Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 49 á hendi, Jonna kaupakona í æsku- blóma. Þarna var yndislegt heim- ilislíf. Sigga var hláturmild ef hún gaf sér tíma til að gantast, en haldin svo aðgangshörðum starfshug að hún hljóp oftast við fót hvort sem hún var að sinna heimilisverkum eða raka ljá á engjum. Til Jonnu felldi ég heitan ástarhug við fyrstu sýn og var henni fylgispakur eins og heim- alningur. Húsbóndinn var góð- menni, svo geta má nærri hvort barn sem honum var trúað fyrir þyrfti yfir atlætinu að kvarta. Við sváfum öll í sama lofti, systurnar hvor í sínu rúmi, en við Sigjón saman. Auðvitað hefði ég langtum heldur viljað sofa hjá Jonnu. En þetta var á siðsamri öld meðan ástfangnir sveinar urðu að temja sér nokkra biðlund jafnvel þótt orðnir væru 11 ára. Yfirleitt fór vel á með okkur rekkjufélögum. Þó fannst Sigjóni ég bylta mér óþarflega mikið meðan ég var að festa svefn, og- einn ávani hans gerði mér nokkrum sinnum slæm- an grikk. Hann hafði þann sið ef þörf kallaði um nætur að taka koppinn upp í og skáka honum undir rúmið aftur að lokinni notk- un. Þegar staðið hafði verið í hirð- ingu liðlangan daginn og vakað fram á nótt við að kasta úr heyi var bóndi stundum svo útkeyrður að hann sofnaði út frá næturgagn- inu. Þá bar við að ég hrökk upp með andfælum kominn á flot og vissi ekki hvað taka skyldi til bragðs: hafði ekki hjarta í mér til að vekja hann og kunni ekki við að flýja á náðir Jonnu. Ég greip til þess fangaráðs að stinga svæflin- um undir mjöðmina og tókst þá oftast að sofna á ný. Þegar ég sagði Siggu frá siglingarævintýr- um næturinnar ætlaði hún að springa af hlátri, en ég starði á hana drumbs eins og mann sem hlær á röngum stað á raunalegri leiksýningu. Sigjón í Borgarhöfn var á þess- um dögum mestur smiður Aust- ur-Skaftfellinga; hafði smíðað fyrir þá kirkjur og íbúðarhús fleiri en ég kunni að telja. Hann var bæði mikilvirkur og vandvirkur. Ekki höfðu þó hagleikshendur hans aukið honum efni, því mann- inum var ósýnt um að verðleggja vinnu sína. Eitt sinn smiðaði hann íbúðarhús fyrir fátækan sveitunga sinn og sagði mér þannig frá glímu sinni við þennan stolta bónda: „Hann var vandræðamaður í viðskiptum. Ég ætlaði ekkert að taka fyrir að smíða húsið og var búinn að segja honum það. En hann krafðist þess að fá að fóðra fyrir mig þrjár ær veturinn eftir, og ég komst ekki undan honum." Hann var greinilega enn með sam- viskubit yfir að hafa okrað svona á manninum, þó áratugir væru liðnir frá því þetta gerðist! Um haustið fylgdist ég með lest- armönnum austur á Höfn og reið þá Hornafjarðarfljót í eina skiptið á ævinni. Að var í lágum hólma og tekið til nestis. í kvæðisómynd sem kveðin var milli vita fyrir margt löngu segir: Sigjón smiður hefur hent hákallslim úr tösku, hýr í bragði hátt á loft heldur glærri flösku. „Heveðisári er haustgolan nöpur, en hérna er dálítið tár: Drekkiði piltar, það drepur engan að dreypa á þessum sopa. Komdu hér væna og vertu ekki döpur, % en viljirðu forðast kvefið er brennivínið hið besta ráð sem börnum drottins er gefið.“ Já, Sigjón hafði gaman af að fá sér bragð á hátíðlegri stund og þó enn meiri ánægju af að veita öðr- um. Mér var sagt hann hefði verið það hæst uppi um dagana ein- hvern tíma þegar hann var við smíðar hjá Þórhalli kaupmanni Daníelssyni á Höfn að honum þóttu rafljósin orðin undarlega þau ástríkrar umönnunar Hall- dórs sonar síns og vináttu fjölda manna. Meðal annars nú síðustu mánuðina frábærrar hjálpar frú Kristrúnar J. Steindórsdóttur frá Hafnarfirði, sem gerðist af eigin hvötum sjálfboðaliði og dvaldi á heimili þeirra til að hjálpa og hjúkra Jónínu þar til hún fór fyrir skömmu í sjúkrahús. Eftir að Andrés flutti til Selfoss vann hann yfirleitt við húsa- byggingar, lengst af hjá Sigfúsi Kristinssyni byggingameistara. Þótt kominn væri hann nú hátt á áttræðisaldur var hann oftast á vinnustað dag hvern og starfaði traustum höndum hjá sínum góða vinnuveitanda, sem hann oft minntist við vini sína með hlýjum orðum. Á Stokkseyri voru átthagar og bernskuspor Andrésar og þangað leitaði hugur hans oft og fáar vik- ur munu hafa liðið svo, að hann brygði sér ekki þangað á bíl sín- um, oft í fylgd Halldórs sonar síns. Hann fór til að horfa á sjó- inn, sjá brimið — hið fræga Stokkseyrarbrim — hina hvitf- extu brimskafla rísa, hvolfa sér og brotna á skerjagarðinum, hlusta á sjávarhljóðið, hinn þunga andar- drátt hafsins, en líka til að sjá í logni mildan svip sjávarins, speg- ilfagran flöt þess og léttar bárur þvo og kyssa sendna ströndina. Þessar Stokkseyrarferðir voru Andrési einskonar andleg næring, sem hann teygaði eins og þyrstur maður svaladrykk. Með Andrési Markússyni er til moldar genginn merkur maður, sem skilur eftir sig hlýjar minn- ingar í hugum samferðamanna. Því miður hafa horfið með honum margar minningar frá langri ævi og fróðleikur sem hann bjó yfir, en Andrés var allra manna fróðastur um atburði, sögu og örnefni á Stokkseyri og í Stokkseyrar- hreppi, yfirleitt. Hann hafði mjög góða frásagnargáfu og gæddi liðna atburði fersku lífi. Er mikill skaði, að minningar hans skyldu ekki vera ritaðar. Nokkur bót er þó í því, að á sl. sumri átti ungur há- skólanemi samtal við Andrés um bernskustöðvar hans á Stokkseyri og hljóðritaði það og frásögnina. Ég vil með þessum orðum þakka löng og góð kynni við Andrés og votta konu hans og syni samúð mína. Agúst Þorvaldsson kvik og varð að orði: „Heveðisár- inn, hger er að hringla í perun- um?“ En á 52 árum sem kynni okkar stóðu sá ég hann aldrei ölv- aðan og aðeins einu sinni ofurlítið hreifan af víni. Það var við vígslu Kolgrímubrúarinnar gömlu árið 1935. Héf ég sagt frá því á öðrum stað þegar hann rétti mér pyttlu með þeim orðum að ég hefði ekki nema gott af að fá mér glaðning. Ég var þá 14 ára og kominn svo til vits að mér duldist ekki að hann hafði lög að mæla. Síðan hef ég aldrei komið svo í Suðurhús ég lumaði ekki á lögg í pela. Þegar Sigjón var búinn að hella upp á könnuna höfðum við til siðs að setjast við eldhúsborðið, fá okkur vel hálfan bolla af svörtu kaffi sykruðu og fylla hann ómenguðu brennivíni. Fyrri bollinn hitar fyrir brjósti og hýrgar augun, sá seinni liðkar málbeinin hæfilega. Þriðji? Neitakk, nú stingum við flöskunni með því sem eftir er niður í koffort. Gott að dreypa á því sem meðali við innankveisu eða kvefi. Mörg síðustu árin hafá þeir bræður Sigjón og Guðmundur bú- ið einir í Suðurhúsum. Fé þeirra fór smáfækkandi eftir því sem æviárum bræðra fjölgaði og upp á síðkastið hafa þeir aðeins haft fá- einar kindur á fóðrum hjá góðum grönnum rétt til gamans. Én eitt af síðustu árunum sem heita mátti þeir væru við bú spurði ég Sigjón um skepnuhöld og fékk þetta merkilega svar: „Ég hef engan arð af ánum og kæri mig ekkert um það. Mér er fyrir mestu að bless- uðum skepnunum líði vel það sem þær eiga eftir ólifað.“ Hinn 29. október síðastliðinn varð Sigjón vinur minn níræður. Ég var búinn að ákveða að sækja hann heim á þessum heiðursdegi. En þá var skollið á verkfall og rík- ið harðlæst. Mér fannst ég ekki geta komið austur án þess að hafa pennadropa á glasi að gleðjast við og ákvað að fresta förinni frám á aðventu. Ég hefði þó mátt vita hve heimskulegt er að ætla að geyma sér gamlan mann. Laugardaginn 1. desember hringdi grannkona hans og sagði mér að Sigjón hefði látist um morguninn eftir stutta legu. Fyrir nokkrum vikum fór hann að messu á Kálfafellsstað til að vera við skírn lítillar stúlku úr Ijækjarhúsum. Þetta kom flestum á óvart, því honum hafði verið svimagjarnt í seinni tíð og þess vegna ekki tíðförult af bæ. Auk þess var heyrnin orðin svo dauf að hann gat fráleitt numið svo mikið sem óm af tali eða tóni. En kirkj- an er hans eigin smíð, og kannski hefur hvarflað að honum efi um að síðar gæfist fallegra tækifæri til að kveðja hana. í dag er hann kvaddur frá kirkju sinni. Hlýjar þakkir færi ég góðum dreng sem auðnaðist að lifa vammlausu lífi í níutíu ár. Einar Bragi Landfræði- fundur um Mexíkó Landfræðifélagið mun efna til fræðslu- og myndkvölds næstkom- andi þriðjudag klukkan 20.30 í stofu 103 í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla íslands. Á fund- inum mun Sigurður Hjartarson menntaskólakennari sýna myndir og segja frá Mexíkó. Miklar hús- byggingar í Stykkishólmi Stykkiahólmi. t. deaember. TALSVERT hefir verið um bygg- ingar íbúðarhúsa í Stykkishólmi á þessu ári. Um seinustu mánaða- mót afhenti Trésmiðjan ösp tvö hús fullbúin og fleiri eru í smíðum á vegum félagsins og ekki margir dagar síðan grunnur var lagður að einu. Hefir verið mikið að gera í byggingariðnaði á þessu ári. Fréttaritari. NÝJUNG FRÁ ALÞÝÐUBANKANUM NU GETUR l»U LAGT LÍFEYRINN EÐA EFTIRLAUNIN INN Á SÉRSTAKA LÍFEYRISBÓK ÁN NOKKURRAR BINDISKYLDU! LífeyrisbóK Alþýðubankans er afgerandi nýjung fyrir þá sem reglulega fá greidd eftirlaun frá lífeyrissjóði eða lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Innstæðan er alltaf laus til útborgunar, bindiskylda er engin og bókin á allan hátt jafn einföld og þægileg í meðförum og venjuleg sparisjóðsbók. Qrundvallarmunurinn er einfaldlega sá að við bjóðum ávallt 7% VAXTAVIÐBÓT ofan á almenna sparisjóðsvexti, sem um þessar mundir eru 17%. Sértu rétthafi eftirlauna eða lífeyrisgreiðslna bjóðast þér því 24% VEXTIR AF OPIHm LÍFEYRISSBÓK ALÞÝÐUBAMKAMS. ATHUGAÐU MÁLIÐ — þú getur breytt um bankareikning , lífeyrisins með einu símtali við Tryggingastofnunina S eða lífeyrissjóðinn. | Það er leitun að öðru eins tilboði Alþýöubankinn hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.