Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 Segir fyrrum forsætisrád- herrann nú glæpaguðföður New York, 26. október. AP. ^ GLÆPAMAÐUR nokkur tf víet- nömsku bergi brotinn sem réttad er yfir í New York um þessar mundir, hefur borið fyrir rétti að Nguyen Uao Ky, fyrrum forsætisráðherra Suður Víetnam sé í dag guðfaðir víet- namskra giæpasamtaka um gervöll Bandaríkin. Bófinn bar vitni með hettu yfir höfuðið og sagði hann að um 7 bófaflokka væri að ræða og fengj- ust þeir einkum við fjárkúgun, eit- urlyfjasölu og vopnuð rán. Nefndi hann með nafni fjóra slíka flokka, „Froskmennina" í Los Angeles, „Svörtu ernina" í San Francisco, „Fiskimennina" í Houston og „Ernina sjö“ í Chicago. Sagði bóf- inn með hettuna að hann hefði sjálfur aldrei litið Ky augum, en að yfirmaður sinn hefði sagt Ky ráða lögum og lofum. „Meðal Víet- nama í Bandaríkjunum vita allir að Ky er guðfaðirinn," sagði hinn ónefndi bófi. Ky var sem fyrr segir forsætis- ráðherra í Suður-Víetnam, en er kommúnistar óðu yfir landið úr norðri flýði hann. Fregnir herma að í farangrinum hafi verið and- virði 8 milljón dollara í gulli, gimsteinum og erlendum gjald- eyri. Ky þvær hendur sínar af áburðinum. Hann sagði nýlega í viðtali að þetta væri rakalaus þvættingur, hann hefði reynt að þjóna ættjörð sinni sem best hann gat og nú væri hann góður og gegn bandarískur ríkisborgari. E1 Salvador: Át ofskynjunarlyf og uppspann sonarmorðið Klestar þeirra 25 kvenna sem fyrstar reyndu „vatnsfæðinguna“ svoköll- uðu í Danmörku sögðust hafa þurft minna af verkjatöflum en annars hefði verið. „Vatnsfæðingar“: Minni sársauki og meiri hraði ÞAÐ gengur fljótar og betur að fæða, ef konan situr í laug með líkamsheitu vatni og hefur komið sér þar fyrir, þegar fæðinguna ber að höndum. Þetta er álit næstum allra þeirra 25 kvenna, sem voru fyrstar til að reyna „vatnsfæðinguna" svonefndu í Danmörku. Það er alveg nýtt að vera með ómótt. En það var heldur ekki vatnssull inni á fæðingardeild- um sjúkrahúsa, og þess vegna hafa læknar og ljósmæður á Amtssjúkrahúsinu í Gentofte, eina sjúkrahúsinu með fæð- ingarlaug, ákveðið að kanna það vandlega, að hvaða leyti vatns- fæðingar eru ólíkar öðrum fæð- ingum. 22 kvennanna fannst verkirnir minni í lauginni, og þær töldu sig hafa þurft mun minna af verkjatöflum en ann- ars hefði verið. Aðeins þrjár voru óhressar með vatnið. Tvær fundu til óöryggis og einni var undarlegt, því að vatnið hafði af misgáningi verið haft 41 gráðu heitt, í stað 37 — 38. Því er rétt að vera varfærinn í dómum. Það voru einkum þær konur sem voru jákvæðar gagn- vart tilrauninni fyrirfram, er töldu sig hafa fundið minna fyrir sársauka og áreynslu í vatnsfæðingunni. Nú ætlar starfsfólk fæðingardeildarinnar að kanna afstöðu þeirra kvenna sem fæða á venjulegan hátt, en ekki votan, og bera svo saman niðurstöðurnar. Naut á villigötum FYRIR skömmu varð uppi fótur og fit á götum Óðinsvéa-borgar á Fjóni. Ungneyti, sem sloppið hafði úr prísundinni í sláturhúsi staðarins, gerði sér dælt við vegfarendur og neyddi starfsmenn Falck-björgunarfélagsins til að grípa til vopna. Elti nautið m.a. uppi roskna rauðklædda konu, og mátti hún kallast heppin að sleppa með skrekkinn. Lögregla og björgunarlið settu upp vegatálmanir og klifraði einn björgunarmannanna, vopn- aður riffli, upp á kranabíl. Tókst honum að ná athygli nautsins og lokka það til sín með sykursætri röddu. Þegar hausinn á því vissi í rétta átt reið skotið af og boli féll steindauður á götuna. Lögreglan í óðinsvéum segir að það komi fyrir oft á ári að naut sleppi út úr sláturhúsinu. Venjulega er ógerlegt að beita fangbrögðum við nautin þegar þannig liggur á þeim og því verð- ur að kalla á Falck-björgunarfé- lagið. Það hefur sérhæft lið til að annast svona mál. Montes hefur um skeið verið hátt settur í stéttarfélagi bænda, en talsmaður þeirra samtaka, Cristobal Aleman, sagði í gær að Montes hefði verið sviptur emb- ætti innan félagsins. „Við höfum orðið þess vísari að hann á aðeins einn son og hann er 9 ára gamall. Trúlega hefur maðurinn búið sög- una til vegna þess að hann skilaði ekki nokkrum ræðum á afmælis- þingi samtakanna. Hann hefur vantað ástæðu fyrir því,“ sagði Al- eman. Rannsókn stendur enn yfir um þyrluslysið þar sem nokkrir af háttsettustu herforingjum stjórn- arhersins létu lífið. Ýmislegt þyk- ir benda til þess að þyrlan hafi hrapað af tæknilegum ástæðum. Vinstri sinnaðir skæruliðar segja það þvætting, þeir hafi skotið þyrluna niður. Stjórnvöld í land- inu hafa í hyggju að fá sveit sér- fræðinga frá Bandaríkjunum til að endurskoða þau gögn sem fyrir liggja og kveða upp endanlegan úrskurð. S»n Snhndor, 26. október. AP. Bændaleiðtoginn Alirio Montes f El Salvador, hefur viðurkennt að fráögn hans um að dauðasveitir hægri manna hefðu myrt 12 ára gamlan son sinn, væri uppspuni frá rótum. Viðbrögð við fréttinni fyrr í vikunni voru hörð og Bandaríkja- stjórn sendi Duarte forseta harðorð mótmæli. Montes lagði fram hið sanna í málinu á blaðamannafundi í San Salvador í gær. Hann sagðist hafa farið svo af taugum er hann fékk morðhótun, að hann hefði borðað ofskynjunarlyf. Hann hafi því ver- ið í lyfjavíma er hann dreymdi upp morðið á syni sínum. Montes virtist óstöðugur og einkennilegur á blaðamannafundinum og breytti frásögn sinni hvað eftir annað meðan hann ræddi við frétta- menn. Nýjar skoðanakannanir: Reagan eykur við forskotið Washington, 25. október. AP. TVÆR nýjar skoðanakannanir sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum benda til þess að Ronald Reagan Bandarfkjaforseti haldi góðri forystu yfir keppinaut sínum, Walter Mon- dale, og sé jafnvel að auka fylgi sitt er aðeins tvær vikur eru til kosn- inga. Könnun á vegum ABC-sjón- varpsstöðvarinnar og Washington Post segir Reagan eiga fylgi 54% kjósenda, en Mondale 42% en könnun sömu aðila viku áður gaf sömu niðurstöður. Hin könnunin var á vegum New Harris-stofnun- arinnar, en niðurstöðurnar sögðu Reagan leiða kapphlaupið með 56% gegn 42%. Viku áður hafði NH-stofnunin birt niðurstöður sams konar könnunar og þá leiddi Reagan með 9 prósentustigum. Walter Mondale, frambjóðandi Demókrataflokksins, sagði f dag, að hann myndi ekki tjá sig um niðurstöður þessara skoðanakann- ana eða annarra sem gerðar yrðu fram að kosningum, enda snerust kosningarnar ekki um slfkar kannanir, heldur hugmyndir og stefnur. Peter D. Hart, sem sér um skoðanakannanir fyrir kosn- ingabaráttu Mondales, sagði hins vegar með ólíkindum hvað fylgi Reagans væri jafnt síðustu 5 mán- uðina. „Það er lítill tími til stefnu og við verðum að einbeita okkur að þeim sem líklegastir eru til að snúa baki við Reagan,“ sagði Hart. Deng vill hreinsa út Peking. AP. KÍNVERSKI kommúnistaflokkur- inn hefur ákveöiö að flýta næsta landsþingi sínu um tvö ár og halda það á árinu 1985, í því skyni að fá tækifæri til að hreinsa úr flokknum andstæðinga Deng Xiaopings for- manns. Á 13. flokksþinginu á að velja nýja miðstjórn. Flokksþing eru vanalega haldin fimmta hvert ár og samkvæmt lögum flokksins er aðeins hægt að flýta þeim eða fresta krefjist sérstakar aðstæður þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.