Morgunblaðið - 30.11.1984, Page 30

Morgunblaðið - 30.11.1984, Page 30
J50______________________________ Aflaskýrslur janúar til septemben MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Heildaraflinn hefur auk- ist um 71 % en verð- mæti aflans um 49 % Sýning á gömlum myndum í Keflavík Sýning á gömlum Ijósmyndum frá Keflavík og Njardvík verður opnuð á vegum Ljósmyndasafnsins og Byggða- safns Suðurnesja á morgun, laugardaginn 1. desember. Á sýningunni, sem sett verður upp á byggðasafninu á Vatnsnesi, eru 47 myndir og er sú elzta frá miðri síðustu öld. Vegna sýningarinnar verður opið á Vatnsnesi á eftirtöldum tímum: Á fimmtudögum 20—22, laugardögum 14—17 og sunnudögum 14—17. BRÚTTÓVERÐMÆTI afla upp úr íslenzkum veiðiskipum nam rösk- lega 6 milljörðum króna fyrstu níu mánuði þessa árs, sem er 49 % meira verðmcti en nam á sama tíma sl. ár. Heildarafli landsmanna fyrstu níu mánuðina var 934.862 tonnum og er Loðnuveiðin: 6 skip með 3.190 lestir LOÐNUVEIÐI er nú hafin að nýju eftir stutt hlé af völdum veðurs. Fram til klukkan 17 í g*r höfðu sex skip tilkynnt um afla samtals 3.190 lestir. Þessi skip eru: Magnús NK, 530 lestir, Erling GK, 420, Keflvíking- ur KE, 530, Svanur RE, 600, Skarðsvík SH, 630 og Bergur VE, 480 lestir. Á þriðjudag tilkynntu eftirtalin skip um afla, aðallega frá því á sunnudag Beitir NK, 600 lestir, Sigurður RE, 950, Helga II RE, 230, Hilmir SU, 750, Ljósfari RE, 250, Þórður Jónasson EA, 320, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 180 og í sleifur VE, 250 lestir. Hátíðadagskrá stúdenta og 1. des. dansleikur STÚDENTAR fagna fullveldisdegin- um með hátíðardagskrá f Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut og hefst hún klukkan 14. Hallfrfður Þórarinsdóttir, þjóð- félagsfræðinemi, Ögmundur Jón- asson, fréttamaöur og séra Baldur Kristjánsson flytja. Stúdenta- leikhúsið, Háskólakórinn, Strengjakvartett og Eggleikhúsið. Nemendur úr Fósturskóla íslands sjá um barnagæslu og boðið verð- ur upp á veitingar. Um kvöldið verður dansleikur í Sigtúni og leikur hljómsveitin Kikk fyrir dansi. Það er Félag vinstri manna í Háskóla íslands, sem sér um há- tíðarhöldin að þessu sinni. það 71 % meiri afli en fékkst á sama tíma í fyrra. Mestu munar um loðnu- aflann sem var töluvert yfir 400 þús- und tonn fyrstu níu mánuði ársins en aðeins rúm 100 tonn á sama tíma í fyrra vegna loðnuveiðibanns. Þá hefur rækjuveiðin aukist um tæp 80% að magni og verðmæti rækjunn- ar upp úr skipum um 130%. Þorskaflinn var 256.331 tonn, sem er 10% minni afli en var á sama tíma í fyrra. Munar þar mest um að afli bátanna dróst saman um 30 þúsund tonn en tog- aranna um 5 þúsund tonn. Verð- mæti þorskaflans upp úr skipun- um var 2.791 milljón kr. sem er 33% meira en var á sama tíma í fyrra. Ýsuaflinn dróst saman um 32%. Við samanburð á afla þetta tímabil skiptir mestu máli að sáralítil loðna var veidd þetta tímabil í fyrra en fyrstu níu mán- uði þessa árs voru veidd 437.857 tonn að verðmæti 456 milljónir kr. Á sama tíma í fyrra voru veidd 106 tonn af loðnu að verðmæti 460 þúsund kr. Gífurleg aukning hefúr orðið á rækjunni. Veidd voru 20 þúsund tonn til septemberloka í ár á móti 11 þúsund tonnum f fyrra og er aukningin 79% á milli tíma- bilanna. Enn meiri verðmæta- aukning varð f verðmæti aflans i ár 497 milljónir króna upp úr skip- unum, sem er 130% verðmæta- aukning miðað við í fyrra. Hörpu- diskaflinn er svipaður og f fyrra eða 3.747 tonn en verðmæti aflans upp úr skipunum var tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra, eða 89 milljónir kr. Mýrdalur: Einmunablíða til þessa LiUa-Hvammi i Mfrdal, 29. nóvember. í GÆRKVÖLDI byrjaði að snjóa hér og var jörð orðin alhvít í morgun. Aðeins befur komið hér snjógráði tvisvar fyrr í vetur en horfið jafn harðan. Mikil einmunablíða hefur verið til þessa og er jörð alþíð undir. Fé er yfirleitt ekki komið á gjöf og sums staðar ekki farið að taka ásetningslömb. — Sigþór Starfsfólk nýju KRON-búðarinnar f Kópavogi. Ný KRON-verzlun í KAUPFÉLAG Reykjavfkur og ná- boðstólum verði matvara og aðrar grennis opnar nýja matvöruverslun í heimilisvörur. Fyrir utan eru svo ag, föstudag, að Furugrund 3 f Kópa- malbikuð bflastæði með hitalögn. vogi. Arkitekt hússins var Þorvaldur Verslunin er 500 fermetrar og ' Kristmundsson, en verkfræðistofa segir f fréttatilkynningu, að á Guðmundar Magnússonar hafði Flugfélag Norðurlands 25 áræ 200 norðlendingar flugu frítt í tilefni afmælisins sonar, framkvæmdastjóra FN, hefur afkoma félagsins verið góð f gegnum árin, aldrei um verulegar sveiflur að ræða og tekist hefur að viðhalda og auka eðlilega við flugflotann. í dag starfa hjá fyrir- tækinu 20 manns og auk áætlun- arflugs stundar félagið leiguflug. Skiptist reksturinn nokkurn veg- inn til helminga á milli þessara tveggja rekstrarforma. GBerg. Mjög gott verð fyrir ferskan fisk erlendis Verð fyrir ísfisk erlendis er um þessar mundir gott og hafa mörg ís- lenzk fiskiskip selt afla sinn í Eng- landi og Þýzkalandi að undanförnu. Fyrir þorsk og kola hafa fengist að meðaltali allt að 43,34 krónur fyrir kílóið, fyrir karfa 31,08 og fyrir ufsa 19,29. Á mánudag seldi Bessi ÍS 121,8 lestir, mest þorsk og kola í Grimsby. Heildarverð var 5.017.600 krónur, meðalverð 41,19. Otur GK seldi 108,5 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 3.045.300 krónur, meðalverð 28,06. Kópur GK seldi 93 lestir, mest ufsa í Cuxhaven. Heildarverð var 1.794.600 krónur, meðalverð 19,29. Á þriðjudag seldi Dalborg EA 107,6 lestir í Hull. Heildarverð var 3.863.100 krónur, meðalverð 35,91. Guðmundur Kristinn SU seldi í Grimsby 68,2 lestir. Heildarverð var 2.716.200 krónur. Hegranes SK Opið hús í Kópasteini DAGHEIMILIÐ og leikskólinn Kópasteinn við Hábraut í Kópavogi er 20 ára á þessu ári og af því tilefni verður opið hús að Kópasteini í dag, föstudag, frá klukkan 14 til 18. I fréttatilkynningu frá starfs- fólki Kópasteins segir, að það voni að sem flestir Kópavogsbúar líti inn og sérstaklega er vonast eftir sem flestum þeirra, sem einhvern tímann hafa verið á Kópasteini þessi 20 ár. seldi í Cuxhaven 192,4 lestir. Heildarverð var 5.557.200 krónur, meðalverð 28,89. Á miðvikudag seldi Jón Þórð- arson 53,7 lestir í Grimsby. Heild- arverð var 2.043.100 krónur, með- alverð 38,04. Gunnjón GK seldi í Hull. Heildarverð var 3.559.900 krónur, meðalverð 37,48. Loks seldi Vestmannaey VE 149,9 lestir. Heildarverð var 4.309.600 krónur, meðalverð 28,74. í gær seldi Sighvatur GK 84 lestir í Hull. Heildarverð var 3.673.300 krónur, meðalverð 43,34. Þá seldi Gjafar VE 56 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 1.471.200 krónur, meðalverð 26,11. Vestmannaey VE seldi 150 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 4.316.700 krónur, meðalverð 28,80. Loks seldi Karlsefni RE 149 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 4.621.800 krónur, meðalverð 31,08. Það er að mestu þorskur, sem seldur er í Hull og Grimsby en karfi og ufsi í þýzku höfnunum. Geðhiálp í nýju húsnæði GEÐHJÁLP opnar í nýju húsnæói að Veltusundi 3b I Reykjavík á morgun, laugardag, og býður gestum þangað. I frétt frá Geðhjálp segir að starfsemin á nýja staðnum verði meö svipuðum hætti og áður, opið hús á laugardögum og sunnudög- um og á fimmtudagskvöldum. Skrifstofan er opin siðdegis á mið- vikudögum. Akureyri, 29. BÓvember. UM 200 manns flugu frítt á áætlun- arleiðum Flugfélags Norðurlands í dag f tilefni af 25 ára afmæli félags- ins. Félagið ákvað að gefa farþegum kost á ókeypis flugferð að því und- anskildu að 18 krónur voru inn- heimtar af hverjum farþega í flug- vallarskatL Mæltist þetta vel fyrir og munu margir hafa orðið til þess að bregða sér bæjarleið á Norður- landi, en félagið heldur uppi áætl- unarferðum til 10 staða allt frá ísafirði til Vopnafjarðar, auk þess sem það flýgur frá ólafsfirði til Reykjavíkur. Á 25 ára afmælinu á félagið sex flugvélar, sem samtals geta flutt 71 farþega. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- Kópavogi umsjón með hönnuninni. Bygg- ingameistari var Benedikt Ein- arsson. Innréttingar eru m.a. frá Modul inventar Silkeborg A/S og KF I Svíþjóð, kælitæki frá ASKO OY og frystiklefar frá Hurrey OY. Verslunarstjóri er Kári Kaaber.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.