Morgunblaðið - 21.05.1985, Side 35

Morgunblaðið - 21.05.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1985 35 yopnun eru mvarnir Dr. Christoph Bertram flytur ræhu í Átthagasal Hótel Sögu. Bandaríkjamenn hafa sagt við evrópska bandamenn sína, að þeir þurfi ekkert að óttast í þessu efni. Unnt sé að smíða varnarkerfi gegn eldflaugum sem dugi fyrir Vestur-Evrópu. Bertram taldi, að tæknilegir örðugleikar væru mun meiri í þvi efni en gagnvart lang- drægum eldflaugum. Auk þess væri Evrópu ógnað af sprengju- flugvélum, stýriflaugum og fall- byssum sem nota mætti til að skjóta kjarnorkukúlum. Aldrei yrði unnt að verja Evrópu með sambærilegum hætti og Bandarík- in. Hernaðarútgjöld geta ekki hald- ið áfram að vaxa. Vestur-Þjóð- verjar standa auk þess frammi fyrir því, að vegna fólksfækkunar verður erfitt fyrir þá að halda úti 500.000 manna herafla eftir 1990. Þvert á fyrri yfirlýsingar Banda- ríkjastjórnar verða hernaðarút- gjöld Bandaríkjamanna ekki auk- in á fjárlögum 1986. Þrátt fyrir þetta heldur forsetinn fast við þann ásetning sinn að fá stórar fjárhæðir til rannsókna vegna geimvarna. Hvaðan eiga þeir pen- ingar að koma? Verður bandaríski heraflinn í Evrópu skorinn niður til að afla fjár fyrir geimvarnirn- ar? Christoph Bertram taldi, að til- lögur Bandaríkjaforseta hefðu þegar haft í för með sér neikvæðar pólitiskar og herfræðilegar afleið- ingar í Evrópu. Þeir sem verja til- lögurnar í Evrópu nota ýmis rök. í fyrsta lagi segja þeir, að Banda- ríkjamenn ætli að fara sínu fram hvað svo sem Evrópumenn segi og því sé réttast að hafa þau not af geimvarnaráætluninni sem kostur er. í öðru lagi segja þeir að Sov- étmenn séu með samskonar áform á prjónunum. Bertram taldi, að varnarkerfi Sovétmanna byggðist ekki á tækjabúnaði i geimnum heldur aðgerðum á jörðu niðri, sem sumir teldu að vísu að væru i ósamræmi við ABM-samninginn milli Bandaríkjanna og Sovét- manna um takmarkaðar varnir gegn eldflaugaárás. í þriðja lagi teldu menn, að Sovétmenn myndu nota þetta mál til að reka fleyg á milli Bandaríkjamanna og þjóða Vestur-Evrópu, til að kljúfa Atlantshafsbandalagið. En komist menn að þeirri niðurstöðu, spurði Bertram, að Sovétmenn hafi rétt fyrir sér, þegar þeir vilja ræða geimvarnir í afvopnunarviðræð- um, er þá skynsamlegt að láta þá skoðun víkja fyrir skilyrðislausum stuðningi við sjónarmið Bandaríkjastjórnar? Hann taldi, að gagnrýni myndi magnast í Evrópu, þegar það kæmi skýrar í ljós en nú, að við- ræðurnar í Genf væru gagnslaus- ar á meðan Bandaríkjamenn halda fast í þá skoðun, að þar megi ekki ræða geimvarnir. Fyrir Evrópumenn væri skynsamlegast að krefjast þess, að staðið yrði við ABM-samninginn, sem gerir ráð fyrir því, að hvor aðili um sig eigi varnareldflaugar á landi. Á hinn bóginn væri ekki vafi á því, að geimvarnaráætlunin hefðu ráðið miklu um það að Sovétmenn feng- ust til að setjast að samningaborði i Genf á nýjan leik. Mestu skipti þó að komast að samkomulagi um afvopnunarmál og ekki mætti halda þannig á málum, að áætlun- in útilokaði að það tækist. Hingað til hafa evrópskir aðilar Atlantshafsbandalagsins ekki andmælt tillögum Bandaríkjafor- seta en sett fram ýmis skilyrði. í fyrsta lagi leggja þeir áherslu á, að hér sé aðeins um rannsókna- áætlun að ræða. í öðru lagi vilja þeir að ekki sé horfið frá fæl- ingarkerfinu. f þriðja lagi vilja þeir að ekki sé dregið úr stöðug- leika. Látið er í veðri vaka, að Evrópu- menn eigi að verða jafnvígir og Bandaríkjamenn við framkvæmd rannsóknaáætlunarinnar og taka þátt í tæknirannsóknum og tækja- gerð. Bertram taldi ástæðu til að efast um, að Bandaríkjamenn myndu treysta annarra þjóða mönnum fyrir mikilvægum verk- efnum við hönnun eða smíði kerf- is, sem ætti að gera Bandaríkin óhult fyrir kjarnorkuvopnum. í lok ræðu sinnar lagði Christ- oph Bertram áherslu á að nei- kvæðra pólitískra og herfræði- legra afleiðinga þessa frumkvæðis Bandaríkjaforseta væri þegar far- ið að gæta, þótt ákvörðun um hið nýja kerfi yrði ekki tekin fyrr en 1991 samkvæmt áætluninni. Við þessu yrði að bregðast. Geimvarn- aráætlunin væri ekki það sem mestu skipti núna heldur sá árangur sem næðist í Genf. Það væri verkefni evrópskra banda- manna Bandaríkjanna að benda stjórnvöldum í Washington á þá staðreynd. I 55 þús. krónur síma á 110 þúsund. Símleiðis fór einnig minna málverk af fjalla- landslagi á 22 þúsund dkr. Lítil vatnslitamynd af Tove eiginkonu listamannsins seldist á 5000 kr. og loks var seld teikning af hús- móður Kjarvals hér í Höfn á meðan hann stundaði nám i listaakademíunni, Rose Emilie Laudemann. í dag hélt uppboðið áfram eft- ir hádegið og var aðeins eitt ís- lenzkt málverk í boði, Heklu- mynd eftir Jón Stefánsson, og náði heppinn kaupandi þvi á 44 þúsund dkr. eða 163 þúsund ísl. kr., litlu yfir matsverði. Á mánu- dag verða árgangar af tímarit- inu Klingen með teikningum Kjarvals boðnir upp og einnig litógrafíur eftir hann. G.L.Ásg. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Viðbúnaður lögreglu í Manila vegna mótmæla gegn stjórn Marcos forseta. Uppreisiiin gegn Marcos harðnar HARÐNANDI uppreisn kommúnista á Filippseyjum vekur vaxandi ugg í Washington. Bandaríkjamenn eiga mikilla hagsmuna að gæta á Filippseyjum, þar sem þeir hafa tvær herstöðvar. Óttazt er að hagsmunir þeirra geti komizt í hættu, ef ekki tekst að halda uppreisninni í skefjum. Um það er deilt í Washington hvort barátta stjórnarinnar á Manila gegn skæruliðum sé líkleg til að bera árangur. Bandaríkjastjórn vill rúmlega tvöfalda aðstoð sína við Fil- ippseyinga i 100 milljónir dala á næsta ári. En ein nefnd fulltrúa- deildarinnar hefur samþykkt að hernaðaraðstoðin skuli minnkuð í 25 milljónir dala og efnahagsað- stoð aukin. Nefndin óttast að auk- in hernaðaraðstoð hafi öfug áhrif. Maoistahreyfingin NPA (Nýi al- þýðuherinn) hóf byltingarstríð sitt gegn ríkisstjórn Ferdinands Marcos forseta 1969 með 60 ný- liðum og 35 rifflum. Nú er talið að skæruliðaherinn hafi á að skipa 12.000—15.000 vopnuðum mönnum og ráði yfir 20.000 skotvopnum. Frá því Marc- os forseti lýsti yfir herlögum 1972 og þar til á fyrsta ársfjórðungi í fyrra misstu 5,7 milljónir manna heimili sín vegna átakanna. Aðalvígi skæruliða var upphaf- lega miðhluti Luzon, fyrir norðan höfuðborgina Manila. Nú stunda þeir aðgerðir í 80% héraða Fil- ippseyja, sem eru 73 að tölu. A.m.k. 20% allra þorpa í land- inu eru á valdi skæruliða eða und- ir áhrifum þeirra og stuðnings- mönnum NPA hefur fjölgað um 23% á ári síðan 1981 að sögn Juan Ponce Enrile landvarnaráðherra. Hann segir að ef ekkert verði gert til að hefta sókn NPA muni skæruliðaherinn standa stjórn- arhernum á sporði eftir þrjú til fimm ár. Skæruliðar hófu baráttu sína með innan við 20 manna flokkum í afskekktum landshlutum. Rúmum 10 árum síðar herjuðu flokkar skipaðir a.m.k. 100 skæruliðum á stjórnarherflokka og einangraðar byggðir. Nú orðið er algengt að 300 manna skæruliðasveitir ráðist á bílalestir, bæi, útvirki og herbúðir. Alvarlegast er ástandið á suður- hluta Mindanao, þar sem 876 bardagar voru háðir í fyrra, 83% fleiri en árið áður. Fyrstu tíu mánuði ársins í fyrra féllu 2.650 manns fyrir hendi skæruliða, þar af 800 hermenn, en NPA missti 895 menn fallna. Mannfallið var 20% meira en á sama tíma 1983. í fyrra skutu svokallaðar „spörva-sveitir" NPA 70 lögreglu- menn til bana í Davao, annarri stærstu borg Filippseyja, sem hef- ur verið kölluð „höfuðborg morða í heiminum". Eftir myrkur hörfar herinn í Davao til búða sinna. Hermenn- irnir þora ekki að láta sjá sig á götunum á daginn nema margir saman og velvopnaðir. í sumum fátækustu hverfum borgarinnar sjást þeir sjaldan. Þar hafa byltingarvígorð verið máluð á húsveggi og þar blakta stundum rauðir fánar við hún. Herinn í Davao hefur tekið upp þá aðferð að mynda hring um ein- stök borgarhverfi og senda inn menn til að leita þar að vopnum og undirróðursritum. Talið er að virkir hópar borg- arskæruliða hafi hreiðrað um sig í Davao. Hingað til hafa þeir ráðizt á borgina frá afdrepum í skógum umhverfis borgina. Efnahagserfiðleikar, valdníðsla hermanna, auknir glæpir og vax- andi óánægja meö stjórn Marcos forseta hafa ýtt undir upplausnina í Davao. Enn sem komið er virðast skæruliðar ekki hafa fengið stuðn- ing erlendis frá. Þeir eru búnir léttum vopnum, sem talið er að þeir hafi keypt, stolið eða tekið herfangi. Stjórnarhernum hefur ekki tek- izt að halda uppreisninni í skefj- um, þótt honum hafi tekizt að ná aftur héruðum og borgarhverfum af kommúnistum. Herafli Filippseyja er skipaður 200.000 mönnum. Þeir eru oft illa búnir vopnum og vistum og undir stjórn lélegra foringja. Undan- tekningar frá þessu eru sveitir landgönguliða og aðrar sérþjálfað- ar sveitir, en þær eru mjög fáar. Á mörgum svæðum eru stjórn- arhermenn sagðir viðriðnir spill- ingu — fjárkúgun, þjófnaði, okur, fjárglæfra. Hermennirnir eru illa launaðir og oft er skortur á mat- vælum, einkennisbúningum og öðrum nauðsynlegum birgðum. Mánaðarlaun liðþjálfa með fimm ára reynslu eru innan við 2.500 kr. Morð stjórnarhermanna á óbreyttum borgurum hafa færzt í vöxt á síðari árum að sögn mann- réttindahópa. Slíkum morðum, sem eru talin af pólitískum toga, mun hafa fjölgað úr 51 1977 í 368 1984. Yfirmenn hersins viðurkenna að mannréttindabrot eigi sér stað, en segja þau ekki algeng og að ekki sé breitt yfir þau. Andstæðingar Marcos halda því fram að herinn hreki fólk í fang kommúnista. Einu hermennirnir, sem njóta álits, eru landgönguliðarnir og þeir eru vel útbúnir, velþjálfaðir og velagaðir. Þeir hafa líka náð árangri, ekki sízt síðan þeir fóru að sækja inn á valin athafnasvæði kommúnista í fyrrahaust og hreinsa þau af skæruliðum. Þegar landgönguliðar hafa náð svæði á sitt vald hefja þeir póli- tíska uppfræðslu til að vega upp á móti námskeiðum kommúnista. Talsmenn landgönguliða viður- kenna að þörf sé á breytingum á stjórninni og heraflanum, en benda á flótta bátafolksins frá Indókína, fjöldamorðin í Kambód- íu og önnur dæmi um skuggahlið- ar kommúnismans. Kommúnistar á Filippseyjum hyggjast stórauka pólitíska bar- áttu sína og hernaðaraðgerðir um allt land á næstu mánuðum. Bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingar eiga að fara fram á næsta ári og kommúnistar hyggjast bjóða fram, þótt þeir hafni þeim möguleika að ná völdum eftir þingræðislegum leiðum. Þeir telja að það muni auðvelda flokknum að auka pólitíska starfsemi og hern- aðarlegar aðgerðir að koma stuðn- ingsmönnum í bæjar- og sveitar- stjórnir. Forsetakosningar eiga að fara fram 1987 og þá á fyrirhuguð her- ferð kommúnista að ná hámarki. Þá er ætlunin að vopnaðir borg- arskæruliðar verði virkir í Manila. Auknar árásir NPA á landsbyggð- inni munu fylgja þessum harðn- andi aðgerðum skæruliða í höfuð- borginni samkvæmt baráttuáætl- un þeirra. Því er haldið fram að árið 1987 muni a.m.k. 100 manna flokkar stur.da aðgerðir um land allt, en ekki aöeins á Mindanao og i öðrum helztu vígjum NPA eins og nú. Skæruliðar hyggjast einnig koma af stað „staðbundnum upp- reisnum" í minni bæjum, taka stjórnarskrifstofur herskildi og lama stjórnsýslu. Einn leiðtogi kommúnista hefur sagt að þegar upp úr sjóði í Manila „ættum við að geta valdið svo mik- illi röskun á efnahagnum, ef allt fer samkvæmt áætlun, að það valdi IMF (Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum) áhyggjum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.