Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Reykingar foreldra og sjúkdómar í börnum — eftirSigurð Arnason Um áramótin síðustu gengu í gildi ný lög um tóbaksvarnir, og eru nýj- ungar þar þrjár: ★ Fraeðsluyfirvöldum, þar á meðal skólum, er gert skylt að fræða skólafólk og almenning annan um skaða þann sem af tóbaks- nautninni starfar. Einnig eru ríkisfjölmiðlar skyldaðir til að hafa í dagskrá sinni fræöslu um þetta efni. ★ Bannað er að selja tóbak þeim sem yngri eru en 16 ára. ★ Reykingum á almannafæri eru takmörk sett. Ljóst var í upphafi að ekki yrði auðvelt að framfylgja þessum lög- um amk. fyrst í stað, enda miklir hagsmunir tóbaksframleiðenda og umboðsmanna þeirra í húfi; tób- aksseljendur missa spón úr askin- um. Síðast en ekki síst ber nú tób- aksneytendum að taka tillit til annarra. Um það bil 30—35% allra krabbameina eru afleiðingar tób- aksnautnar og tóbakið veldur miklu um hjarta-, æða- og lungna- sjúkdóma. Lög þessi marka þvi tímamót i baráttu okkar íslend- inga gegn einum skæðasta sjúk- dómavaldi á Vesturlöndum. En lögin segja lítið um hvernig á að vernda hagsmuni þeirra sem verst verða fyrir barðinu á tób- aksmenguninni, nefnilega hvernig á að gæta hagsmuna hins ófædda barns og þeirra barna sem alast upp í stöðugri eða nær stöðugri reykmengun á heimilum. „Hvað er maðurinn að fara?“ spyr nú einhver. „Vill hann setja lög um hvernig fólk hagar sér inn- an veggja heimilisins? Er maður hvergi óhultur fyrir þessum reyk- verndarpostulum?" Til að forðast misskilning og ofstæki tek ég fram að það stríðir mjög gegn hugmyndum mínum um mannréttindi að lögskipan þjóðfélagsins troði sér inn á heim- ili mitt eða annarra. Amk. svo lengi sem ekki er níðst þar á ein- hverjum þeim sem mega sín lftils. Og það hvarflar ekki að mér að reykforeldrar séu vísvitandi að menga börnunum sfnum and- rúmsloftið. Ég tel að reykingar foreldra á heimilum innan um börn eigi sér fyrst og fremst stað vegna þess að foreldrar vita ekki hvað þau eru að gera með því að stunda tóbaksnautnina meðal barna sinna. Reykingar foreldra geta nefni- lega valdið miklu um heilbrigði barna. Og um það fjallar grein- arkornið. Áhrif tóbaksreykinga á fóstur og meðgöngu Fóstur í móðurkviði fær í sig eiturefni úr tóbaksreyk, ef móðir- in reykir sjálf og einnig ef hún er stödd á meðal reykingafólks, en þá f miklu minna mæli. Unnt er að mæla sum þessara eiturefna. Margar vísindalegar rannsóknir eru samhljóða um það að fóstur reykjandi mæðra eru með mun meira af kolmónoxíði f blóði en eðlilegt er. Einnig hefur verið sýnt fram á nikótin og þfócyanat f fóst- urblóði og legvatni. öll þessi þrjú Sigurður Arnason „Hvað er maðurinn að fara?“ spyr nú einhver. „Vill hann setja lög um hvernig fólk hagar sér innan veggja heimilis- ins? Er maður hvergi óhultur fyrir þessum reykverndarpostulum?“ efni eiga það sameiginlegt, að þau minnka hæfileika blóðsins til að flytja súrefni. Það þarf þvf engan að undra, þótt í ljós hafi komið, að börn reykjandi mæðra þroskast að jafnaði verr f móðurkviði. Þau eru að jafnaði 250—350 g léttari við fæðingu. Af öðrum rannsóknum er vitað að því léttara sem barnið er við fæðinguna, þeim mun erfiðara á það uppdráttar, þeim mun næm- ara er það fyrir sjúkdómum. Reykingar mæðra um meðgöngu- tímann auka hættuna á fylgjulosi. Það er talið stafa af auknu kol- mónoxiði í fylgjublóði og æða- samdrætti af völdum nikótins. Meiri líkur eru á að börn reykj- andi mæðra deyi í kringum fæð- inguna. Einnig eru fósturlát tíðari (20—40% aukning), en erfitt er að meta nákvæmlega tiðnina, vegna þess hve snemma á meðgöngu fósturlátin eiga sér stað. Nokkrar rannsóknir benda til aukinnar tiðni vanskapana meðal barna reykjandi mæðra, en ekki hefur verið sýnt fram á það svo óyggjandi sé. Enn fremur eru til rannsóknir, sem benda til aukinn- ar tíðni illkynja sjúkdóma hjá börnum reykjandi foreldra, en þær eru á byrjunarstigi og of snemmt að segja um endanlega niðurstöðu nú. Hins vegar er ekki órökrétt að ætla að reykmengun geti valdið vanskapnaði og ill- kynja sjúkdómum. Það hefur nefnileg verið sýnt fram á aukna tíðni stökkbreytinga f erfðaefni baktería á stóru svæði umhverfis þann sem reykir. Og breytingar í erfðaefni geta verið undanfari bæði vanskapana og illkynja sjúkdóma. Karlmenn fara ekki varhluta af neikvæðum áhrifum reykinga, þótt hlutur þeirra í viðhaldi mannkyns sé harla lftill um með- göngutíma. Ekki er nóg að reyk- ingar geta átt þátt f getuleysi (væntanlega af völdum minnkaðs blóðflæðis) heldur hefur ennig verið sýnt fram á aukna tfðni á vansköpuðum sáðfrumum frá karlmönnum sem reykja. Áhrif á ungabörn Berkjubólga, lungnabólga og aðrir öndunarfærasjúkdóma, eru mun algengari hjá börnum á fyrsta ári, sem eiga sér foreldra sem reykja. Mæðurnar valda þar meiru en feðurnir, enda umgang- ast börn þær að jafnaði meira en feður sfna. Til eru ágætar rann- sóknir frá Bretlandi, Bandaríkj- unum og Nyja-Sjálandi, sem sýna að því meira sem reykt er á heim- ilinu, þeim mun oftar veikjast börnin af öndunarfærasjúkdóm- um og þeim mun lengur eru þau veik vegna slíkra sjúkdóma. Áhrifin eru mest á yngstu bðrnin, en þeirra gætir alla bernskuna. Ein rannsókn bendir til að astmi hjá börnum stafi að hluta til af reykingum foreldra. Það kemur vel fram við aðrar rannsóknir, sem sýna að um 90% astmabarn- anna skánar astminn og sumum batnar alveg, ef foreldrarnir hætta að reykja. Eldri börn Rannsóknir á eldri börnum benda einnig til orsakasambands milli reykinga foreldar og bráðra öndunarfærasjúkdóma, langvar- andi hósta, uppgangs og pips f lungum. Börn reykforeldra verða einnig oftar fyrir því að taka þurfi úr þeim háls og nefkirtla. Eldri börnin eru eins og hin yngri oftar í rúminu vegna öndunarfærasýk- inga. Nýleg rannsókn bendir til að reykingar foreldra eigi þátt í auk- inni tíðni eyrnabólgu f börnum. Lokaorð Af ofanskráðu er ljóst að reyk- ingar foreldra geta verið sjúk- dómavaldur i fóstrum og börnum. Góðir foreldrar vilja stuðla að auknu heilbrigði barna sinna. Foreldar, sem reykja, bægja hættunni frá með því: — að hætta að reykja og stuðla þannig að bættri heilsu allrar Þakrennur eru skaðvaldar — eftir Kristján Ottósson Hver á að sjá um að til séu skilj- anlegar vinnuteikningar áður en framkvæmd hefst, er það meistari viðkomandi faggreinar, eða er það viðkomandi „hönnuður"? Það var fyrir 2—3 árum að ég fór að kynna mér hönnun og frá- gang á þakrennum og þá sérstak- lega „þakrennuböndum”. Niður- staðan úr þeirri könnun varð frek- ar dökk. Þakrennur eru skaövaldar i alltof mörgum tilfellum, eins og sjá má ef lítið er upp á húsin séð frá göt- unni. í samtölum við menn kemur í Ijós að staðsetning og frágangur á þak- rennum er ekkert aðalatriði, bara benda þessu á húsið og reyna a láta það fara þannig að það sé failegt fyrir augað. En notagildið hvað er nú það? Þakrennubönd virðast ekki vera rétt smfðuð miðað við þá þak- klæðningu sem hér tíðkast. Eins og byggingarmátinn hefur verið um langt árabil á þökum með litlum halla, þá hefur þannig verið gengið frá þakrennum að þær eru settar allt að fast uppvið vegg og klemmdar upp undir þakklæðningu, sem sums staðar nær sára lítið eða ekkert fram yfir vegginn. Hvað skeður eftir svona verk- framkvæmd? Á vetrum þegar snjór sest á þökin og rennur fram f þakrenn- una, þjappast hann saman og frýs þar og myndar háan klakabing yf- ir þakrennu og þakbrún og þrýst- ist uppundir þakklæðninguna. Þegar hlánar eða rignir, þá leit- ar vatnið niður af þakinu en kemst Kristján Ottósson ekki fyrir klakabingnum. Hvert fer vatnið? Eitthvað fer það. Vatnið leitar innundir ísinn og lóðrétt samskeyti á þakinu og inná veggsylluna og þaðan inn i húsið. Þetta er ísköld staðreynd. Við þetta helst raki í þakklæðning- unni og hún fúnar. Vandann er síðan reynt að leysa með rándýr- um rafmagns snjóbræðsluköplum sem lagðir eru ofan í þakrennuna. Ef skoðuð eru rennubönd eins og flestir þekkja fyrir 4” og 5” þakrennur, er bandið þannig smfð- að að það heldur rennunni að aft- anverðu fast uppundir bárujárn- inu, en að framan spennir það þakrennuna allt að 2—3 senti- metra uppfyrir hábáru, sem þýðir allt að 6 sentimetra uppfyrir lág- báru. Þannig er þakrennan ekki ein- ungis til að taka á móti vatninu af þakinu, það er búið að gera þak- rennuna að snjógildru. Þetta getur ekki átt að vera svona. Þessi framkvæmd eins og lýs- ingin segir veldur skaða fyrir hús- eigandann en mismiklum og fer það eftir aðstæðum hverju sinni, t.d. þakhalla og hvað þakið nær langt framyfir útvegg hússins. Ég minnist barnaskólans f Keldudal í Dýrafirði þar sem ég hóf nám. Þar náði þakið cirka 40 sentimetra framyfir veggsylluna, og þakhallinn góður. Þar var eng- in hætta á vatnsskaða inn í húsið þótt hugsanlega frysi í þakrenn- unni. Þá má ekki gleyma steyptu þak- rennunum, sumar af þeim eru skaðvaldar, en aðrar eru það síður því snjórinn stoppar ekki á þeim, hann steypist yfir þær og þar af leiðandi hefur vatnið greiðan að- gang frá húsinu þegar hlánar. Sjáið fyrir ykkur þakrennu sem situr f jafnsíðum böndum, þak- rennan hlýtur að vera lárétt og hún er það. Tökum dæmi: 14 m. löng þak- renna með niðurföllum við sitt- hvorn enda. Samkvæmt þvf ætti vatnið að renna til sitthvorrar handar niður í niðurföllin, en hvernig á vatnið að geta runnið þegar rennuböndin eru öll jafn síð og þakrennan er því lárétt? Hvað skeður svo næst? Rennan byrjar að sligast niður undan snjóþyngslum af þakinu og óhreinindum sem í hana setjast og sitja þar föst. Niðurföll þakrennunnar halda henni uppi til endanna og það þýð- ir að rennan fyllist af vatni og skit á milli niðurfalla. Rennan sligast niður og vatnið fer að renna stystu leið útaf henni. Þetta þýðir að húseigandinn, einstaklingur eða opinberir aðilar, þurfa að kaupa menn oft á ári til að lyfta rennunni og hreinsa hana eða í annan stað láta hana hanga uppi, ryðga í sundur undan skítn- um og vera til óprýði og lítils gagns. Þakrennubönd ættu að vera þann- ig smíðuð að hæsta rennuband bæri uppi þakrennuna þannig að efsti punktur hennar, frambrúnin, væri minnst 2—3 sm fyrír neðan Ifnu samsíða lágbáru I þakklæðningunni og önnur þakrennubönd hvert öðru síðara sem nemur hæfilegum halla á þakrennu að niðurfallsstút t.d. 5 mm á metra eða 2,5 mm mismun á hverju rennubandi miðað við 50 sm millibili á milli þakrennubanda. Svona smíðuð þakrennubönd Slétt eirklæðning. — Takið eftir bápunkti og lágpunkti í þakrennu sem sýnir hver hallinn á að vera á þakrenn- unni. Skýringartexti með þessari mynd segir að rennu- hallinn eigi að vera 5 mm á metrann. Myndin er tekin úr sænska „Hus-Ama 1972“. Efsta rennubandið sýnir hvernig böndin hafa verið smíð- uð hingað til og hvernig rennan stoppar snjó sem rennur niður þakið. Tvö neðri böndin sýna hvernig ég tel að þau eigi að vera smíðuð. Þannig verður góður halli á rennunni og snjór sem rennur niður þakið steypist framyfir renn- una en skemmir hana ekki og óhreinindi sem falla í rennuna geta runnið burt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.