Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUB 28. APRÍL1985 47 Elísabet Magnús- dóttir — Minning voru aldar á venjulegu fóðri en fengu einungis fjórðung af venju- legum dagskammti. Eftir tveggja vikna megrun hafi líkamsþungi þeirra minnkað um tæp 13% sem samsvarar því að maður sem veg- ur um 80 kg iéttist um 10 kg. Þessi megrun olli miklum breytingum á efnasamsetningu i frumuhimnum hjartans og voru breytingarnar hinar sömu og verða við mikið streituálag. Áhrif róttækra megr- unarkúra á hjartað eða önnur lif- færi hafa litið verið rannsökuð en tilhögun þeirra gæti skipt máli þegar um er að ræða einstaklinga sem eru með kransæðasjúkdóma. Tilraunir á dýrum sýna að streitu- hormónar og verulegar breytingar á iífsskilyrðum valda miklum breytingum á efnasamsetningu i hjartavöðvanum. Ætla má að þessar breytingar geti verið mun viðtækari en kannað hefur verið til þessa. Enn sem komið er vitum við lítið um eðli streitu og efna- fræðilega þætti streituaðlögunar, þ.e. hvernig efla megi streituað- lögun og auka þol gegn streitu. Hvað varðar tengsl mataræðis og hjartasjúkdóma er enn margt ókannað. Það er almenn skoðun að mikil neyzla á mettaðri dýrafitu, sem eykur kólesteról og aðra fitu í blóði, valdi því að fita safnast fyrir í æðum, orsaki æðakölkun og loks kransæðaþrengsli. Áhrif mat- aræðis á hjartavöðvann sjálfan, efnasamsetningu og starfshætti hafa lítið verið rannsökuð. Í þessu sambandi er vert að gefa gaum aö samanburðarrannsóknum danskra vísindamanna á Dönum og Grænlendingum, sem virðast ónæmari en aðrir fyrir kransæða- sjúkdómum. Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að neyzla á fiski og öðru sjávarfangi geti verið mikil- væg til að forðast hjartasjúk- dóma. við höfum nálgast þetta viðfangsefni á þann hátt að rann- saka áhrif fítu í fæðu á hjarta- vöðvann i tilraunadýrum, þ.e. albino-rottum. Rottur eru alætur eins og maðurinn en fá þó ekki æðaþrengsli eða æðakölkun þótt þær séu aldar á fitu- eða kólester- ólríku fæði í langan tíma. Við skiptum tilraunadýrunum i fjóra hópa — einn fékk venjulegt fit- usnautt fóður en hinir fengu ýmist fóður sem blandað var með 10% smjöri, maísoliu eða þorskalýsi. I ljós kom að fitan hafði mikil áhrif á efnasamsetningu í hjarta- vöðvanum og hafði hver fituteg- und í fæðunni sín sérstöku áhrif. Næst var athugað hvort streitu- þolið væri mismunandi hjá þess- um dýrum. Þau fengu streitu- hormón og við samanburð kom í ljós að þau dýr sem fengu þorska- lýsi höfðu lægsta dánartíðni, en þau sem fengu smjör og maísolíu höfðu þrefalt hærri dánartíðni. Líklegt er að fjölómettaðar fitu- sýrur í fiski og lýsi tefji myndun æðaþrengjandi efna, stuðli að slökun æðaveggja og dragi þannig úr líkum á dauðsföllum af völdum álags á hjartavöðvann. En eins og ég sagði áðan þá gefa tilraunir á dýrum ekki fullnægjandi niður- stöður heldur aðeins vísbendingar um hvar og hvernig megi teita frekari þekkingar varðandi lik- ama mannsins." „Svo við víkjum að sjálfum þér — hver er maðurinn?" „Ég er fæddur og uppalinn á Ákranesi, fór í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúdents- prófi árið 1952.“ „Af hverju fórstu til Akureyr- ar? Hefði ekki verið nærtækara að fara frá Akranesi í Mennta- skólann í Reykjavík?" „Vegalengdin er styttri, en ástæðan fyrir því að ég fór til Ak- ureyrar var sú að á þessum árum var mun ódýrara að fara í heima- vistina fyrir norðan en að halda sér uppi hér í Reykjavík því að hér var engin heimavist." „Var ekki fullsnemmt fyrir fimmtán ára ungling að fara úr foreldrahúsum?“ „Það held ég að hafi verið i lagi, en það hefði ekki mátt vera miklu fyrr. Ég bjó að því sjálfstæði sem ég aflaði mér með þessum hætti þegar ég kom til Múnchen að loknu stúdentsprófi. Upphaflega innritaðist ég í læknisfræði hér heima en siðah snerist mér hugur og ég hélt til Múnchen. Þar voru i gildi fjöldatakmarkanir við Tækniháskólann, og það svo um munaði. Það var mér hins vegar ekki ljóst fyrr en hingað kom. 600 manns sóttu um inngöngu i efna- fræði, þar af voru valdir úr 120 sem fengu að þreyta inntökupróf og af þeim fengu ekki nema 30 skólavist. Þetta gekk þó allt vel og ég varð einn af þessum þrjátíu. Að loknu doktorsprófi kom ég heim og var yfirverkfræðingur við Sem- entsverksmiðju rikisins í tvö ár, en síðan lá leiðin til Bandaríkj- anna þar sem ég var kennari á ýmsum stigum í lífefnafræði og læknisfræði við Wayno State Uni- versity í Detroit en prófessor í efnafræði við Verkfræði- og raunvísindadeild háskólans hef ég verið frá 1970.“ „Áttu tómstundir?“ „Já, já, ég á tómstundir, en i minum huga er starfið ekki eitt og tómstundagaman annað. Áhuga- málin eru mörg, sum varða starfið og önnur ekki.“ „Og hvernig leggst það í þig að taka við embætti rektors Há- skóla íslands?“ „Það leggst vel i mig. Vandi há- skólans er í eðli sínu sá sami nú og hann hefur verið frá upphafi, þ.e. ófullnægjandi aðstaða til að veita þá þjónustu sem honum er ætlað að veita. Háskóli íslands hefur í öllum deildum dugmikið starfslið, lið með þekkingu og reynslu sem virkja má enn betur. Háskólinn þjónar allri þjóðinni og þess má sjá glögg merki ef menn gefa því gaum hvaða störfum kandidatar okkar sinna. Háskólinn stefnir að markvissari og afkastameiri rann- sóknastarfsemi jafnhliða því að veita ungu fólki menntun og þjálf- un. Það eru skemmtileg og krefj- andi verkefni sem bíða þeirra sem eru að Ijúka háskólanámi um þessar mundir." Viðtal/ ÁSLAUG RAGNARS Fsdd 8. júní 1907 Dáin 21. aprfl 1985 Amma okkar, Elísabet Magn- úsdóttir, er látin. Hún fæddist í Svínaskógi á Fellströnd. Foreldrar hennar voru þau Kristín Jónsdóttir og Magnús Hannesson. Hún var yngst 6 systkina. Árið 1931 giftist amma afa okkar. Ásberg Kristjánssyni skipsstjóra, en hann lést 28. apríl 1982. Éignuöust þau fimm börn, Elsa er þeirra elst síðan er Ása, Otga, Kristján og Auður móðir Endurvarp: Ljósmynda- sýning fram- haldsskóla- nema opnuð Ljósmyndasýning framhaldsskóla- nema ó höfuðborgarsvæðinu verður opnuð í dag, sunnudaginn 28. aprfl, klukkan 15.30. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra opnar sýn- inguna og viðstödd opnunina verða forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, Davíð Oddsson borg- arstjóri, skólastjórar skólanna, forystumenn nemendafélaganna og fleiri gestir. Sýningin er í Gerðubergi og eru á henni 106 myndir, teknar af nemendum i 7 skólum. Sýningin er opin á venjulegum opnunartima Gerðubergs, þ.e. mánudaga til fimmtudaga frá kl. 16 til 22, og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18. Lokað er á laugardögum og 1. maí. Sýning sem þessi hefur aldrei verið haldin áður, en það er von þeirra sem að sýningunni standa, aö hún verði árlegur viðburður og að fleiri skólar geti verið með í framtíðinni. (FrélUtilk;nnÍBH.) Fundir um að- stöðu krabba- meinssjúklinga Krabbameinsfélag Reykjavíkur efnir á næstunni til þriggja fræðslu- og umræðufunda um meðferð krabbameins og aðstoð hins opin- bera og áhugasamtaka við krabba- meinssjúklinga og fjölskyldur þeirra. Fyrsti fundurinn verður hald- inn á morgun, mánudaginn 29. apríl. Verður þá fjallað um með- ferð krabbameins á sjúkrahúsum og göngudeildum. Frummælendur verða Guðmundur Benediktsson og Kjartan Magnússon, sérfræð- ingar á krabbameinslækninga- deild Landspítalans, Kristín Soph- usdóttir deildarstjóri á göngudeild krabbameinslækningadeildar Landspítalans og Guðbjörg Pálmadóttir deildarstjóri á göngudeild háis-, nef- og eyrna- deildar Borgarspítalans. Annar fundurinn verður hald- inn mánudaginn 6. mai og mun Úlfhildur Grímsdóttir hjúkrunar- fræðingur ræða um aðlögun sjúkl- ings og aðstandenda hans að krabbameini, Björn Önundarson tryggingayfírlæknir fjallar um þann stuðning sem Trygginga- stofnun ríkisins veitir og Margrét Þorvarðardóttir aðstoðardeildar- stjóri Heimahjúkrunar við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fjallar um heimahjúkrun. Á síðasta fundinum sem hald- inn verður mánudaginn 13. maí, verður kynnt starfsemi Krabba- meinsfélagsins, félagsins Nýrrar raddar, Samhjálpar kvenna og Stómasamtakanna. okkar, einnig ólu þau upp dóttur- son sinn, Ásberg. Á kveðjustund er margs að minnast, en minning um þá brosmildu, gestrisnu og góðu ömmu sem við áttum gleymist aldrei, en huggunin hjá okkur er sú að nú er hún komin til afa okkar. Hún lést á heimili sínu, þar sem hún undi sér best, þann 21. apríl 1985 sem var afmælisdagur afa okkar. Elísabet var jarðsungin í gær, laugardag, frá ísafjarðarkirkju. Blessuð sé minning ömmu okk- ar. Hvíli hún í friði j faðmi Guðs. Ólafur Ásberg og Kristján Breiðfjörð Árnasynir. SOVÉSKIR DAGAR MÍR 1985 Rússneskir tónleikar Ljúdmíla Zykina, frægasta þjoölagasöngkona Sovétríkjanna, og þjódlagasveitin „Rossia" undlr stjórn Viktors Gridin, koma fram á tónleikum MÍR, Menningartengsla íslands og Ráóstjórn- arríkjanna, í næstu viku sem hér segir: Þjóöleikhúsinu mánudaginn 29. apríl kl. 21. þriöjudaginn 30. apríl. mlövikudaginn 1. maí. fimmtudaginn 2. maí. föstudaginn 3. maí. Missiö ekki af þessum elnstæöu tónleikum. Sala aögöngumlöa aö tónleikunum í miöasölu leikhússins. , MIR. Neskaupstaö Egilsstööum Akureyri (Sjallanum) Húsavfk Termi-tölvuborö. Verö frá kr. 8.975,- KRISTJÁfl SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEG113. REVKJAVIK, SÍMI 2587D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.