Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1985 fjölgun fyrra árið. Meðallaun vóru 9,1% yfir landsmeðaltali. • í verzlun, veitinga- og hótel- reks^ri urðu til 555 ný störf 1983, einkum í veitingastarfsemi. Með- allaun í heildverzlun vóru 3,8% yf- ir land&mcðaltali. Hinsvegar vóru þau 16,6% lægri en landsmeðaltal í veitinga- og hótelrekstri og smá- söluverzlun. • Starfsmönnum við samgöngur fækkaði um 154 árið 1983, eða 2,3%, og ársverkum um 175, eða 2,8%. Hjá Pósti og síma fjölgaði starfsfólki um 14, eða 0,9%. í flutningastarfsemi vóru meðal- laun 7,5% hærri en landsmeðaltal en 5,3% undir hjá Pósti og síma. • Nokkur fjölgun starfa varð í „þjónustu við atvinnuvegi" 1983, 218 nýir starfsmenn og 232 viðbót- ar ársverk. f peningastofnunum fjölgaði störfum um 3,5%. Hins- vegar fækkaði störfum í trygging- um. Meðallaun í peningastofnun- um vóru rétt yfir landsmeðaltali en hinsvegar 9,8% hærri í þjón- ustu við atvinnuvegi. • í opinberri stjórnsýslu og þjón- ustu (ríki og sveitarfélög, heil- brigðis- og skólakerfi og menning- armál) fjölgaði starfsmönnum 1982-1983 um 1.368 eða 6%. Ef ailar greinar þjónustu eru taldar fjölgaði starfsmönnum um 1.670 eða 5%. Hlutfallsleg mest fjölgun varð við menningarstörf, 11,8%. í þjónustu vóru unnin 31.066 árs- verk árið 1983 sem er 27,4% heild- arársverka í landinu. Meðallaun í þjónustu vóru nálægt landsmeð- altali en 1 aekkun meðallauna 1982-1983 53,5%. Atvinnuþátttaka Árið 198 vóru 164.832 íslend- ingar á vinni ildri, þ.e. 15—74 ára. Þar af skiluðu 129.765 fleiri en 13 vinnuvikum. Atvinnuþátttaka var 78,7% og Lafði lítið sem ekkert breytzt frá 1982. Atvinnuþátttaka karla lækkaði lítið eitt en atvinnu- þátttaka kvenna jókst smávegis. Atvinnuþátttaka karla var mest á 25-64 ára aldri, 90-94% 1982—1983. Atvinnuþátttaka kvenna er hæst á 20—59 ára aldri, eða 70—80%. Atvinnuþátttaka eldra fólks en 75 ára var 9.6% árið 1983; 760 karlar eða 17,8% og 225 konur eða 3,7%. Atvinnuþátttaka var (og er) hærri hér á landi hjá báðum kynj- um en hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum eða 9,3% hærri en hjá þeirri Norðurlandaþjóð, Svíum, sem næst koma okkur að þessu leyti. Hærri atvinnuþátttaka hér byggist ekki hvað sízt á fleiri starfandi úr yngstu og elztu ald- ursflokkum’ I aldurshópnum 15—19 ára var atvinnuþátttaka hér 66%, í Finnlandi 31,8%, I Danmörku 38%, Noregi og Svíþjóð 43,3%. í aldurshópnum 65—74 ára vóru 50,2% starfandi hér, 8,3% í Svíþjóð, 9,2% í Finnlandi, 12% i Danmörku og 21,9% í Noregi. Atvinnuleysi á íslandi var 0,7% 1983, miðað við fólk á vinnualdri, en 8,2% í Danmörku, sem var verst stödd Norðurlanda að þessu leyti. Dalbúar meö fermingarskeyti DAGANA 4., 8. og 14. apríl verður Skátafélagið Dalbúar með ferm- ingarskeytasölu á eftirtöldum stöðum: í skátaheimilinu við Leirulæk, við Sundlaugarnar í Laugardal, við Fáksheimilið, við Osta- og smjörsöluna í Árbæ, við Heklu- húsið á Laugavegi og við Bæjar- nesti við Miklubraut. Opið verður frá kl. 10.00 til kl. 18.00. Leiðrétting FYRIRSÖGN greinar Ara Jó- hannessonar í blaðinu sl. þriðju- dag átti að vera „Mjólkurneysla — allra beina bót?“, en ekki „meina bót“ eins og misritaðist. — Biðst blaðið velvirðingar á þeim mistök- um. Helgihald í Hallgríms- kirkju um hátíðarnar UM BÆNADAGA og á páskahá- tíðinni íhuga kristnir menn kross- dauða og upprisu frelsarans. Óhætt er að segja að margar dýr- ustu perlur listanna túlka þá at- burði, bæði myndlist, ljóð og hljómar. Má þar nefna Hallgrím Pétusson og Passíusáima hans og tónskáldið Johann Sebastian Bach. Að venju verður í Hall- grímskirkju lögð áhersla á þennan þátt tilbeiðslunnar. í forkirkjunni stendur þessa daga sýning á Pass- íumyndum eftir Snorra Svein Friðriksson, sem gerðar voru 1972, og sýndar í sjónvarpinu með tón- verkinu „Lítil písiarsaga" eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Myndir þessar hafa ekki sést á sýningu áður. Á ■ skírdagskvöld mun Sigrún Þorgeirsdóttir syngja einsöng, sálm eftir norska skáldið Svein Ellingsen í þýðingu sr. Sigurjóns Guðjónssonar. Við messugjörðir föstudagsins langa mun Halldór Vilhelmsson syngja aríu úr Jó- hannesarpássíu Bachs, við undir- leik Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar. Einnig mun Inga Rós Ingólfsdóttir leika ein- leik á selló. í báðum messum á páskadagsmorgni mun Mótettu- kór Hallgrímskirkju flytja kantöt- una Christ lag in Todesbandcn no. 4 eftir J.S. Bach með aðstoð lítillar hljómsveitar. Einsöngvarar verða úr röðum kórfélaga, Ásdís Kristmundsdóttir sópran, Nicolas Hall tenór og Magnús Baldvinsson bassi. Karl Sigurbjörnsson, Kagnar Fjalar Lárusson. 3ð Grensáskirkja: Lofgjörðar- samkoma Á annan dag páska kl. 20:30 verð- ur sérstök samkoma i Grensáskirkju í Reykjavík. Að henni standa mörg kristin félög, en sum þeirra hafa orð- ið til í þeirri kristilegu vakningu, sem verið hefur á fslandi sl. 12 ár. Þessi félög eru: Nýtt líf, Vegurinn, Trú og líf, Ungt fólk með hlutverk, einnig Krossinn, Grensáskirkja og Hjálpræðisherinn. " Á samkomunni mun hvert félag vera með sérstakan söng, en auk þess verður mikill almennur söng- ur og lofgjörð. Þá verður ritn- ingarlestur, fyrirbænir og ræðu- maður verður Sr. Halldór S. Gröndal. (VrétUlilk;naii>g.) (jarni gamla í Dubrovnik eidrienbvg' pað er sers Undir þessi orö George Bernard Shaw hafa ótal ferðamenn tekið. Dubrovnik er alveg einstakur staður - í senn endurnærandi sólarströnd og ævintýraland . þeirra sem unna náttúru fegurðog heillast 1 > af framandi Mi-Í menningu. Við bjóðum gistingu í fjórum mjög góðum hótelum, fjölbreytta og hressilega leiKja- og afbreyingardagskrá (t.d. sund, tennis, útigrillveislur, sjóskiði, siglingar, miönæturveislur o.fl. o.fl.). Og síðast en ekki síst fjölda skoðunarferða um suðurhluta Júgóslaviu, t.d. hið rómaöa héraö Montenegró, sem er ógleymanlegt öllum sem þangaö koma. Verð kr. 24.400 (Miðað við 2 í herb. og 3 vikur) Innifalið: Flug, gisting með hálfu fæði, akstur til og frá flugvöllum, íslensk fararstjórn. Möguleiki á aukadvöl í Amsterdam. AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899“SL»« SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.