Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Viðtal við hjónin Kjartan Jónsson og Valdísi Magnúsdóttur, sem störfuðu við kristniboð í Kenýa: ÁRIÐ 1981 fóru hjónin Kjartan Jónsson og Valdís Magnús- dóttir, ásamt dætrum sínum tveimur, til kristniboðs til Kenýa. Þau komu heim í júní og höfðu þá dvalið í Kenýa í þrjú og hálft ár. Sumir hafa haldið því fram að ekkert þroski meira kirkjunnar þjóna en að fara til kristniboðs til fjarlægra landa. „Þessi ferð var auðvitað mjög lærdómsrík, þegar mað- ur kynnist heiðnu samfélagi sér maður glöggt þau skil sem eru milli kristins og heiðins samfélags," sagði Kjartan þegar blm. hitti þau hjón á heimili þeirra í Kópavoginum, og bað þau að segja frá reynslu sinni og starfí. Á heimilinu mátti sjá ýmsar minjar sem þau höfðu komið með frá Afríku, en þau eru um það bil að koma sér fyrir hérna heima. „Það sem er hættulegt við hvíta manninn er að hann hefur mikla peninga en vonda samvisku“ Kjartan og Valdís á heimili sínu í Kópavoginum, ásamt dætrunum, Heiðrúnu, sex ára, og Ólöfu Inger, þriggja ára. Þarna eru hreinir heiðingjar „Það eru meira en 100 ár síðan kristniboð hófst í Kenýa og þess vegna hafði ég ekki mikla trú á kristniboði þar í fyrstu," hóf Kjartan mál sitt, „en þarna eru mjög margir afskekktir þjóðflokk- ar sem kallast frumstæðir eins og t.d. Pokot-þjóðflokkurinn sem við dvöldum hjá, þeir eru um 150—200 þúsund. Þeir ganga margir enn í skinnfötum þó svo að það hafi ver- ið bannað af stjórnvöldum, en þessu fólki er ekki kunnugt um slík boð og bönn. Efnahagur Kenýa stendur mun betur en margra annarra Afríkuríkja, t.d. er töluverður iðnaður þar. Margir Kenýabúar sem búa í stórborgum Iíta niður á þessa þjóðflokka og það virðist stefna stjórnvalda í landinu að reyna að blanda öllum þessum þjóðflokkum og eyða sér- kennum þeirra. Þjóðflokkarnir eru mjög ólíkir bæði hvað varðar vaxtarlag og tungumál, mér liggur við að segja að þeir geti verið jafn ólíkir og íslendingar og Kínverj- ar.“ En í hverju er starf kristniboðs- ins fólgið? „Okkar starf er auðvitað fyrst og fremst að boða kristna trú, við höfum bænastundir og kennslu í kristnum fræðum. Einnig sjáum við um byggingu skólanna og að- stoðum fólk í nauðþurftum og komum því undir læknishendur. Við höfum alltaf mikið samband við kristniboða á öðrum stöðum í Kjartan ásamt Skúla Svavarssyni, fyrsta fslenska kristniboðanum f Chepareria, við skírnarathöfn. gegnum talstöð, því að samgöngur eru mjög erfiðar og enginn sími. Fyrst og fremst er þetta öryggi fyrir okkur. Starfi kristniboðsins fylgja líka ýmis önnur störf eins og bréfaskipti og bókhald. Kristnin hefur ekki fest rætur á þessum slóðum, og hjá Pokot- þjóðflokknum hófst kristniboð að- eins fyrir fimm árum. Þarna eru hreinir heiðingjar, þetta er því brautryðjendastarf hjá okkur. Fólkið hefur tekið okkur mjög vel og er opið gagnvart okkur, enda þráir það að fá skóla og sjúkra- stofnanir. Við erum í samstarfi við norskt kristniboð, sem er stærsta lúth- erska kristniboðsfélagið í heimin- um. Kristniboðsstöðin okkar var í Chepareria sem er í Norðvestur- Kenýa nálægt landamærum Ug- anda. Við höfum lært mikið á kristni- boðsstarfi annars staðar, einkum í Eþíópíu. Það sem er hættulegt við hvíta manninn er að hann hefur mikla peninga en vonda samvisku gagnvart þessum þjóðum. Hann hefur byggt margar stórar bygg- ingar sem hafa hreinlega reynst of fínar og dýrar í rekstri og hafa orðið byrði á innlendu kirkjunum. Við höfum byggt litlar byggingar og reynt að gera þeim skiljanlegt að við erum þarna einungis tíma- Hér má sjá tvo nemendur ásamt kennunim sínum, með myndir úr bilblíu- kennslunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.