Morgunblaðið - 30.11.1984, Síða 54

Morgunblaðið - 30.11.1984, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 • Jakob Sigurösson Val Mk mjög vel með landsliöinu ( gnrkvöldi er líöíö sigraöi Ítalíu meö tíu marka mun á Polar Cup. KSI greiöir Ander- lecht 800 þúsund kr.! — í skaðabætur vegna meiðsla Arnórs Guöjohnsen i ÁRSREIKNINGUM KSÍ sem lagöir veröa fram um helgina á þlngi sambandsins kemur fram aö greiöa þarf belgíska félaginu Ander- lecht 800 þúsund krónur í skaðabætur vegna meiösla þeirra sem atvinnumaöurinn Arnór Guðjohnsen hlaut í landsleik hór heima 21. september 1983. KSÍ hefur þegar greitt Ander- lecht hluta af þessari háu upp- hæð en er jafnframt búið aö semja um greiöslur á eftirstöðv- unum. Eru þetta veruleg fjárútlát fyrir KSÍ og er þetta i fyrsta sinn sem sérsamband innan iSi þarf að greiða erlendu íþróttafélagi háa peningaupphaeð í skaöa- bætur. Atvinnuknattspyrnumaöurinn Arnór Guöjohnsen varö fyrir því óhappi í landsleíknum gegn irum aö togna í lærvöðva. Hann varö aö yfirgefa völlinn og síöar kom i Ijós að meiöslin voru svo slæm að Arnór þurfti aö gangast undir uppskurð. Arnór lék Iftiö sem ekkert meö Anderlecht síðasta keppnistímabil. brátt fyrir það mun Anderlecht hafa greitt hon- • Arnór Guöjohnsen um uppbót eins og öðrum leik- mönnum er félagiö sigraöi í leikj- um og aö öllu leyti staöiö viö samninga sina gegn honum, en gerði þess i stað kröfu á hendur KSÍ aö upphæö 800 þúsund krónur. KSÍ mun hafa tryggt íslensku landsliðsmennina fyrir landsleik- inn en sú trygging hefur greini- lega veriö ónóg. Hún náöi ein- göngu til þess ef dauðsfall yröi á leikvelli. Meiösli Arnórs féllu þvi auövitað ekki undir trygginguna og því veröur KSÍ að greiöa And- erlecht skaðabætur vegna meiösla Arnórs. Polar-Cup í Noreqi: Tíu marka sigur íslands gegn Italíu íslenska landsliöiö í handknatt- leik hóf þátttöku sýna á Polar Cup í gærkvöldi meö léttum og öruggum sigri á landsliöi ftalíu. Aöalleikmenn íslenska liösins hvfldu mikinn hluta leiksins en ungu leikmennirnir f hópnum fengu aö spreyta sig. ísland sigr- aöi meö 25 mörkum gegn 15 eftir aö staöan f hálfleik haföi veriö 16—8. Sigur íslands heföi getaö oröiö mun meiri heföi veriö keyrt á fullri ferö allan leikinn en þess gerðist ekki þörf. Tíu marka sigur var nóg aö áliti Bogdans og hann lét leikmenn sína spara kraftana fyrir erfiöustu mótherjana A-Þjóöverja en landsliöiö leikur gegn þeim í kvöld. SfÖustu dagar hafa veriö strangir hjá lands- liösmönnunum erfiöir leikir og ferðalög og þvf ástæöulaust aö keyra liöiö út. Framan af fyrri hálfleik fór ís- lenska liöiö sér hægt í sakirnar. Þreifaöi fyrir sér í leik sínum og tók lífinu meö ró. Þó var mikiö skoraö af mörkum. Eftir átta mínútur var staöan jöfn, 6—6. En þá leiddist íslensku leikmönnunum þófiö, tóku Wilkinson kom í gær SEGJA má að Siguröur Jóns- son, knattspyrnumaöurinn snjalli frá Akranesi, sá umset- inn forráöamönnum erlendra knattspyrnuliöa þessa dagana. Eins og viö sögöum frá f gær ræddu forráðamenn Chelsea viö hann í fyrradag — og í gær kom framkvæmdastjóri enska 1. deildarliösins Sheffield Wednesday, Howard Wilkinson, til landsins og ræddi viö Sigurö, Haralds Sturlaugsson og Gunn- ar Sigurösaon. Blaöamaður hitti Wilkinson aö máli í gærkvöldi, skömmu eftir aö hann kom til landsins, og spuröi hann fyrst aö því hvort hann heföi fylgst lengi meö Sig- uröi Jónssyni. „Ég og aöstoöarmenn mínir höfum fylgst í eitt og hálft ár með Siguröi. Eg sá hann t.d. í lands- leiknum gegn Wales í Cardiff fyrir stuttu — sá leikur var mjög lélegur aö mínu mati og Siguröur var einnig lélegur í þeim leik — en engu aö síöur er ég hingaö kominn,“ sagöi Wilkinson. Sheffield Wednesday leikur dæmigerða enska „kick-and- run“ knattspyrnu — og spuröi ég Wilkinson hvort hann teldi Sigurö falla inn í leik liös síns. .Ég tel rangt aö ætla aö leik- menn þurfti aö falla Inn í eitthvert visst leikkerfi — góöir knatt- spyrnumenn eiga aö geta aölag- aö sig leik hvaöa liös sem er hverju sinni.“ Ef svo færi aö Siguröur kæmi til Sheffield Wednesday, hugs- aöir þú þér hann sem einn af 11 leikmönnum í byrjunarliöi þeg- ar í staö — eöa hefur þú hugsað þér aö ala hann upp sem leik- mann? „Þaö er Ijóst aö Siggi yrði einn af hópnum — sennilega einn af 16 leikmönnum sem til greina kæmu í byrjunarliö mitt — en þaö yröi svo aö sjálfsögöu undir honum komiö hvort hann kæmist í liöiö,“ sagöi Wilkinson. MorgunbfaMð/Arni Sæberg • Haraldur Sturlaugsson, Sigurður Jónsson, Howard Wilkinson og Gunnar Sigurösson á Hótel Loft- leiðum í gærkvöldi. af skariö og skoruöu næstu fimm mörk, breyttu stööunni í 11—6. í lokakaflanum í hálfleiknum skoraöl íslenska liðið svo fimm mörk gegn tveimur og staöan í hálfleik var 16—8. Meö átta marka forskot í hálfleik var hægt aö taka lífinu meö ró í síöari hálfleik. Mótspyrna ítölsku leikmannanna var ekki mikil. Virt- ist þá skorta úthald og kraft og höföu ekki roö í hlna líkamlega sterku og vel þjálfuöu leikmenn ís- lenska landsliösins. Vörn íslenska liösins svo og markvarsla var all- ísland — Ítalía 25—15 góö og sóknarleikurinn líka. Erfitt er aö gera upp á mllli leikmanna, þeir stóöu sig allir vel. Jakob Sig- urösson kom vel frá leiknum svo og Kristján Arason, Páll Ólafsson og Þorbergur Aöalsteinsson meö- an þeir voru inná. Mörk fslands í leiknum skoruöu þessir leikmenn: Kristján Arason 5, Páll Ólafsson 5, Þorbergur Aöal- steinsson 5, Jakob Sigurösson 4, Bjarni Guömundsson 2, Atli Hilm- arsson 2, Júlíus Jónsson 1, og Guömundur Guðmundsson 1. f kvöld veröur leikiö gegn A-Þjóö- verjum, á morgun gegn Norð- mönnum og síöasti leikurinn á Pol- ar Cup veröur gegn fsrael á sunnu- dag. Landsliðshópurinn kemur heíma á mánudagskvöld. • Bjarni Guðmundsson kom gagngert frá V-Þýskalandi til aö leika á Polar Cup maö landsliö- inu. Hann skoraöi tvö mörk í gær gegn Ítalfu. Bjarni hefur leikiö vel í V-Þýskalandi aö und- anförnu. Prófraun í kvöld: Leikið gegn A-Þjóðverjum ÍSLENSKA landsliöinu í hand- knattleik hefur gengið vel í lands- leikjunum sínum aö undanförn- um. Fyrst á Noröurlandamótinu í Finnlandi og nú síóast I lands- leikjunum gegn Dönum. Eins og viö mátti búast þá vannst frekar auöveldur og öruggur sigur á landsliöi Ítalíu ( gærkvöldi. En ( kvöld fær landaliöió veröugan mótherja, hiö sterka landslið A-Þýskalands. Þaö verður því sannkölluö próf- raun sem íslensku landsliöspiltarn- ir fá í kvöld. Hvernig skildi þeim nú takast upp gegn verulega sterkrl þjóö á handknattleikssviöinu? Bestu handknattleiksþjóöir heims kepptu ekki á Ol-leikunum í Los Angeles síöastliöiö sumar og var þaö vissulega skarö fyrir skildi. Aöeins einu sinni hefur fslandi tek- ist aö sigra A-Þjóðverja í landsleik, oftast nær hefur tap okkar veriö of stórt. Leikurinn í kvöld á Polar Cup sýnir okkur nokkuö hvar viö stönd- um í dag. En vissulega veröum viö aö gæta þess aö mikiö álag hefur veriö á landsliöinu á síöustu dög- um. Erfiöir leikir gegn Dönum og síöan langt ferðalag tll Óslo þar sem ekki var fariö flugleiöis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.