Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBROAR 1985 31 Könnun Helgarpóstsins: 71,5% vilja leyfa bjórinn í SKOÐANAKÖNNUN, sem Helg- arpósturinn gerði helgina 19.—20. janúar og blaðið birti i gær, kemur fram að 71,5% þeirra sem tóku af- stöðu vilja leyfa sölu á bjór á íslandi en 28,5% aðspurðra voru andvígir. Það var fyrirtækið Skáís sem framkvæmdi könnunina. Úrtakið var 800 manns á öllu landinu, 400 karlar og 400 konur. Af þessum fjölda voru 504 fylgjandi bjór, 201 á móti en 95 tóku ekki afstöðu. Fleiri karlar en konur voru fylgj- andi bjórnum. í sams konar könnun sem Helg- arpósturinn gerði árið 1983 voru 57,8% fylgjandi bjórnum en 42,2% á móti. I könnun sem DV gerði 1984 voru 59,5% með bjórnum en 40,5% á móti. BSRB for- dæmir afnám verðtrygg- ingar launa „VEGNA stórfelldrar kjaraskerð- ingar mun launþegahreyfingin halda áfram baráttu sinni fyrir auknum kaupmætti launa með endurskoðun samninga á þessu ári,“ segir í kjaramálaályktun bandalagsráðstefnu BSRB, sem lauk á miðvikudag. „Bandalagsráðstefnan for- dæmir þá stefnu ríkisstjórnar- innar að afnema verðtryggingu launa á meðan aðrir þættir efnahagslífsins eru bundnir vísitölu. Þetta veldur fjölda launafólks óleysanlegum fjár- hagsvanda og gjaldþroti sífellt fleiri heimila. Vandi þeirra sem þurfa að tryggja sér og sínum húsnæði er hvað mestur. Húsnæðislánakerfið þarf að bæta verulega og breyta þannig að velja megi um eigið eða leiguhúsnæði. Verði þessar um- bætur ekki gerðar mun skapast algert neyðarástand í húsnæðis- málum á næstu misserum. Ráðstefnan telur það algjört grundvallaratriði að verðtrygg- ing launa verði ófrávíkjanleg krafa í næstu kjarasamningum. Bandalagsráðstefnan leggur áherslu á, að samræmd kjara- stefna og einhugur launafólks er höfuðatriði í kjarabaráttunni til þess að árangur náist. Með samstilltu átaki verður að bæta kjör launafólks." Leiðrétting í FRÉTT á bls. 2 í gær misritaðist titill Andersons, hins nýja yfir- manns varnarliðsins í Keflavík. Anderson ber titilinn commodore, sem að sögn menningarstofnunar Bandaríkjanna jafngildir tign eins stjörnu hershöfðingja, brigadier general í landher og flugher. bera óumdeflanlega hæstu bankavextina VEXTIR Nú hækkum við vexti úr 34% á ári í 37%. , .. Par sem vextir eru færðir tvisvar á ári verður ársávöxtunin AYOXTUN 40,4%. VERÐ- BÓLGA Verðbólguspá Seðlabanka íslands og Pjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir 20% hækkun lánskjaravísitölunnar á árinu 1985, en við hana miðast vaxtakjör verðtryggðra reikninga. VERÐ- TRYGGING Sparifé á 18 mánaða reikningum nýtur fullrar verðtryggingar. Vaxtakjör eru borin saman við kjör 6 mánaða verðtryggðra reikninga, en miðað við þessa spá, þurfum við tæplega á því að halda! VERTU ÁHYGGJULAUS Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja vera algjörlega áhyggjulausir um sparifé sitt í 18 mánuði eða lengur. BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI VIÐ ÖNNUMST INNLAUSN SPARISKÍRIEINA RÍKISSJÓÐS 'Vextir eru breytilegir til hækkunar eða lækkunar samkv. ákvörðun Búnaðarbanka íslands Lýðveldi eða leppríki erlendra lánardrottna? Bandalag jafnaöarmanna landsfundur 1985 TlMABÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.