Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 Fjöldi skipa hefur verið á ytri höfninni í Reykjavík allt frá því að verkfall BSRB hófsL Myndin var tekin í gter. Morgunblaðií/RAX Á þriðja tug skipa í verkfallskvínni: Skipafélögin tapa tugum milljóna Sements- skortur er yfirvofandi „Við urðum sementslausir í síð- ustu viku og það kemur sér vis.su lega illa fyrir byggingariðnaðinn,“ sagði Gyin Þórðarson, forstjóri Sem- entsverksmiðju ríkisins, í samtali við Mbl. „Það bætti ekki úr skák að ofninn sem framleiðir gjallið bilaði rétt fyrir verkfall BSRB og eins, að fyrri hluta októbermánaðar seldust 80% af því sementi sem gert var ráð fyrir að selja allan mánuðinn." Gylfi sagði að sementsleysið hefði það í för með sér að vinna myndi fljótlega stöðvast hjá verk- tökum og byggingameisturum, sérstaklega á Stór-Reykjavíkur- svæðinu þar sem salan er mest. Sem dæmi tók hann að fram- kvæmdir við nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli hlytu að leggj- ast niður alveg á næstunni. „En við höfum undanþágu fyrir sjálfan brennsluofninn, þannig að sement á að vera komið á markað- inn rúmum sólarhring eftir að verkfall leysist," sagði forstjóri sementsverksmiðj unnar.“ Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um Bifreiðastöð Steindórs kom fram að stöðin væri brautryðjandi í leigubílaakstri hér á landi. Þor- valdur Þorvaldsson bílstjóri á Bif- reiðastöð Reykjavíkur hafði sam- band við blaðið og kom því á fram- færi að hér væri um misskilning að ræða. Hann sagði að Bifreiða- stöð Reykjavíkur hefði verið stofnuð árið 1913 undir nafninu Bifreiðafélag Reykjavíkur og hóf hún akstur leigubifreiða árið 1914. Bifreiðastöð Steindórs hóf akstur leigubifreiða árið 1915. NÚ ERU á þriðja tug flutningaskipa föst í verkfallskví BSRB og nokkur til viðbótar á leiðinni til landsins. Kostnaður skipafélaganna vegna stöðvunar þeirra skiptir milljónum á dag og hafa félögin tapað tugum milljóna það sem af er verkfalli BSRB. Morgunblaðið ræddi við for- svarsmenn nokkurra skipafélaga um stöðvun skipanna. Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri hjá Hafskip, sagði að 4 skip Haf- skips sætu föst vegna verkfalls BSRB en 2 hefðu verið send áleiðis til Norðurlanda þar sem þau feng- ust ekki afgreidd hér. Sagði hann að beinn kostnaður Hafskips vegna verkfallsaðgerða við skip þeirra væri hátt á aðra milljón á dag auk hugsanlegs tekjutaps og annarrar röskunar á starfsemi fyrirtækisins. Sagði Páll Bragi að Hafskip hefði lýst BSRB ábyrgt fyrir þessum kostnaði vegna ólög- legra verkfallsaðgerða. Þórður Sverrisson, viðskiptafræðingur hjá Eimskip, sagði að 8 skip Eim- skips væru föst vegna verkfallsins. Sagði hann að kostnaður fyrir- tækisins vegna þessa biötíma hefði ekki verið reiknaður út en hann væri misjafn eftir skipum. Sagði hann að BSRB hefði verið lýst ábyrgt fyrir kostnaði við tvö skip sem stöðvuð hefðu verið og hefði kostnaður við þau reynst 72 þúsund og 169 þúsund á dag. Auk þessa væri margvíslegur annar kostnaður og tekjutap. Miðað við þetta og upplýsingar Hafskips hér að framan er ljóst að tjón Eim- skips skiptir milljónum á degi hverjum. ómar Jóhannsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Skipadeildar SÍS, sagði að 5 skip á þeirra veg- um væru stopp vegna verkfallsins og fleiri á leiðinni til landsins. Sagði hann að beinn kostnaður skipadeildarinnar væri 2—5 þús- und dollarar á dag vegna hvers skips auk ýmislegs annars kostn- aðar, tekjutaps og fleira. Rainbow Hope er enn í Njarðvíkurhöfn, en það kom til landsins 8. október með vörur til varnarliðsins. Magn- ús Ármann hjá skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar hf. sagði að biöin kostaði útgerðina líklega um 300 þúsund krónur á dag og takmörk væru fyrir því hvað hægt væri að láta skipið bíða lengi. FULL HÚS BRAUÐA Já, allar sölubúðir NÝJA KÖKUHÚSSINS eru troðfullar af nýjum, ilmandi brauðum og öðru bakkelsi. P.S. Við eigum nóg hráefni og bökum áfram eftir helgi og á meðan verkfall stendur. Munið að á virkum dögum stendur söluvagninn okkar á Lækjartorgi. Laugavegi20 Opl6 i dag og á morgun tll kl. 4. JL-Húsinu, Hringbraut Opið i dag og á morgun tll kl. 4. SS-Búðinni, Glæsibæ Opið til hádegis i dag. Hamraborg 4, Kópavogi Opld I dag og i morgun tll kl. 4. Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði Oplð i dag og á morgun tll kl. 4. Að ógleymdu kaffihúsinu við Austurvöl! Opld tll kl. 6.30 alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.