Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 31

Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 31 Fjölmiðlabylting- in er yfðar vanda- mál en á íslandi — eftir Ragnheiði Valdimarsdóttur Ég undirrituð er nýkomin heim frá ráðstefnu FISTAV, alþjóð- legra samtaka útvarpsstarfs- manna, sjónvarpsstarfsmanna og kvikmyndagerðarmanna, í Aþenu, þar sem 100 fulltrúar frá 33 lönd- um komu saman til þess að fjalla um sameiginleg mál okkar: Þróun sjónvarpsframleiðslu á tímum fjölföldunar og gervihnattadreif- ingar, vandamál höfundaréttar vegna fjölföldunar o.fl. Ég kynnt- ist þarna fólki frá öllum heims- hornum og sjónvarps- og út- varpsmálum þeirra. Fólkinu fannst athyglisvert að heyra frá okkur hér á Islandi með aðeins eina sjónvarpsstöð, enga erlenda sem er óvenjulegt, og fannst mér margir öfunda okkur. Á Ítalíu ríkir algjört frelsi, enda eru þar 60.000 útvarps- og sjón- varpsstöðvar. Þeir sýna 2.000 bíómyndir í sjónvarpi á degi hverjum og loka að meðaltali þremur kvikmyndahúsum dag- lega. Framleiðslan eykst vissulega en verður stöðugt lélegri. I Hollandi eru aftur á móti að- eins tvær sjónvarpsrásir, þær eru án auglýsinga, en Hollendingar ná auk þess útsendingum tíu erlendra stöðva. Enginn spyr hvort þeir vilji þetta sjónvarp, sem er fullt af auglýsingum og erlendu afþrey- ingarefni. Stjórnvöld í Hollandi segja að þeim komi þetta ekki við, en börnin í Hollandi skilja ensku og taka erlenda efnið oft fram yfir hið innlenda. Menn geta gert sér i hugarlund hvaða afleiðingar þetta hefur á tungu og menningu þjóð- arinnar. Sænski fulltrúinn áleit rikisút- varp og sjónvarp vera i hættu statt í dag. Uppi eru háværar raddir þar í landi, sem telja ekkert lýðræði að láta ákveða allt sem þeir heyri og sjái. Auglýsinga- stöðvar eru svarið og þeirra aðal- markmið er að græða peninga. Breski fulltrúinn tók í sama streng og sá sænski. Hann er í 33.000 manna stéttarfélagi, en fé- lagsmenn þess óttast um atvinnu- öryggi sitt vegna fjölföldunar og gervihnattadreifinga og flóðs af ódýru tilbúnu efni frá Bandaríkj- unum. í Grikklandi er aðeins rík- issjónvarp, sem þó ekki er lýðræð- islegt því að ríkisstjórnin misnot- ar það í áróðursskyni. Slík mis- notkun er sannarlega versti kost- urinn. Ragnheiður Valdimarsdóttir Allir töluðu um mikilvægi þess að ríkisstjórnir styrktu kvik- myndagerð til þess að varðveita menningu og tungu þjóðanna. Jap- anski fulltrúinn upplýsti að í Tókýó væru um 200 einkastöðvar. Ríkisstjórnin setur reglur um rekstur þeirra, sem oft gleymast, dagskráin er að stórum hluta ruddaleg og skaðleg fyrir almenn- ing. Kanadíski fulltrúinn sagði mér að Shogun hefði verið nýlega í einni af 50 stöðvum Kanada. Þar voru sýndar 12 mínútur af Shog- un, síðan auglýsingar o.s.frv. Kær- ir fólk sig um slíkt sjónvarp? Við fslendingar stöndum á tímamótum, kröfur um frelsi fjöl- miðla eru mjög háværar í dag og við þurfum að íhuga vel stöðu okkar. Mjög dýrt er að reka út- varps- og sjónvarpsstöðvar og hvort sem teknanna er aflað með auglýsingum eða afnotagjöldum koma þær úr vösum almennings á einn eða annan hátt. Við megum ekki gleyma hvað við erum fá- menn þjóð. Hollendingar láta sér nægja tvær sjónvarpsrásir og hvað eru þeir mörgum sinnum fleiri en við? Ég sé ekki frelsið, sem á að fel- ast í því að gefa útvarpsrekstur frjálsan, þegar við höfum ekki efni á að reka fleiri stöðvar sómasam- lega og tel því frelsinu og jafnrétt- inu betur fullnægt innan ríkisút- varpsins en í höndum fjársterkra einkaaðila. Reykjavík 25. mars 1985. Ragnheidur Valdimarsdóttir hefur starfað sem dagskrórklippari hjá íslenska sjónvarpinu í 15 ár. Firmakeppni TR: Búnaðarbankinn vann A-SVEIT BúnaAarbanka íslands sigr- aði í stofnanakeppni Taflfélags Reykjavíkur, sem lauk á mánudag. Sveitin hlaut 20'/2 vinning af 28 mögu- legum. Margir kunnir skákmenn eru í sveitinni, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Hilmar Karlsson, Guð- rnundur Karlsson og Stefán Þormar, sem var varamaður. I 2.-3. sæti urðu sveitir Flugleiða og Útvegsbanka íslands með 17Ví> vinning. Flugleiðasveitina skipuðu Karl Þorsteins, Elvar Guðmunds- son, Björn Theódórsson, Stefán Þór- isson og varamenn voru Hörður Jónsson og Andri Hrólfsson. Sveit Útvegsbankans skipuðu Björn Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhannes Jónsson og Bragi Björns- son, varamenn voru Jakob Ármannsson og Ólafur Helgason. I 4.-5. sæti urðu sveitir Háskóla ís- lands og Iðnskólaútgáfan með 17 vinninga. Meðal kappa í sveit Há- skólans var Friðrik Ólafsson. 22 sveitir tóku þátt í a-riðli keppninnar. I B-riðli voru 24 sveitir skráðar til leiks. Rýmingarsala á varahlutum Næstu daga seljum viö ýmsa varahluti í eldri geröir Ford-bíla á hlægilega lágu verði. Þar á meöal drifsköft, fjaðrir, bodyhluti og margt fleira. Missiö ekki af góöu tækifæri til aö hressa uppá gamla bílinn. GfftT&foSveinn Egilsson hf, Skeifunni 17, sími 685100. VITU SPARA? _______________BÆTT STJÓRNUN MEÐ BOS SAFE framleiðslustýring sparar litlum og meðalstórum fyrirtækjum allt aó 15—20% í birgðahaldi! SAFE framleiðslustýring sparar verkstjóravinnu allt aó 50%! SAFE framleiðslostýringu er hægt að byggja upp í 15 áföngum, aUt eftir stærð og eóli fyrirtækisins SAFE framleiðslustýring er ekki háð einru sérstakn tölvutegund. SAFE framleiðslostýring hefur hlotið meðmæli Félags íslenskra íðnrekenda SAFE framleiðslustýring er notuð af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum, m.a. Sápugerðinni Fngg hf.. Hörpu hf., Trésmiójunm Víöi hf„ Plastprent hf„ Kristjám Siggeirssyni hf„ Slippfélaginu hf. o.fl. SAFE framleiðslustýring notar BOS stýrikerfið BOS BORGAR SIG Hringið eóa komið í heimsókn og fáið nánan upplýsingar. Tölvumiðstöðin hf Höfðabakka 9 — Sími 685933 Studio Verslanir — Fyrirtæki Viö höfum unniö fyrir eftirtalin fyrirtæki: Trillan, Axel Ó, Baby Björn, Mílanó, Tölvu- spil, Pharma, Vatnsvirkinn, Nesval o.fl., o.fl. Viö gerum auglýsingar í rás 2 fyrir þig, eftir þinni ósk fyrir kr. 4.000. Leggöu inn nafn og símanúmer á augl.deild Mbl. merkt: „G — 3300“. Við höfum samband.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.