Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Þegar úti er veoiir kalt - Finnsku kuldahúfurnar fyrir herra Mokkahúfur og mokkalúffur eru nú aftur til í öllum númerum á alla fjölskylduna RAMMAGERDIH HAFNARSTRÆT119 símar 17910& 12001 Endurminningar Jóns G. Sólnes BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út æviminningar Jóns G. Sólness skráðar af Halldóri Halldórssyni blaðamanni. Á bókarkápu segir m.a.: Jón G. Sólnes er nafn sem allir þekkja. Hann er harðsvíraðasti kapítalist- inn í Sjálfstæðisflokknum, fyrrver- andi bankastjóri á Akureyri, Akur- eyrarmeistari í bæjarstjórnarsetu, fyrrverandi þingmaður. Jón er jafn- framt persónugervingur umdeild- ustu fjárfestingar á íslandi hin síð- ari árin, Kröfluvirkjunar. Hann hefur verið sakaður um mútuþægni og alls kyns spillingu, en alltaf staöið slíkar ásakanir af sér. Oftar en einu sinni kröfðust pólitískir andstæðingar þess, að hann segði af sér þingmennsku. En það var hans eigin flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, sem batt enda á pólitískan feril Jóns — um stund. Árið 1979 var hann sakað- ur um fjárdrátt og flokksfélagar hans þökkuðu honum hálfrar ald- ar starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn með því að sparka honum út af framþoðslista flokksins. f þessari bók ræðir Jón af hreinskilni um þessi mál og eins og hans er von og vísa skefur hann ekki utan af hlutunum. Hann lætur forystu Sjálfstæðis- flokksins fá það óþvegið, ef hon- um finnst það við eiga. Pólitískir andstæðingar fá líka orð í eyra.“ Bókin um Jón G. Sólnes er 266 blaðsíður, sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Shakespeareþýðingar Helga Hálfdanarsonar ALMENNA bókafélagið hefur gefið út þriðja bindi Shakespeare-þýðinga Helga Hálfdanarsonar, en hann hef- ur lokið við að þýða öll leikrit Shake- speares, 37 að tölu. í frétt frá AB segir m.a.: „Leik- ritin í 3. bindinu sem nú er nýlega komið út eru hin víðkunnu stórverk sem sífellt eru á leiksviðum víðs- Árbœjarkjör og Nócrtún bjóða þér að smakka Ijúffenga Matreiðslumeistarar verða á staðnum og veita þér rcðleggingar um matreiðslu og allir fá uppskriftir að sannkölluðum hátöarmat. vegar um heim, Romeó og Júlía, Hamlet Danaprins, Lér konungur og Makbeð. En áður eru út komin öll konungaleikritin í tveimur bindum, en þau leikrit gætum við vel nefnt Sturlungu Breta." Leikrit Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdanarsonar verða alls 8 bindi og munu þau 5 bindi sem eftir erru koma út á næstu árum, segir í frétt AB. Leikrit Shakespeares eru í þeim bókaflokki AB sem nefnist Úrvalsrit heimsbókmenntanna. Þriðja bindið er 475 bls. og unnið í Prentsmiðjunni Odda. Verðlaunasaga fyrir börn HELGAFELL hefur gefið út bókina „Músikalska músin“ eftir Þórönnu Gröndal, en hún hlaut viðurkenn- ingu í samkeppni um smásögur handa börnum, sem Samtök móð- urmálskcnnara efndu til í fyrra. Sagan segir frá lítilli mús, sem settist að í píanói. Margrét Magn- úsdóttir myndlistarnemi mynd- skreytti bókina, sem er 21 blaðsíða í stóru broti. Bókin er unnin í Prentsmiðj- unni Hólum hf. í TILEFNI DAGSINS BJÓÐUM VID PEKING ENDUR Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI; AÐEINS KR. 235 pr kg Kalkúnar á kr 429 pr kg Aligœsir á kr 419 Pr kg Villigœsir á kr 265 Pr kg Opið í dag fró kl. 9 til ó. Árbœjarmarkaðurinn Rotabœ 39 ® 71 200 oo 78 200 Nóatún Nóatúnl 17 ® 1 72 61 Tvö fiskiskip seldu erlendis TVÖ íslenzk fiskiskip scldu afla sinn erlendis á föstudag og fengu nokkuð gott verð fyrir hann. Mikið er nú um landanir erlendis og í næstu viku eru bókuð 15 skip á England og Þýzkaland. Kambaröst SU seldi 155,5 lestir af karfa í Bremerhaven. Heildar- verð var 5.950.100 krónur, meðal- verð 38,26. Gullver NS seldi 121 lest í Grimsby. Heildarverð var 4.945.500 krónur, meðalverð 38,40. í afla Gullvers voru 22 lestir af grálúðu, sem drógu bæði heildar- verð og meðalverð niður, sé miðað við dýrari fisktegundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.