Morgunblaðið - 09.03.1985, Side 42

Morgunblaðið - 09.03.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 fclk í fréttum MICK JAGGER BIRTIST Á ELLEFTU STUNDU: Jerry komin hálfa leið í hnappheldu með Bryan Ferry Jerry Hall, ljósmyndafyrirsæta og barnsmóðir Micks Jagger, var ekki við eina fjölina felld fyrst er hún kynntist Mick. Hún og Bryan Ferry, söngvari Roxy Mus- ic, höfðu þá verið saman um skeið og hjónaband hafði verið planlagt. „Við ætluðum að gifta okkur og dagurinn átti senn að renna upp. Gn þá kynntist ég Micks og varð alveg vitlaus i hann. Þetta hlaut að enda illa, fyrst hélt ég fram hjá Bryan, flutti síðan til Mick og fór svo aftur til Bryans. En það getur aldrei dugað að láta framhjáhald nægja með einhverjum sem manni þykir virkilega vænt um. Leiðir okkar Micks lágu saman en það var erfið ákvörðun því ég elskaði Bryan líka. Margir segja að það sé ekkert að elska tvo karlmenn eða tvær konur, en það hefur ekki reynst sannleikur að mínu viti,“ segir Jerry. Að öðru leyti segist hún nú vera ánægð með lífið. Þau ferðist mikið en samt heima við all lengi í einu. „Ég vil gjarnan eiga fleiri börn og við eigum þegar fallegt heimili, en maður verður að borga fyrir allt sem maður fær með einhverjum hætti. Ef við Mick bætum við barni kemur það niður á einhverju öðru og við verðum að vega alla hluti og meta,“ bætir Jerry við. Geraldine vill fara að slaka á w Islenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að vera farnir að þekkja Geraldine James, ensku leikkonuna sem var meira og minna á skerminum meðan „Dýrasta djásnið" flóði yfir landsmenn á sunnudagskvöldum fyrir nokkru. Hún er vinsæl leikkona í heimalandi sínu, en segir að þegar hún var rétt rúmlega tvítug hafi hún sagt við sjálfa sig að hún yrði að gera það upp við sig þá og þegar hvort hún vildi verða fræg leikkona eða húsmóðir. „Báðir kostirnir heilluðu, því mig hefur alltaf dreymt um að eiga heimili og börn. Ég tók þó þann kostinn að reyna við leiklistina fyrst og það hefur gengið vel. Ég tel mig hafa náð býsna langt og er ánægð. Nú er ég farin að hugsa um heimili og börn aftur. Ég er orðin 34 ára gömul og ég vil eignast barn áður en það verður of seint fyrir mig. Þess vegna fer ég senn að draga mig í hlé og setjast í helgan stein, þ.e.a.s. frá kvik- myndum. Barnauppeldi og heimilishald eru auðvitað ekkert sumarfrí..." segir Geraldine. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS: Danshátíð á Broadway „Skosku heimsmeistararnir í suður-amerískum dönsum, þau Donnie Burns og Gaynor Fairweath- er, koma og sýna alla suður-amer- ísku dansana á danshátíð, sem Danskennarasamband íslands held- ur á Broadway, sunnudaginn 10. marz,“ sagði F.rla Haraldsdóttir frá Danskennarasambandi íslands. „Á danshátíðinni munu auk þess koma fram um 170 nemendur á aldrinum þriggja ára og uppúr og sýna dans- kunnáttu sína. Þeir dansskóiar, sem taka þátt í þessari sýningu, eru á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og ísafirði." „Hvað hefur undirbúningurinn staðið lengi hjá íslensku dönsurun- um?“ „Undirbúningurinn hefur staðið lengi og óhætt er að fullyrða að sýning sem þessi vekur spennu og eftirvæntingu meðal nemenda skólanna, ungra jafnt sem ald- inna. Allir hafa æft sig af kappi að undanförnu, en það eru ekki bara æfingarnar sem taka tíma, það þarf að hugsa fyrir búningum og jafnvel hanna þá. Þeir sem sýna samkvæmisdansa hafa feng- ið kjólameistara til að hanna bún- inga sína. Það má því segja að þetta verði sýning fyrir augað jafn fjölbreyttir og búningarnir verða.“ „Það verða þá ekki eingöngu sýndir suður-amerískir dansar?“ „Nei, þarna sýna nemendur dansskólanna alla mögulega dansa, jazz-ballett, diskódans, barnadansa, ballett og samkvæm- isdansa svo að eitthvað sé nefnt." „Hefur svona hátíð verið haldin áður?“ „Þetta er í annað sinn, sem Danskennarasambandið stendur að svona hátíð með þessu sniði. í fyrra héldum við hátíð og hún tókst mjög vel. Þá sýndu þáver- andi heimsmeistarar í samkvæm- isdönsum, en meiningin er að gera þessa danshátíð að árvissum þætti í danslífi hér á landi. Það má segja að þetta sé „uppskeruhátíð" danskólanna, sem taka þátt í henni.“ „Verður hátíðin með sama sniði og í fyrra?“ „í fyrra stóð hátíðin í tvo daga, ein sýning hvorn daginn, en nú í ár verða báðar sýningarnar sunnudaginn 10. marz. Fyrri sýn- ingin er kl. 16:30 en hin um kvöld- ið kl. 20:30. Sama dagskrá er á sýningunum. Auk danssýninganna verður dregið úr númeruðum aðgöngumiðum áhorfenda en vinningar eru 16. Við höfum kall- að vinningana „Dansglaðning" því dregið verður um ókeypis skóla- vist í átta dansskólum næsta vet- ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.