Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAl 1985 Dalvík: Bæjarstarfs- menn lögðu lágfótu að velli Dmlrík, 18. maí. ÞEIR eru ekki við eina fjölina felldir starfsmenn Dalvíkurbæjar. Einn fagran maímorgun er þeir voru á leið til vinnu við sorphauga, sem staðsett- ir eru við Sauðanes á Upsaströnd, urðu þeir varir við hvar lágfóta fylgd- ist með ferðum þeirra skammt ofan við þjóðveginn fyrir Ólafsfjarðar- múla. Þar sem bæjarstarfsmönnum er fremur lítið um það gefið að svo grannt sé fylgst með ferðum þeirra ákváðu þeir að hervæðast gegn óvætt- inum. Snéru þeir við, sóttu byssu og skotfæri og lögðu til atlögu. Er þeir komu aftur var me'rakkinn á sama stað. Tókst Stefáni Friðgeirssyni, gamalreyndri refaskyttu, að kom- ast aftan að tófunni með aðstoð fé- laga sinna sem tókst að halda at- hygli dýrsins þannig að það varð Stefáns ekki vart. Er hann var kominn í hæfilega skotlengd frá dýrinu hleypti hann af og í valnum lá fullorðinn íslenskur fjallarefur. Fyrir dýr sem þetta er veitt all- veruleg fjárhæð í veiðiverðlaun og greinir menn nú á um hvor skuli hljóta verðlaunin skyttan sem veiddi dýrið í vinnutíma eða vinnu- veitandinn. Stefán Friðgeirsson hefur ákveöið að fái hann verð- launin þá láti hann þau renna óskert til Tófuvinafélags íslands en komi þau í hlut Dalvíkurbæjar má búast við að endurskoða þurfi nýs- Spurt og svarað um garðyrkjumál MORGUNBLAÐIÐ býður lesend- um sínum í ár eins og undanfarin ár upp á lesendaþjónustu um garðyrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á fram- færi í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11—12 og munu svörin síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrír- spurnir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum. amþykkta fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 1985. Fréttaritarar. Starfsmenn Dalvikurbæjar með ref- . inn sem þeir veiddu, f.v. vélamenn- irnir Steinar Steingrímsson og Stef- án Friðgeirsson refaskytta og Vil- hjálmur Þórarinsson verkstjórí. Breiðdalsvík: Ráðist í kyggingu vatnsveitu RreiAdalmík. 20. aprfl. Breiðdalshreppur áformar að ráðast í byggingu vatnsveitu fyrir þorpið á Breiðdalsvík nú i sumar. Undirbúningur er á lok- astigi, framkvæmdir hefjast væntanlega fyrir næstu mán- aðamót. Vatnsbólið er í Gilsár- landi við svonefnda Háumela í 220 metra hæð yfir sjó, vega- lengdin um 14 km. Á fjárhags- áætlun Breiðdalshrepps eru 10 milljónir til þessa verkefnis. Baldur Fyrsti vestrinit sýndur í Austur- bæjarbíói í kvöld KVIKMYNDIN SUgecoach eftir bandaríska leikstjórann John Ford verður sýnd í sal 3 í Austurbæjarbíói kl. 21.00 í kvöld. Mynd þessi er fyrsti vestrinn sem gerður er fyrir fullorðna og sú mynd sem gerði John Wayne fræg- an, segir í frétt frá Listahátíð. Gestur kvikmyndahátíðar, pró- fessor Gerald Peary, sem er doktor á sviði kvikmynda og fjölmiðla- fræði mun kynna myndina og fjalla um ameríska vestrann og svara síðan fyrirspurnum að sýningu lok- inni. Peary er nú starfandi prófessor vií Suffolk-háskólanr í Boston og kennir þai kvikmyndafræði, fjöl- miðlun og blaðamennsku Hann er aðstoðarritstjór eins utbreiddasta kvikmyndatiniar'ti Bandaríkiun- um. TIh Amencai F'iln/ — Maga- zine og skrilai' auk þess reglulegi greinar um kvikmyndir Loí Ang- eles Times, en þær greinar birtast auk þess í fjölda annarra blaða. Danska ævintýrið Einu sinni voru tveir ungir menn. Þeim hugkvæmdist að örugglega væri hægt að nýta tæknina betur: Tæknin ætti að þjóna fólkinu og vera því til góða. Félagarnir stofnuðu fyrirtæki til að vinna að einu markmiði: Að framleiða tæki sem ættu sér ekki jafningja, hvorki í hönnun né tæknilegri fullkomnun. Fyrirtækið skýrðu þeir Bang & Olufsen. Dirfska þeirra borgaði sig. í danska ævin- týrini varð draumurinr urr fullkomna mynd og hreinan tón að veruleika, og tækin hlutu lof og viðurkenningu. í gegnum árin hefur hvergi verið hnikað frá markmiðum þeirra Peters Bang og Svend Olufsen. Hjá B & O finnast enn úrlausnir, þar sem aðrir sjá aðeins vandkvæði og tormerki. Þarna liggur munurinn á venju- legum tækjum og frábærum. Radíóbúðin hefur Bang & Olufsen tæki á boðstólum. Kynntu þér þau nánar. Þau eru örugglega við þitt hæfi. Bang & Oiufsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.