Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 59 Þessir hringdu . . , Glerbrotaborg Norðursins 5745-3079 hringdi: Menning er hugtak sem nær yfir stórt svið. Það er talin menning að koma kurteislega fram við fólk, sem maður um- gengst. Það er líka menning að ganga hreinlega til fara og búa í góðum húsakynnum. Og umfram allt að fara hreinum höndum um allt sem unnið er, hvort sem er fiskvinnsla eða matargerð. En hvað með landið okkar og höfuðborgina. Maður líttu þér nær. Tjörnin sem gæti verið bæjarprýði er orðin hlandfor Reykjavíkur og allar fjörur um- hverfis Reykjavík eru þaktar alls konar rusli, sem rottur lifa góðu lífi á. Svo er fólk að tala um þrifnað og menningu í þessu landi. Er ekki kominn tími til að setja hreinsiútbúnað á allt frá- rennsli borgarinnar í stað þess að dæla öllum óþverranum út í Faxaflóa? Með þessu háttalagi verður Faxaflói eiturbyrlari bæði fyrir menn og málleys- Á jólaföstu 4274-6272 skrifar: „Velvakandi góður. Ég get ekki orða bundist öllu lengur, svo mjög er mér og þorra fólks misboðið með vaxtaþvargi undanfarnar vikur og mánuði. Fjögurra vikna verkfalli opin- berra starfsmanna er nýlokið. Stjórnvöld létu reka á reiðanum með því að gera ekkert, eins og þetta væri einkamál. Það var fyrst og fremst krafa fólksins að fá kaupmáttartryggingu, en það var bannorð hjá stjórnvöldum. Enda skollin á 12% gengisfelling áður en sumt af þessu fólki sem var búið að standa í mánaðarverkfalli hafði fengið krónu frá ríkissjóði. En umhyggja fyrir fólkinu sem átti peningana kom aö sama skapi fljótt í ljós,iafnt hjá Seðlabanka (það er ríkinu) sem hjá bönkum og sparisjóðum. Og nú er svo komiö að vegna umsvifa í auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi verður annað efni, sem fólkinu í landinu var ætlað að heyra og sjá, að þoka fyrir auglýsingum um hærri vexti og meiri gróða. Svo eru saklaus börn tekin inn í þennan þokkaleik og sagt að það sé verið að búa í haginn fyrir þau. Vei yður, þér hræsnarar! Nú bið ég liðsinnis presta þessa lands að þeir beiti sér fyrir því, að þetta stríð um peninga og gróða verði stöðvað nú í jólamánuðinum. Og vissulega væri hægt að gera eitthvað við þá peninga sem spör- uðust við auglýsingastríð í einn mánuð, t.d. mætti benda á börnin sem bíða við dauðans dyr og við sjáum á skjánum á milli auglýs- inga peningastofnana þessa lands um hærri vexti og meiri gróða." Mtambou þaó þehKisl á bragóinu ingja. Sorpeyðingarstöð þarf að byggja utan við borgina og úr sorpinu mætti vinna áburð til ræktunar, en það hafa Kínverjar gert með góðum árangri undan- farna áratugi. Ég get ekki stillt mig um að segja frá samtali við útlending sem hefir oft komið til íslands með ferðafólk. Hann sagði að Reykjavík væri búin að fá viður- nefnið glerbrotaborg norðursins. Hann sagði að sér þætti þetta leitt, en eina ráðið til að kveða þetta niður er að kenna ungling- unum að hætta að brjóta flöskur á götum borgarinnar og láta þá hreinsa göturnar öðru hvoru sem uppvísir eru að ósómanum. Um Örlagatré Blómakona hringdi: Varðandi bréf Helgu í Velvak- anda 30. nóv. sl. langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Blómið sem Helga kallar ör- lagatré hlýtur að vera það sem sama og heitir Clerodendrum, en það þýðir einmitt örlagatré. Margar tegundir eru til af þessu blómi, en afbrigðið, sem er til hér á fslandi, er kallað Thomas- oniae. Eðli þessara plantna er að þær taka sér hvíldartíma frá október til febrúar. Á þessum tíma á ekki að gefa plöntunni áburð. Hún á að standa í 10—12° hita og fá lítið vatn. Á þessum tima missir plantan mest öll laufblöð- in, þar sem hún er að búa sig undir blómgunartímann. Á vorin er best að klippa hana niður og skipta um mold, svo hún geti blómstrað ríkulega. Einnig er gott að gefa henni áburð þegar blómgunartímabilið hefst. Ég kannast því miður ekki við blómið sem Helga kallar Regn- hlífablóm. Spariskírteini Kona í austurbæ hringdi: Árið 1980 keypti ég 2 spari- skírteini. Þá kostaði hvert þeirra 50.000 krónur gamlar, samtals 100.000 krónur. í gær athugaði ég hve mikils virði þetta er í dag og kom í ljós að þau eru samtals 7.000 króna virði. Mér fannst 100.000 krónur vera mikill pen- ingur árið 1980, en í dag er ekki hægt að fá mikið fyrir 7.000 krónur. Fyrirspurn til Flugleiða KJ. hringdi: Ég þekki manneskju sem er að fara með maka sínum til London þar sem hann er að fara í aðgerð. Flugleiðir bjóða fylgdarmönnum sjúklinga xk fargjald og það kostar rúmar 11.000 krónur. Hins vegar sá ég auglýsingu frá ferðaskrifstofu, þar sem boðið var upp á hótelgistingu, flugfar og morgunmat í viku fyrir 15.850 krónur. Ég spyr Flugleiðir: í hverju er þessi mismunur fólginn? Er líða tekur að jólum leita margs konar áhyggjur á bréfritara. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Kópavogur Lindargata 40—63 Vesturbær Grettisgata 37—98 Miöbær I Töfrar liósþrotsins ty i njóta sín til fulls í tærum Kosta kristal. Snjóboltinn verð frá 295 kr. Kristalsrós 395 kr. I’óxtsendum ()pið til kl. (i í dag. Bankastræti 10. Sími 13122 YffiDULEIKI YELLIÐAN Ergo-top stóllinn er einn virðulegasti § Drabertstóllinn. Þrátt fyrir virðuleikann § er hvergi slegið af kröfum um aukna vellíðan. Þú situr rétt og bak þitt er vel verndað. ' Ergo-top er stóll sem hvetur þig til aukinna afkasta án þess að misbjóða heilsu þinni. HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211 ■ SKRIFSTOFU HUSGOGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.