Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 Dauói og sóttarfar i fornsötfum I — eftir prófessor Sigurð Samúelsson Aaðsætt er að mest ber á dauða eða mannslátum í fornsögum okkar í vopnaviðskiptum eða oardaga. Ég hefi þó raunar af til- viljun einni kynnt mér mannslát i íslendingasogunum og þá með sér- stöku tilliti til, hvort hægt væri að gera sér nánari læknisfræðilega grein fyrir hver dauðaorsök væri. Það er skiljanlegt, að hér er ekki um auðugan garð að gresja. Vil ég tilnefna nokkur dæmi, en hefi þá í nuga dauða af völdum ýmissa sjúkdoma, sem venjulega ber skyndilega að. Ég byrja þá á andláti Þormóðar Kolbránarskálds1* að ioknum öardaganum á Stiklastöðum í Noregi ári 1030 og sem er af völd- um órvarskots undir vinstri hol- hendi og blæðinga frá því. Lítill vafi ieikur á, að hann muni hafa verið mjög iangt leiddur, því að sagan segir að hann hafi mætt konu og segir hún „dauða menn ganga“. Flekkr einn var kominn á nef honum.2) Kvað hann þá vísu og er seinni hluti hennar svohljóð- andi: Mik fló malmr en dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta et næsta Hættligt járn, es ek vættik. Sem sé: hinn dökki málmur flaug í gegn um mig keyrður afli. Hættulegt járn beit hvasst næst hjarta mínu, um það get ég vottað. Telur sagan að örin hafi staðið i hjartastað og kippti Þormóður henni sjálfur úr sárinu og andað- ist síðan. Bendir frásögnin til, að Þormóður muni hafa verið all lit- verpur og fölur yfirlitum, þar sem konan hélt sig sjá dauðan mann koma gangandi, og vafalaust hef- ur nef Þormóðs verið áberandi J5 En um morgumnn, er lýsti ok menn klæddust, þá sat Skalla-Grímr fram á stokk ok var þá andaðr ok svá stirðr, at menn fengu hvergi rétt hann né hafið, ok var alls við leitat. stórbrotni og skapstirði höfðingi hafi tekið sig til og brennt upp hofið, nafi honum mislíkað vé- fréttirnar Að minnsta kosti er honum stórt í huga og hann verð- ur bráðkvaddur. Líklegasta skýr- ing dauðaorsakar er því sjúkdóm- ur eða bilun ■ æðakerfi hjarta eða heila. f Finnbogasögu ramma er þessi frásögr^jam andlát Finnboga stýri- manns: „Riðu þeir út frá Felli ok er þeir hafa skammt riðit mælti Finnbogi: „Næsta gerir mér kyn- ligt.“ Urðarköttr sá til hans ok mælti: „Stígum af baki því at ek sé at þú ert fölr mjök, ok má vera þá, at af þér hefi.“ Þeir gerðu svá, létu hestana taka niðr, ok er stund leið, bað Finnbogi þá ríða ok kvað af sér hefja, riða þeir út á fellit ok koma undir einn stein mikinn. Þá mælti Finnbogi: „Hér munum vér við nema, ok má vera, að hér ger- ist nökkut til tiðenda í várri ferð, stiga af baki og skjóta tjaldi af steininum fram. Sezt Urðarköttr undir höfuð honum. Eigi sat hann lengi undir honum, áðr en hann dó.“ í helstriði sinu undir steini þessum, sem ennþá heitir Finn- bogasteinn, gaf Finnbogi stýri- maður Urðarketti nafn sitt, sem svo síðar fékk viðurnefnið Finn- bogi rammi eða sterki. Eftir því sem séð verður ber andlát þetta brátt að. Ætla má Finnboga vera á miðjum aldri. LEST ÞORÐUR KAKALIAF HEILABLÓÐFALU? fyrst það er sérstaklega nefnt til sögunnar. Þótt ég hafi byrjað frásögn mina á þessum dauðdaga, sem ekki er af völdum neins hjarta- sjúkdóms í venjulegum skilningi, er orsökin ekki sízt hin fagra visa, og svo hitt að forfeður okkar hafa oft á skarplegan hátt lýst ein- kennum við breytingar og truflan- ir á blóðrá manna. Sný ég mér þá að þeim frásögn- um, sem ég hefi rekist á og lýsa dauða manna, sem ber að á snögg- legan hátt og eftir mikla og skvndilega áreynslu. I Egils sögu Skallagrímssonar3) segir svo frá andláti Kveldúlfs: „Svá er sagt, at þeim mönnum væri farit, er hamrammir eru, eða þeim, er berserksgangr er á, at meðan þat var framit, þá váru þeir svá sterkir at ekki helzt við þeim, en fyrst, er af var gengit, þá váru þeir ómáttkari en at vanda. Kveld-Úlfr var ok svá, at þá er af honum gekk hamremmin, þá kenndi hann mæði af sókn þeirri, er hann hafði veitt, ok var hann þá af öllum saman ómáttugr, svá at hann lagðist í rekkju. En er sóttist hafit, bá elnaði sótt á hendr Kveld-Ulfi... litlu síðar andaðist hann.“ Fyrr í Egils sögu er sagt: „Kveld-Úlfr var þá mjök á efra aldri, en synir hans váru rösknir. „Kveldúlfur er orðinn gamall er hann hefnir Þórólfs sonar síns, og gengur þá hart fram, enda virðist hann leggjast rúmfastur að bar- daganum loknum. Dauða hans ber þó ekki brátt að höndum, því að hann deyr ekki fyrr en þeir eru komnir undir íslands strendur. Án þess að vita um nánari tildrög eða sjúkdómslýsingu, þætti mér lík- legast, meðal annars af tíma- lengdinni frá því hann tók sjúk- dóm sinn þar til hann dó, að orsökin sé hjartabilun. Um andlát Skallgríms segir Eg- ils saga,4) að sundurþykkja var milli feðganna Egils og Skalla- gríms, þar eð Egill hafði ekki skil- að silfri þvi, er Aðalsteinn kon- ungur hafði sent Skallagrími, og hafði hann þó leitað eftir því. Af þeirri ástæðu hafði Skallagrímur riðið að heiman með kistu mikla og eirketil hvorutveggja fulla af fé, og talinn hafa fólgið i jörðu. Sagan segir síðan: „Skalla-Grimr kom heim um miðnættisskeið ok gekk þá til rúms sins og lagðist niðr i klæðum sinum. En um morguninn, er lýsti ok menn klæddust, þá sat Skalla-Grímr fram á stokk ok var þá andaðr ok svá stirðr, at menn fengu hvergi rétt hann né hafit, ok var alls við leitat." Vart gerast stórbrotnari menn í lund í fornsögum okkar en þeir Borgar-feðgar, Skallagrimur og Egill. Sennilegt er því, að slík stórátök andlegs eðlis og raunar likamlegs einnig við að koma fjár- mununum fyrir í jörðu, eigi sinn mikla þátt i skjótum dauðdaga Skallagríms og þá af völdum bil- unar á blóðrásarfærum hjarta eða heila. í Laxdælu segir svo um tildrög að andláti Unnar djúpúðgu, er skeði í brúðkaupi Ólafs feilan:5) „Elli sótti þá fast at Unni, svá at hon reis ekki upp fyrir miðjan dag, en hon lagðist snemma niðr. Engum manni leyfði hon sat sækja ráð at sér þess á milli hon fór at sofa á kveldin og hins, er hon var klædd. Reiðilega svarar hon, ef nokkur spurði af mætti hennar." Eftir að Unnur hafði selt bústað sinn í hendur Ólafi feilan, segir sagan: „Eftir þat stóð Unnr upp og kveðst ganga mundu til skemmu þeirrar, sem hon var vön at sofa í. Svá segja menn, at Unnr hafi verit bæði há og þreklig. Hon gekk hart út eftir skálanum. Fundust mönnum orð um, at kon- an var enn virðulig... En um dag- inn eftir gekk ölafr feilan til svefnstofu Unnar frændkonu sinnar, ok er hann kom í stofuna sat Unnr við hægindin. Hon var þá önduð." Unnur djúpúðga er háöldruð, er hún deyr, og hefir hun auðsjáan- lega borið reisn sína til dauða^ dags. Dánarorsök má því ætla að hafi verið sú sem venjulegust er meðal aldraðs fólks, eða bilun á æðakerfi í hjarta eða heila. Tildrög að dauða Þórólfs bægi- fótar segir Eyrbyggja6) hafa verið, að Þórólfur biður Arnkel goða son sinn hjálpar að ná aftur Kráku- ness skógi af Snorra goða, en Arn- kell verður ekki við bóninni. Sagan segir orðrétt „Við þetta skildu þeir feðgar. Fór Þórólfur heim og unir stórilla sínum hlut, ok þykist nú eigi sinni ár fyrir borð koma. Þórólfr bægifótr kom heim um kveldit ok mælti við engan mann. Hann settist niðr í öndvegi sitt ok mataðist eigi um kveldit. Sat hann þar eftir, er menn fóru at sofa. En um morguninn, er menn stóðu upp, sat Þórólfr þar enn ok var dauðr.“ Þórólfur var maður kominn á efri ár er hann andast. Hann var skapmaður mikill, eins og greini- lega kemur fram í sögunni. Hann á í útistöðum við tvo mestu héraðshöfðingjana, Snorra goða og Arnkel goða, son sinn, sem ekki vill sættast við hann, þegar hann leitar til hans og biður hann lið- sinnis. Því er eðlilegt, að Þórólfur hafi verið f miklum skapofsa og hugarstríði, sem að líkindum hafa valdið dauða hans, og þá borið að vegna hækkaðs blóðþrýstings og bilunar á æðakerfi í hjarta eða heila. í Harðar sögu ok Hólmverja segir svo frá andláti Grímskels goða:7) „Gekk hann þá í burt ok var reiðr mjök goðunum. Hann fór heim eftir eldi ok brenndi upp hof- it ok öll goðin ok kvað þau eigi skyldu oftar segja sér harmsögu. Ok um kveldit, er menn sátu undir borðum, varð Grímkell goði bráð- dauðr.“ Grímkell goði er kominn á efri ár, er hann deyr. Sumir atburðir hér að lútandi eru af skáldlegum uppspuna, svo sem þegar Grímkell kemur í hofið og segir sagan: „Þá váru goðin f busli miklu ok burt- búningi af stöllunum." Hvað sem þvf lfður, er ekki óliklegt, að þessi þótt ekki sé vitað um það með vissu. Frásögnin bendir til að Finnboga hafi grunað að hverju dró með sjúkdóm sinn, þótt lýs- ingu vanti á einkennum frá líffær- um svo sem verkjum, en bráður dauðdagi eins og hér er lýst, virð- ist helzt benda til sjúkdóms i hjarta frekar en heila. Atburður þessi mun hafa skeð á seinni hluta 10. aldar. { Bandamannasögu9* er frásögn, sem fer hér á eftir: „Líðr af vetrinn ok er vára tekr, ferr Hermundur til Hvammsleið- ar, ok er hann ætlaði utan, þá seg- ir hann, at þeir munu snúa ofan til Borgar ok brenna Egil inni. Ok er þeir koma utan f Valafell, þykir þeim sem strengr gjalli upp í skörðin, ok því næst kennir Her- mundr, at stingi kemr undir hönd- ina ok æðiverkr, verður nú heim at snúa, ok ferr frá honum liðit. Ferr verkrinn um sfðuna, ok því meir er um sóttina sem meir líðr upp í héraðit ferðinni, ok er þeir koma á Höggvandastaði, ok var þar allt þakit af hröfnum. Ok er hann kemr heim, var hann hafðr í rekkju, ok var farit eftir Þórði presti Sölvasyni í Reykjaholti, ok er hann kom at honum mátti hann ekki mæla. Ok er hann kom til hests síns, prestrinn, var sent eftir honum, ok kom hann öðru sinni, ok mátti ekki mæla við hann. Þá fór prestrinn ofan til gils, ok var þá hleypt eftir honum it þriðja sinn, ok lýtr hann at honum Hermundi, ok heyrir hann, at hann léti í vörunum: „Fimm í gili,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.