Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 „Sé ekki mögu- leika á skatta- lækkunuma — segir Albert GuÖmundsson, fjármálaráðherra „ÉG SÉ ekki raikla möguleika á því, miðað við stöðu ríkissjóðs, að til skattalækkana geti komið. Það verð- ur þá að skapa tekjur á móti eða skera enn meira niður af rfkisút- gjöldum. Ríkissjóður er ekki and- stæðingur fólksins, hann er sameign þess,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, er Mbl. leitaði Kviknar í bát í Siglu- fjaröarhöfn SiglufirAi, 18. júli. VÉLBÁTURINN Guðrún Jónsdóttir SI-155 skemmdist mikið er eldur kom upp í honum þar sem hann lá bundinn við bryggju hér í Siglufjarð- arhöfn. Enginn var um borð þegar eldurinn kom upp og tókst slökkvi- liðinu, sem kom fljótt á staöinn, að slökkva eldinn á stuttum tíma. Um klukkan 21.50 gaus mikill reykur upp úr afturskipi Guðrún- ar og varð þá vart við eldinn. Skemmdist báturinn mikið ( vél- arrúmi og víðar í afturskipi og brann alveg upp í stýrishús þar sem eitthvað skemmdist af tækj- um. Ekki er búist við að báturinn fari til veiða á næstunni. Guðrún Jónsdóttir er 48 lesta eikarbátur, smíðaður árið 1970. Eigendur eru Haukur og Sigurður Jónssynir en báturinn hefur verið á rækjuveið- um að undanförnu. álits hans á hugmyndum er Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, setti fram í Morgunblaðinu í gær, varðandi skattalækkanir sem mögu- lega leið til kjarabóta. „Ég hef verið að reyna að koma i veg fyrir að nýir skattar verði lagðir á og mín hugsjón er að reyna að lækka skatta svo fljótt sem mögulegt er. Hins vegar sé ég ekki að það verði hægt og það væri rangt af mér að gefa fólki falskar vonir. Ég endurtek að ríkissjóður er ekki andstæðingur fólksins, hann er sameign þess og verður að standa undir sameiginlegum þörf- um. Miðað við þær kröfur sem gerðar eru, þá veitir ríkissjóði ekkert af þeim tekjum sem hann þegar hefur og vantar meira til að standa undir þeirri offjárfestingu, bæði í einkaneyslu og samneyslu, sem þegar hefur átt sér stað á liðnum tíma,“ sagði fjármálaráð- herra. Hann sagði að lokum að lausn á þeim vanda sem ríkissjóð- ur á við að etja fengist ekki nema með sameiginlegu átaki þjóðar- innar. o INNLENT Skálholtshátíð SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 1984 verður haldin á sunnudag. Hátíðin hefst með guðsþjónustu í Skálholtskirkju, þar sem sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, prédikar. Sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, sr. Svein- björn Sveinbjörnsson prófastur og sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjóna fyrir altari. Meðhjálpari verður Björn Erlendsson og munu trompet- leikararnir Jón Sigurðsson og Ásgeir H. Steingrimsson leika. Guðmundur Gíslason syngur einsöng, en orgel- leikari er Guðni Þ. Guðmundsson. Skálboltskórinn syngur undir stjórn Gtúms Gylfasonar. Dr. Róbert A. Ottósson raddsetti eða hljómsetti alla þætti messunnar. Klukknahringing verður kl. 13.30 og kl. 13.40 organleikur. Kl. 14 er skrúðganga presta og bisk- upa. Af öðrum liðum Skálholts- hátíðar má nefna helgileik, sem fluttur verður í kirkjunni kl. 11. Flytjendur leiksins, sem er í þrem þáttum, eru Sonderjydsk For- sogsscene. Síðar um daginn, kl. 16.30, er orgelleikur, einsöngur og trompetleikur í kirkjunni og eru flytjendur hinir sömu og við guð- sþjónustuna. Einnig mun sr. Jónas Gíslason lektor flytja ræðu og sr. Sigurður Árni Þórðarson flytur ritningarlestur og bæn. Þessari samkomu lýkur síðan með al- mennum söng og annast Guðni Þ. Guðmundsson undirleik á orgel. Frá opnun tilboðanna í ibúðir aldraðra félaga Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Sex tilboð í íbúðir aldraðra TILBOÐ í framkvæmdir við 56 íbúðir aldraðra félaga í Verslun- armannafélagi Reykjavíkurí Hvassaleiti 56—58 voru opnuð í gær. Tilboðin eru í húsin uppsteypt og fullfrágengin að utan. Húsin eiga að vera uppsteypt 1. júní 1985 og fullfrágengin að utan 1. sept- ember sama ár. Sex tilboð bárust og var lægsta tilboðið frá Byggðaverki að upphæð 46.670 þúsund, sem er 84,95% af kostnaðaráaetlun, sem var 54.938.563 krónur. Önnur tilboð voru svohljóð- andi: Hólaberg sf., 50.439.393 kr., Hamarinn hf., 53.999.000 kr., Steintak hf., 57.717.913 kr., einn- ig frávikstilboð sama fyrirtækis 56.467.913 kr., Arnardalur, 58.500.000 kr., og Hagvirki 62.478.735 kr. Tilboðin verða nú yfirfarin áð- ur en ákvörðun verður tekin um framhaldið, en Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær búast við að íbúðirnar yrðu til sölu strax í haust. Leiðangursmenn á Grænlandi: Náðu upplýsingum um dýpið á flugvélarnar EINS og kunnugt er hafa Banda- ríkjamenn verið að kanna undanfar- ið möguleika á því að ná upp her- flugvélum sem nauðlentu á Græn- landsjökli í stríðinu. Er hér um að ræða átta flugvélar af gerðinni B-17 og P-38. Helgi Björnsson og félagar komu frá Grænlandi á þriðjudaginn, úr ferð sem var liður í að kanna möguleikann á að ná flugvélunum upp. Á síðastliðnu sumri fóru þeir og fundu hvar á jöklinum þessar átta flugvélar eru og merktu staö beint fyrir ofan þær en vildu ekki nota íssjána sem þeir höfðu til að meta dýpt niður á vélarnar. „Ýmsar tölur hafa verið nefndar um dýpið, en ég vil taka fram að engin þeirra er frá mér komin. Tilgangurinn með þessari ferð nú var að ná í upplýsingar sem vant- aði um dýpið og okkur tókst það með þvi að mæla ákomu á jöklin- um og bora með kjarnabor í jökul- inn,“ sagði Helgi Björnsson að- spurður um hvernig ferðin hefði gengið. „Ég get ekki enn gert nán- ari grein fyrir niðurstöðum þar sem verið er að taka þær saman og það er sjálfsagt að segja banda- rísku leitarmönnunum fyrst frá þeim,“ sagði Helgi ennfremur. Væntanlega verður fljótlega tekin ákvörðun um, hvort reynt verður að ná vélunum upp. Leiðangursmenn við kjarnaborinn sem notaður var til að afla upplýs- inga um dýpið niður á bandarísku flugvélarnar. Reyðarfjörður: Líst vel á að- stæður þarna — segir Ronald Johnson, aðstoðar- forstjóri Dow Corning FULLTRÚAR frá bandaríska stór- fyrirtækinu Dow Corning í Michi- gan, er dvalist hafa hér á landi frá því á mánudag, héldu af landi brott síðdegis í gær. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær sagði Ronald Johnson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Dow Corning og einn þriggja fulltrúa fyrirtækis- ins, að engar ákvarðanir heföu ver- ið teknar, enda stóð það ekki til, þar sem hér hefði aðeins verið um upplýsingafund að ræða. Hann lét hins vegar í Ijós ánægju með við- ræðurnar og sagði að sér litist vel á aöstæöur á Reyðarfirði fyrir kís- ilmálmverksmiðju. Ronald Johnson vildi ekkert segja um hugsanlega þátttöku Dow Corning i verksmiðjunni á Reyðarfirði, enda lægju engar ákvarðanir fyrir um hana frá hendi Dow Corning. Formaður samninganefndar iðnaðarráðuneytisins um kísil- málmvinnslu, Birgir ísleifur Gunnarsson, var sama sinnis og Ronald Johnson: „Viðræðurnar voru jákvæðar og gagnlegar. Fulltrúar Dow Corning sýndu áhuga á hugsanlegri eignarað- Fulltrúar Dow Corning: Ronald Johnson, Wallace Dyste og Gordon Marine. Morgunblaðið/Jðllus. ild.“ Birgir sagði að of snemmt væri að segja um árangur þess- ara viðræðna, en aðilar munu hittast öðru sinni um mánaða- mótin september-október og mun þá fyrst reyna á fyrirhugað samstarf. Að sögn Birgis ísleifs Gunn- arssonar var skipst á skoðunum og voru fulltrúum fyrirtækisins kynntar áætlanir um stofn- kostnað, rekstrarkostnað og hagkvæmni verksmiðjunnar. Síðastliðinn vetur sendi samn- inganefndin bréflega upplýs- ingar til nokkurra stórfyrir- tækja um kísilmálmverksmiðj- una og bárust svör frá um tíu fyrirtækjum, en Dow Corning er það fyrsta sem kemur hingað til viðræðna. Dagsbrún: Samþykkt að segja upp samningum Á ALMENNUM félagsfundi verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, sem haldinn var í gærkvöldi, var sam- þykkt samhljóða að segja upp kaup- liðum samninga frá og með 1. ágúst og eru samningar því lausir 1. sept- ember. Fundinn sóttu um 60 félags- menn Dagsbrúnar, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu um 5000 verkamenn vera í félaginu. Á fundinum var einnig samþykkt til- laga um undirbúning aðgerða og var þá einkum talað um verkföll. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, varaði við að tillaga um verkfölí yrði sam- þykkt án þess að hún yrði gaum- gæfð vandlega, slíkt gæti haft aðr- ar afleiðingar en til stæðu. Þá sagði Guðmundur að atvinnurek- endur vildu alveg eins verkföll. „Þeim er ekki hlýtt til okkar Dagsbrúnarmanna.“ Bikarúrslit Þróttur sigraði KA í áttaliðaúrslit- um bikarkeppninnar í gær, 6—5, eft- ir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2—2. Daði Harðarson misnotaði víti fyrir Þrótt en Hinrik Þórhallsson og Bjarni Jó- hannsson fyrir KA. Fram hafði mikla yfirburði gegn Völsungi, sigraði 0—7, en í hálf- leik var staðan 0—2. Kristinn Jónsson og Guðmundur Steinsson gerðu þrjú mörk hvor og Viðar Þorkelsson eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.