Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 23 Ársskýrsla Amnesty Intemational 1984: Mannréttindi fótum troðin í flestum ríkjum heimsins Lýsingar Amnesty Ingernational á ástandi f mörgum ríkjum heims eru sannarlega frábrugðnar því sem getur að Ifta í bæklingum ferðaskrifstofa. SAMTÖKIN Amnesty Inter- national, sem berjast fyrir sak- aruppgjöf pólitískra fanga og gegn dauðarefsingum, hafa sent frá sér ársskýrslu sína 1984. Þar er greint frá ástandi mannrétt- indamála í heiminum og starf- semi samtakanna á árinu sem leid. Félagar í samtökunum, sem eru um 500 þúsund í meira en 160 iöndum, hafa einkum reynt að vekja athygli á mannréttinda- brotum og þrýsta á stjórnvöld í því skyni, að fá þá menn látna lausa, sem handteknir hafa ver- ið vegna skoðana sinna, trúar- bragða, litarháttar eða kynþátt- ar. Þá hafa samtökin beitt sér fyrir því, að dauðarefsingar verði afnumdar, og telja sig hafa átt hlut að því, að þær voru felld- ar úr refsilöggjöf Kýpur í fyrra og gilda nú aðeins í El Salvador þegar ríkið á í ófriði við önnur lönd. Skýrsla Amnesty, sem er 382 bls. að stærö og sannarlega ekki uppörvandi lesning, fjallar um mannréttindabrot í 118 ríkjum heims. Norðurlöndin eru ekki í þeim hópi og flestar aðfinnslurnar við réttarfar á Vesturlöndum varða dauðarefsingar yfir glæpa- mönnum, sem samtökin telja að séu óverjandi frá siðferðilegu sjónarmiði. Dauðarefsing er í gildi í Sviss, einu grónasta lýðræðis- og réttarríki veraldar, og það er ástæðan fyrir því, að Sviss kemst á blað. í því sambandi er þess að geta, að í febrúar sl. voru laga- ákvæði um dauðarefsingu staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi. öll kommúnistaríkin eru í bók- inni og flest ríki Afríku og Asíu og Suður-Ameríku. Ákærur samtak- anna á hendur stjórnvöldum í þessum ríkjum eru af ýmsu tagi; þau eru sökuð um ólögmæta fang- elsun manna, pyntingar, morð, mannshvörf, óréttmæta vist á geðveikrahælum og þrælkunar- vinnubúðum, svo nokkuð sé nefnt. Dæmin, sem nefnd eru í ársskýrsl- unni, skipta hundruðum og eru þó aðeins lítill hluti þeirra mannrétt- indabrota, sem framin eru í heim- inum á hverju ári. Eitt dæmið er af lögfræðingn- um América Yolanda Urizar í Guatemala, sem vopnaðir menn í jeppabifreið rændu í mars í fyrra. Hún hefur ekki sést síðan. Urizar hafði verið hótað lífláti vegna starfa sinna fyrir verkalýðshreyf- inguna í landinu. Annað dæmi er af rafvirkjanum Wei Jingsheng í Peking í Kína, sem dæmdur var í 15 ára fangelsi í október 1979 fyrir að hafa starfað með svonefndri „lýðræðishreyfingu" árið 1978. Vitað er að honum var haldið í algerri einangrun í fjögur ár og hann hefur þurft að fá læknis- þjónustu tvívegis á þeim tíma. Dæmi af þessu tagi er nánast endalaust hægt að nefna og þó óhugnanleg séu eru þau sem sól- argeisli miðað við það myrkur mannlegrar grimmdar og níð- ingsskapar, sem önnur dæmi eru af í skýrslunni. íslandsdeild Amnesty Internat- ional, sem aðsetur hefur í Hafnar- stræti 15, tekur þátt í hinni al- þjóðlegu mannréttindabaráttu samtakanna. Felst starfsemin einkum í því, að vekja athygli á mannréttindabrotum og fá íslend- inga til að skrifa bréf til stjórn- valda I viðkomandi löndum og krefjast þess, að þeir sem brotið hefur verið á fái uppreisn æru. Geraldine Ferraro Ferraro hótað San Franciseo, 28. október. AP. LARRY nokkur Charon, starfs- maður í tölvufyrirtæki í San Francisco, var handtekinn í morgun eftir að hafa hótað að skjóta Geraldine Ferraro, vara- forsetaefni demókrata við for- setakosningarnar þann 6. nóvember. Ferraro var á kosn- ingaferðalagi og hugðist koma við í fyrirtækinu þar sem Charon starfði. Dómari úrskurðaði hann í gæzluvarðhald þar til tíu þús- und dollara tryggingarfé hefði verið lagt fram. Ungar mæður Belnrad, 26. október. AP. 12 ARA stúlkubarn fæddi mey- barn í borginni Subotica í Júgósla- víu, skammt frá landamærum Ungverjalands. Barnið vó 2,2 kíló- grömm. Að sögn blaösins Vecernje Novosti í Belgrad, heilsast móður og barni prýðilega. Bætti blaðið við, að 11 ára gömul tatarastúlka hefði alið hraust sveinbam fyrr í mánuðinum í Serbíu. ÓDÝR LINA I BARNA- OG UNGLINGAHÚSGÖGNUM HUSGAGNA' SÝNING IIM HELGINA Opið laugardag kl. 10—16. Opið sunnudag kl. 14—16. Svefnbekkir meö 3 púðum frá kr. 5.980.- Skrifborð meö hillum frá kr. 3.980.- ATHUGIÐ Skapiö börnunum skemmtilegt og þægilegt umhverfi og góða vinnuaöstööu viö námiö meö húsgögnum frá TRÉBORG. ATHUGIÐ Vönduö íslensk fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.