Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAR2 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Logandi pappírar Mánudagsmyndin að þessu sinni var harla fróðleg bresk sjónvarpsmynd, er greindi frá lífi og starfi austurríska munksins Gregor Johanns Mendel sem hefði orðið hundrað ára í fyrra. Mendel er að sjálfsögðu upphafsmaður nútíma erfðafræði. En þó okkur sé ljóst í dag, hversu merkt brautryðjendastarf Mendel vann á sínu sviði, þá var það ekki fyrr en 34 árum eftir að hann birti niðurstöður rannsókna sinna á erfðavísum plantna í ritgerðinni: „Versuche úber Pflanzenhybrid- en“ að þrír evrópskir plöntufræð- ingar þeir K.E. Correns, E. Tschermak von Seysenegg og H. de Vries staðfestu með rannsókn- um „Mendelslögmálið", sem þeir fundu síðar skilmerkilega útlistað í fyrrgreindri ritgerð hans, sem reyndar lá frammi víðs vegar í bókasöfnum í Evrópu og Banda- ríkjunum. Svo sannarlega er sorg- legt til þess að hugsa að þessi merki brautryðjandi á sviði erfða- rannsókna, er hafa haft slíkt gildi fyrir síðari tíma rannsóknir á sviði sálarfræða og félagsvísinda, skuli hafa dáið sem óþekktur ábóti yfir Ágústínaklaustri í bænum Brúnn. Enn ömurlegri er sú stað- reynd að við dauða Mendels ábóta lét eftirmaður hans varpa öllum pappírum hans á eldinn. Þessi eft- irmaður Mendels var þekktur guð- fræðingur en afar þröngsýnn og ofstækisfullur. Þörf lexía Sú spurning vaknaði í brjósti mér er ég horfði á bókabrennu eft- irmanns Mendels ábóta hvort slík- ur fornaldarhugsunarháttur fyrir- fyndist enn á aldarafmæli meist- arans? Eg þurfti ekki að leita lengi í „heimilistölvunni“, til að finna hliðstæð dæmi af vettvangi dagsins. Fyrst kom á skjáinn gam- all skólafélagi úr KHI Valdimar Harðarson, sem gekk hér með sína Sóleyju frá manni til manns uns hann hitti framsýna menn þýð- verskrar ættar er mala nú gull á framleiðslu þessa undrastóls. Þá bar fyrir á skjánum samtal er ég átti við athafnamann úr lyfja- fræðingastétt, þessi maður hafði setið fundi alþjóðlegs stórfyrir- tækis, þar sem í hásæti sat upp- finningamaðurinn Jóhannes Pálsson, sem menn kalla „undra- manninn“ á dönsku einkaleyf- isskrifstofunni. Héðan var Jó- hannes Pálsson hrakinn með sínar gullvægu hugmyndir en að vísu skolar einni þeirra aftur á land á Akranesi bráðlega, en einvörð- ungu vegna þess að fyrrgreindur lyfjafræðingur og starfsbróðir hans, hafa um árabil stutt við bakið á Jóhannesi. Hvað fer í súginn? Og enn birtast á skjáinn myndir af fólki, í þetta sinn þrjár ungar konur, ein hefir að baki áralanga menntun á sviði félagsfræða, önn- ur á sviði sérkennslu, hin þriöja á tungumálasviði. Þessar ungu kon- ur eru nýhorfnar af sínum sér- sviðum til nýrra starfa, tvær þeirra svara í síma og vélrita hjá innflutningsfyrirtæki, hin þriðja vinnur sem sóknarkona á kvöld- vöktum á sjúkrastofnun. Mynd ungu kvennanna hverfur af skján- um og þess í stað kemur myndin af logandi pappírum Gregors Mendel — hvad þar fór í súginn vitum við ekki en eitt er víst að að baki prentaðra verka Mendels lágu merkar rannsóknir, víðfeðm menntun og fordómalaus og frjór mannshugur. Ólafur M. Jóhannesson Fjallað um klofninginn í nefnd ’85 ■i Umræðuþátt- 20 urinn Mál til umræðu er á dagskrá útvarps í kvöld kl. 20.20. Stjórnendur eru Matthías Matthíasson og Þóroddur Bjarnason. Að þessu sinni verður fjallað um klofninginn í nefnd ’85 sem svo mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að undan- förnu. Þar sem ekki náðist samstaða innan nefndar- innar um fundarhöld þann 8. mars sl. voru haldnir tveir fundir þann dag, í Háskólabíói og í Fé- lagsstofnun stúdenta. Voru hin 23 félög og sam- tök stjórnmálaflokka, stéttarfélaga og ýmissa kvennasamtaka sem aðild eiga að ’85 nefndinni, ekki á eitt sátt um það hvort gestur E1 Salvador- nefndarinnar, skærulið- inn Gladys Baez frá Nic- aragua, skyldi ávarpa fundinn eður ei. Að fundinum í Háskóla- bíói stóð samstarfsnefnd kvenna 1985 nema þrír að- ilar þeirra nefndar, Kvennafylking Alþýðu- bandalagsins, Kvenna- framboðið í Reykjavik og Samtök kvenna á vinnu- markaði sem stóðu að fundinum í Félagsstofnun þar sem Gladys Baez ávarpaði gesti. Kvenna- listinn stóð að báðum fundunum. í þættinum í kvöld heyrum við fyrst viðtal við Gladys Baez, sem var einn leiðtogi Sandinista í baráttunni gegn stjórn Somoza í Nicaragua, sem kom hingað fyrir milli- göngu E1 Salvador- nefndarinnar. Þá verður rætt við fulltrúa hópanna sem stóðu að fundunum tveimur og að því loknu verður opinn símatími fyrir hlustendur þar sem þeir geta spurt fulltrúana spjörunum úr. M.a. leikur Manuela Wiesl- cr á flautu, verk eftir Atla Heimi Sveinsson. í þessum þætti kannar Attenborough heimskautasvæði í suður- og norðurhveli jarðar. LIFANDI HEIMUR — 2. þáttur, „Klakaveröld" ■I Að loknum 40 fréttum og auglýsingum í kvöld verður sýndur í sjónvarpi 2. þáttur breska heimildamyndaflokksins Lifandi heimur og nefnist hann Klakaveröld. Um- sjónarmaður er David At- tenborough. í þessum þætti kannar Attenborough snæviþakta tinda Andesfjalla og heimskautasvæði á suður- og norðurhveli jarðar. Fyrst fáum við að kynnast suðurheimskautinu og dýralífinu sem þrífst við þessi köldu kjör. Vitan- lega eru mörgæsirnar þar efstar á blaði og fáum við að kynnast nánar lifnað- arháttum þessara skemmtilegu fugla. Þá bregður Attenbor- ough sér til norðurheim- skautsins. Ber hann það saman við suðurheim- skautið en aðstæður eru mjög ólíkar í þessum tveimur heimshlutum og hið fyrrnefnda í meira sambandi við önnur lönd. Því hafa borist þangað ýmsar dýrategundir sem okkur eru kunnar s.s. ís- birnir, refir og ýmsar fuglategundir. Þátturinn endar á því að Attenbor- ough er kominn til N-Kanada þar sem hann segir frá amerískum hreindýrum sem svipar til þeirra evrópsku þó af öðr- um stofni séu. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 13. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Niels Arni Lund talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (6). 9i0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Or ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóftir. 1145 íslenskt mál Endurtekinn páttur Jóns Að- alsteins Jónssonar frá laug- ardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1240 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Guðlaug Marla Bjarnadóttir. (ROVAK) 13.30 „Bræðingur" Spyro Gyra, Mezzoforte og fleiri syngja og leika. 14.00 „Blessuö skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir les þýðingu slna (25). 14J0 Miðdegistónleikar Forleikur að óperunni „Hol- lendingnum fljúgandi" eftir Richard Wagner: Parlsar- hljómsveitin leikur; Daniel Barenboim stjórpar. 1445 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist a. „Tuttugu og ein múslk- mlnúta" eftir Atla Heimi Sveinsson. Manuela Wiesler leikur á flautu MIÐVIKUDAGUR 13. mars 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Aslaug I hörpunni (Úr Ragnars sögu loðbrókar). Sögumaður Eirlkur Stefáns- son. Myndir gerði Rósa Ing- ólfsdóttir. Kanlnan með köfl- óttu eyrun, ungverskur teiknimyndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur 2040 Auglýsingar og dagskrá 2040 Lifandi heimur 2. Klakaveröld Breskur heimildamynda- b. „Rls upp, ó, Guð", kant- ata eftir Leif Þórarinsson. Halldór Vilhelmsson, Agústa Agústsdóttir og Pétur örn Jónsson syngja með Kirkju- kór Akraness. Antonio Corv- eiras leikur á orgel; Haukur Guðlaugsson stjórnar. c. Tvð orgelverk, „Márlu- vers" og „Ostinato et fugh- etta" eftir Pál ísólfsson. Haukur Guölaugsson leikur. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn- ingar. 1945 Málræktarþáttur. Baldur flokkur I tólf þáttum. Um- sjónarmaöur David Atten- borough. I þessum þætti kannar Attenborough snævi- þakta tinda Andesfjalla og heimskautasvæði á suöur- og noröurhveli jarðar og virðir fyrir sér llfið sem þrlfst við þessi köldu kjör. Þýðandi og þulur Öskar Ingimarsson. 2145 Herstjórinn Fimmti þáttur. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur I tólf þáttum, geröur eftir metsðlubókinni „Shogun" eftir James Cla- vell. Blackthorne er kominn I þjónustu höfðingjans Toran- aga sem keppir um æöstu Jónsson, formaður Islenskr- ar málnefndar, flytur. 19.50 Horft I strauminn með Úlfi Ragnarssyni. (RÚVAK) 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir les þýöingu Inga Sigurössonar (9). 20.20 Mál til umræöu. Matthlas Matthlasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræðu- þætti fyrir ungt fólk. 21.00 Frá alþjóðlegu orgelvik- unni I NOrnberg sl. sumar. Hans Haselböck leikur orgel- verk eftir Paul Hofhaimer, Johann Josef Fux, Johann völd við annan höföinga að nafni Ishido. Blackthorne reynir að tileinka sér jap- anska tungu og siði og nýtur við það hjálpar túlksins Mar- iko hinnar fögru. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Þriðji maðurinn Bresk fréttamynd Nú eru uppi hugmyndir um að taka upp farþegaflug yfir Atlantshaf meö tveggja hreyfla þotum og aöeins tveimur mönnum I stjórn- klefa. Þetta telja ýmsir flugmenn aö tefli öryggi tar- þega I tvlsýnu. Þýðandi Rafn Jónsson. 23.00 Fréttir I dagskrárlok. SJÓNVARP íslensk tónlist isiensK lon- 1 £» 20 er a& venju — á dagskrá út- varps í dag kl. 16.20. Fyrst leikur Manuela Wiesler á flautu, verk Atla Heimis Sveinssonar, „Tuttugu og ein músíkmínúta". Þá syngja þau Halldór Vil- helmsson, Ágústa Ágústs- dóttir og Pétur örn Jóns- son kantötu eftir Leif Þórarinsson sem nefnist „Rís upp, ó Guð“. Með þeim syngur Kirkjukór Akraness við orgelleik Antonio Corveiras. Hauk- ur Guðlaugsson stjórnar. Þá leikur Haukur Guð- laugsson tvö orgelverk eftir Pál Isólfsson, „Máríuvers" og „Ostinato et fughetta". i Kaspar Kerll og Georg Muff- at. 2140 Að tafli Jón Þ. Þór flyfur skákþátt. 22.00 Lestur Passlusálma (33). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Tlmamót Þáttur l tali og tónum. Um- sjón: Arni Gunnarsson. 23.15 Nútlmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynn- ir. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júlfus Einarsson. 17.00—18.00 Tapað fundið Sögukorn um soul-tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.