Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 62

Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Morgunblaðið/Július • Atli Hilmarsson lék geysilega vel meö landsliöinu í gær, eins og hann viröist ætíð gera er hann klæöist landsliðsgallanum. Frábær leikmaöur Atli, og slæmt fyrir liöiö aö missa hann til Þýskalands í dag. Hann veröur því ekki meö í síöari leikjunum tveimur þar sem skyldan kallar hjá liöi hans, Bergkamen. Arnautovic, markvöröur Júgganna, kom engum vörnum viö þarna — eftir aö Atli haföi „fintaö“ sig gegnum vörnina og Jasmin Mrkonja er aðeins vonsvikinn áhorfandi. Tap engin skömm — en það munaði svo litlu, svo litlu ... ÞAO ER ENGIN skömm aö tapa með eins marks mun fyrir Ólympíumeisturum Júgóslava í handknattleik — en þaö munaði svo litlu, svo litlu, aö íslandi tækist aö vinna í Laugardaishöll í gærkvöldi aö þaö er hreint grátlegt til þess að hugsa. Eins marks tap, 23:24, varö staöreynd eftir 60 mínútna baráttu tveggja frábærra liöa og sigurinn heföi svo sannarlega getaö lent hvorum megin sem var. íslendingar fengu boltann er 1:40 mín. voru til leiksloka, staöan 23:23, og þá var náttúrulega ekki annað viö hæfi en aö „hanga“ á boltanum, hnoöast inní vörnina og fá aukaköst fram á allra síöustu sekúndur nema þeir kæmust í öruggt færi. 57 sekúndum fyrir leikslok skaut Siguröur Gunnarsson hins vegar utan af velli, of snemma, og Basic, markvöröurinn frábæri hjá Júgóslövum, varöi. Júggarnir fóru sór aö engu óöslega, héldu boltanum, og er þrjár sekúndur voru til leiksloka fengu þeir aukakast fyrir miöju marki á punktalínunni og klukkan var stöövuö. Öflugur íslenskur varnarveggur var þegar settur saman — en þann frábæra leikmann Vujovic tókst honum ekki að stööva; Júgóslavarnir blokkeruöu vel fyrir hann, Vujovic stökk hátt í loft og sendi knöttinn meö þrumuskoti í horn íslenska marksins. Ein sekúnda var eftir á klukkunni er netið að baki Brynjars Kvaran þandist út — sigurinn varö Júgóslava. Leikurinn var stórskemmtilegur frá fyrstu mínútu til hinnar síóustu. Ekki er vafi á því aö landsliö Júgó- slava er meöal fjögurra bestu í heiminum — eins og Bogdan landsliösþjálfari sagöi í fyrradag, og handknattleikurinn sem liölö leikur er stórkostlega skemmtileg- ur. Leikmenn liösins eru svo léttir á sér aö meö ólíkindum er, frábærir „fintarar", frábærar skyttur, geysi- lega snöggir og svo mætti lengi telja. Liðið er svo vel samæft aö stórkostlegt er á aö horfa. Hægt væri aö skrifa margar síöur af hóli um liöiö — en þaö veröur ekkl gert hér. Sjón var og veröur sögu ríkari þegar þetta liö leikur, hvar sem er og hvenær sem er. Þetta liö leikur mun skemmtilegri handknattleik en t.d. heimsmeistarar Sovét- manna hér í fyrravetur — þaö var vel þetta er eltthvaö annaö; lista- flokkur dettur manni helst i hug. Eins og gaman er aö horfa á góö- ari leikara á sviöi eöa hlusta á góöa tónlist er þaö dásamlegt aö horfa á slíkan handknattleik. Þetta er hreint „augnasælgæti". Þaö kom í Ijós strax í upphafi leiksins hvílikir snillingar voru hér á ferö. Hinn alskeggjaöi snillingur Vujovic skoraöi fyrsta mark leiks- ins eftir gegnumbrot, og Vukovic skoraöi annaö markiö af línunni skömmu siöar. Þorbjörn Jensson hélt um Vukovic er hann greip knöttinn en fyrr en Þorbjörn vissi haföi Júgginn snúió hann af sér og knötturinn lá í markinu! Stór, sterkur, snöggur og mjög lipur, Vukovic. Frábær línumaöur. Vörn Júgoslava var frábær í leiknum — lengst af spiluöu þeir flata vörn, 6:0, mjög hreyfanlega. Aö þvi kom þó aó Isakovic, sem sýndi aó ekki er furóa þó hann sé talinn besti hornamaöur í heimi (þó Bjarni Guömundsson hafi lengst af haldiö honum vel í skefjum) fór aö leika sem „indíáni" fyrir framan fimm félaga sína og var hann mjög truflandi fyrir islensku sóknar- mennina. Varla eru til lysingarorö yfir skyttur júgoslavneska liösins. Hví- Island — Júgósl. 23:24 lík uppstökk! Hvílík skot! Cvetko- vic og Vujovic voru þar fremstir í flokki — báöir leikmenn Metalo Plastica Sabac sem mætir FH í mars. Þá er markvöröurinn Basic ekki af verri geröinni eins og vitað var. En ekki má þetta veröa lofræöa um Júgóslavana eingöngu Isiend- ingar léku einnig frábærlega — Atli Hilmarssor bestur útispilar- anna. Hann „brilleraði“ eins og sagt er á vondri íslensku. Þá var Guömundur Guömundsson frábær í horninu. Svei mér ef Guömundur er ekki meö betri hornamönnum í heiminum í dag. Gefst aldrei upp — og þó hann geri mistök þá er hann alltaf ákveöinn í aó gera bet- ur næst. Sannur íþróttamaöur sem afar sjaldan á slakan leik. Þorbjörn Jensson var mjög sterkur í vörn- inni aö vanda og lék á línunni í sókn allan tímann. Skoraöi falleg mörk, fiskaól tvö víti, og opnaöi geysilega vel fyrir meóspilara sina. Siguröur Gunnarsson skoraði glæsileg mörk og Bjarni Guó- mundsson gerói mjög laglega hluti í sókninni — auk þess aö leika vel í vörn gegn Isakovic. Einar varði vel í fyrri hálfleik — á mjög mikil- vægum augnablikum, en Brynjar Kvaran sem kom í markiö f síöari hálfleik varöi eins og herforingi — tveir herforingjar nánast! Islendingar byrjuöu illa í gær- kvöldi, en eins og í undanförnum ieikjum. gáfust þeir ekki upp held- ur bættu viö sig og eftir sjö mín. höföu þeir jafnaö — víti og þrumu- mark frá Kristjáni Arasyni og „svif- mark“ frá Bjarna úr horninu. Atli kom Islandi síöan i 4:3. Jugóslvar jöfnuöu 4:4 og síöan var jafnt á hverri elnustu tölu út allan lelkinn, þar til Vujovic skoraöi einní sek. fyrir leikslok. Llöin skiptust á um aö vera á undan aö skora, en aldr- ei var munurinn sem sagt meiri en eitt mark. Sem sagt: ótrúlega jafnt og spennandi... Sóknarleikur Islands var yfirleitt mjög góöur — liöiö lék kerfis- bundinn sóknarleik, sem er algjört skilyröi gegn liöi eins og Júgóslav- íu. Leikkerfi Bogdans slípast meö hverjum leiknum sem leikinn er og oft var unun aö sjá hvernig þau gengu upp í gærkvöldi. Guömund- ur sveif nokkrum sinnum inn úr horninu eftir aö hafa fengiö send- ingu frá línumanninum, eftir gott kerfi. Bjarni hljóp þvert yfir fyrir aftan Júgóslavana, fékk Itnusend- ingu og sendl á Guömund. Fleiri fallegum leikkerfum mætti lýsa en ekki má Ijóstra of miklu upp. MÖRK ÍSLANDS: Kristján Arason 6 (3 víti), Atli Hilmarsson 5, Guö- mundur Guömundsson 4, Bjarni Guömundsson 3, Siguröur Gun- narsson 3, Þorbjörn Jensson 2. MÖRK JÚGÓSLAVÍU: Mile Isako- vic 5, Veselin Vujovic 5, Jovica Cvetkovic 5, Veselin Jukovic 4 (þeir eru allir fró Sabac), Jovica Elezcvic 3, Jasmin Mrkonja 1, Slobodan Kuzmanovski 1. Dómarar voru Danirnir Palle Thomasen og Leif Eliasen og heföu þeir mátt standa sig betur, strákarnir. Ekkr voru þeir a.m.k. Is- lendingum hagstæöir. — SH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.