Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRlL 1985 63 SVIPMYND Á SUNNUDEGI Jose Sarney „Hér stend ég með byrði i öxL unum sem ég sóttist ekki eftir né kærði mig um,“ sagði Jose Sarney, þegar hann tók formlega við emb- aetti forseta Brazilíu um sl. helgi, aö Tancredo Neves litnum. Ur orðum hans mi lesa hversu fjarri það var honum að takast i hendur forsetaembstti. Hann hafði litið svo i að varaforsetaembætti sem ekki facli í sér nein völd væri við- eigandi lok i stjórnmilaferli sín- um. Fri því Neves veiktist og þar til hann dó þótti Sarney sýna skap- festu og þó sveigjanleika í sam- skiptum við stjórnmilamenn og kom ýmsum i óvart. En þó að Sarney sé góðum kostum gæddur er mergurinn milsins si, að hann vildi ekki verða forseti með ibyrgð sem því fylgir í Brazilíu nú, né heldur nýtur hann þeirra vinsælda Sarney gerir sér grein fyrir því að Brazilíumenn eru ákaf- lega vonsviknir yfir því að hann skuli vera orðinn forseti. Hann er fyrsti forseti borgaralegrar ríkisstjórnar í landinu frá 1964 og tengsl hans og samskipti við herforingjastjórnir hafa veikt stöðu hans, að minnsta kosti fram að þessu. Þegar Sarney gekk til liðs við Neves á sl. vori hafði hann sem sé stutt fimm herforingjastjórnir. í einkasamtölum hefur Sarney itrekað þau orð sem eru í upp- hafi þessarar greinar; að nauð- ugur hafi hann orðið að taka við hlutverki sem hann sóttist ekki eftir, og mikil sé kaldhæðni ör- laganna að það var Tancredo Neves en ekki Sarney sem dreymdi um það alla ævi að fá að Hann axlar byrði sem annar sóttist eftir Jose Sarney sem Neves gerði og hefði ugglaust auðveldað honum að taka ákvarð- anir sem hefðu orðið umdeildar hjá öðrum. Neves var stjórnmálamaður af lífi og sál, afstöðu Sarneys til stjórnmála hefur verið lýst svo að hún einkennist af vitsmunum, en nokkrum leiða og þreytu. Hann hefur áhuga á bókmennt- um og hefur gefið út skáldsögu, smásagnasöfn og ljóðabækur sem hafa fengið miðlungi góða dóma. Hann hefur áhuga á að safna forngripum og heimili hans er sagt vera hálfgert safn- hús fyrir brazilíska listmuni. Hann er ekki gefinn fyrir íþrótt- ir og útivist, hann hvorki reykir né bragðar áfengi. Hann unir sér bezt í fárra vina hópi, þykir skemmtilegur sögumaður og gæddur kímnigáfu. Hann er við- kvæmur maður og skapgerðin sveiflótt. taka við þessu starfi. Þann 14. marz þegar Neves var fluttur i sjúkrahús sagði Sarney: Ég er ekki undir það búinn að taka við starfi forseta, hvernig sem á málin er litið. Margir Brazilíumenn munu taka undir það að Sarney, — hófsamur fyrrverandi öldunga- deildarþingmaður — hægra megin miðju í skoðunum — sé í meiriháttar gildru. Hann verður ekki aðeins að snúa sér af fullri einurð að því að finna leiðir í efnahagsmálum, heldur horfist hann í augu við að hann er tor- tryggður af samstarfsmönnum vegna fortíðar hans. Afstaða þorra landa hans til hans er ekki á hreinu, það blandast engum hugur um að flestir óskuðu Nev- es bata og væntu þess fram á síðasta dag að hann tæki við starfi forseta. Þó að Sarney gegndi því til bráðabirgða var hugur almennings hjá Neves og Sarney var sýnd lítil athygli. Það þarf ekki að orðlengja að Brazilíumenn hugðu að nýir tím- ar væru að renna upp í landinu, á öllum sviðum. Og þeir hugsuðu til þess með fögnuði að hlíta for- ystu Neves. Nú hafa óvissa og efasemdir gripið um sig. Blaða- menn hafa sagt að til þess að hægt verði að beina Brazilíu á þær brautir verði Sarney að sýna mikla leiðtogahæfileika og ótvíræða forystu — og það viti fáir til að hann búi yfir þeim eiginleikum. I viðtali við New York Times á dögunum sagði diplómat nokkur, sem hefur þekkt Sarney í ára- tugi, að hann væri prúðmenni mikið. „Hann er húmanisti, vel lesinn, sómamaður en hann er ekki nútímamaður." Meðal öldungadeildarþing- manna fékk hann á sínum tíma orð fyrir að vera sanngjarn og tillitssamur og virti skoðanir annarra. Aftur á móti hefur hann sætt mikilli gagnrýni inn- an Jafnaðarmannaflokksins sem studdi herforingjastjórn lands- ins, eftir að hann sagði sig úr flokknum í júni á síðasta ári og tók höndum saman við Neves. Fyrrverandi samstarfsmenn hans kölluðu hann svikara og tækifærissinna og fráfarandi forseti Figureiredo neitaði að vera viðstaddur embættistöku hans þann 15. marz sl. Augljóst er að Sarneys bíða mikil verkefni og hann er í brýnni þðrf fyrir að hafa velvilja þjóðarinnar og stuðning stjórn- málamannanna að baki sér, þá hefði verið von til að hann næði einhverjum árangri. Það veikir stöðu hans að fram á síðasta ár var Sarney til dæmis í hópi þeirra þingmanna sem vildu koma í veg fyrir að borgaralegur forseti settist að völdum í Braz- ilíu. Það er raunar svo margt sem er andsnúið Sarney í upp- hafi forsetaferils hans, að fáir búast við miklu af honum. Og einmitt það gæti kannski orðið honum til framdráttar, þrátt fyrir allt, þegar til lengri tíma er litið. Allt sem honum tekst vel mun vekja undrun og ánægju meðal landa hans, mistakist honum að ná tökum á verkefni sínu mun það ekki koma á óvart. Jose Sarney fæddist í bænum Sao Bento í Norður-Brazilíu þann 30. apríl 1930, einn fjórtán systkina efnalítilla foreldra. Hann þótti vel gefinn og var ákveðið að senda hann til mennta í Sao Luis og sagan segir að faðir hans, sem var bæjar- dómari í Sao Bento, hafi selt rit- vélina sína til að kosta menntun sonar síns. Hann lauk síðar laganámi, starfaði um hríð sem fréttamaður, en hóf þátttöku í stjórnmálum ungur. Hann var kosinn landstjóri í heimahéraði sínu, Maranhao, 1964, eftir að herforingjastjórnin fyrsta hafði tekið völd í landinu. Hann var kosinn öldungadeildarþingmað- ur tvívegis. Síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum hefur hann verið félagi í fjórum flokk- um. Sarney kvæntist 1952, kona hans heitir Marly Macicira. Þau eiga þrjú börn og þrjú barna- *)örn- (Heimildir: New York Times) Texti (snúið og sneitt): Jóhanna Kristjónsdóttir. tabod kostaöi ginstakt bod m f\jrir ntíö Kosiau^ hí%mikid tæs^ hel'"”"' iakkar. buxur , paö sem í ve*ur . ^jQfíA ,ltþéttar vorur ^ 0.11-° u ’ °' ' . • /VOEl^ "N enna- vinir Tiu ára gamall bandarískur piltur skrifar fyrir hönd 30 bekkjar- systkina, sem öll fengu mikinn ís- landsáhuga í landafræðitímum í skóla sínum í Tulare, sem er miðja vegu milli Fresno og Bakersfield í Kaliforniu. Langar krakkana að skrifast á við jafnaldra sina eða jafnöldrur: James Bionda, Kohn Elementary School, 500 South Laspina Street, Tulare, California 93274, UÆ.A. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tennis og safnar póstkort- um: Mie Mizutani, 2024 Oyama Tado-cho, Kuwana-gun Mie-ken, 511-01 Japan. Ellefu ára sænsk stúlka, sem fékk það verkefni ásamt nokkrum bekkjarsystkinum sínum að skrifa ritgerö um ísland i skóla sinum, óskar eftir pennavinum. Hefur áhuga á íþróttum, tónlist, dansi, dýrum o.fl.: Maria Holmgren, Ágatan 6c, 81400 Skutskar, Sverige. Frá Ghana skrifar 21 árs stúlka með margvísleg áhugamál: Cendy Coilins, c/o Kojo Mensa, P.O.Box 468, Cape Coast, Ghana. Fjórtán ára bandarisk stúlka með margvísleg áhugamál. óskar eftir pennavinum 13-16 ára: Angelia Ann Neal, 1125 W.Broad St„ Smithville, Tennessee 37166, U.S.A. Þrítugur einhleypur piltur i Kan- ada vill skrifast á við 21-30 ára íslenzkar stúlkur. íþróttir og úti- vera meðal áhugamála: Norm Richards, General Delivety, Trail, British Columbia, Canada. Ensk hjón, húsbóndinn leigubíl- stjóri og konan kennari, ætla að heimsækja ísland i sumar ásamt börnum sínum 13 og 14 ára. Vilja skrifast á við islenzkar fjölskyld- ur. Hafa margvísleg áhugamál: Gill Hughes, 21 Bettridge Road, Fulham, London SW6 3QH, England. Nitján ára japönsk stúlka með kvikmynda- og íþróttaáhuga. Vill skrifast á við stúlkur á sínum aldri: Junko Hattori, 1355-150 Hannan-cho, Tottori, Sennan-gun, Osaka, 599-02 Japan. Tiu ára sænskur piltur með marg- vísleg áhugamál, safnar m.a. fri- merkjum: Per-Niklas Skillemark, Ekviken Skavarp, S-570 60 österbymo, Sverige. Tvitug finnsk stúlka með marg- visleg áhugamál: Merja Vaaninen, Mustavuori 4, SF-45730 Kuusankoski, Finland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.