði Páll Garðarsson varðstjóri 1 umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík að alls væru fjarlægðar á milli 10 og 15 bifreiðir á dag, en lögreglan hefði afskipti af um það bil 4050 bifreiðum á dag. Bílarnir sem væru fjarlægðir, væru færðir Lögregluþjónar og ökumaður drátt- arbifreiðarinnar undirbúa bifreið, sem lagt var ólöglega, fyrir „ferða- lag“ á aðalstöð lögreglunnar. Lög- reglan í Reykjavík fjarlægir á milli 10 og 15 bifreiðir á dag og hefur afskipti af 40—50 ólöglega staðsett- um bifreiðum á dag. á aðalstöð lögreglunnar og þangað þyrftu eigendur að vitja þeirra, leysa þá út og greiða flutnings- kostnað og sekt fyrir rangstöðu. Sektin nemur nú 240 krónum og flutningskostnaðurinn er um og yfir 500 krónur, eftir því á hvaða tíma sólarhrings hann fer fram. Páll Garðarsson sagði að drátt- arbifreiðin væri kölluð út af lög- reglunni öðru hvoru, þegar sýnt væri að hennar væri þörf. Hann gat þess að oft bærust kvartanir vegna bíla sem væri ólöglega lagt og meðal annars heftu för gang- andi fólks og strætisvagna. Oft læki olía og annað slíkt undan bíl- unum og stundum væri þeim lagt þannig að þeir lokuðu innkeyrsl- um. Páll sagði að bílarnir væru þó aldrei fjarlægðir af lögreglunni fyrr en reynt hefði verið að ná í skráða eigendur til að þeir gætu fjarlægt bílana sjálfir. Dráttar- bifreiðin verður 1 miðbæ Reykja- víkur næstu daga til að fjarlægja þá bíla sem er ólöglega lagt, ef ekki næst í eigendur þeirra. VOKUNOTT hjá gjaldkena húsfélagsins JA, ÞAÐ ER tímafrekt starf að vera gjaldkeri húsfélags, og ómældar stundirnar sem fara í innheimtu, bókhald, útreikninga o.s.frv. En nú bjóðumst við til að létta störfín. Með aðstoð tölvu getum við t.d. reiknað gjöld, fylgst með stöðunni og innheimt með gíróseðlum, allt á fljótvirkan, ódýran og öruggan hátt. Líttu inn til okkar og kynntu þér alla þá möguleika sem hús- félagaþjónusta okkar býður upp á. Eftir það getur þú notað næturnar til svefns... SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.