Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAl 1985 Dalvík: Bæjarstarfs- menn lögðu lágfótu að velli Dmlrík, 18. maí. ÞEIR eru ekki við eina fjölina felldir starfsmenn Dalvíkurbæjar. Einn fagran maímorgun er þeir voru á leið til vinnu við sorphauga, sem staðsett- ir eru við Sauðanes á Upsaströnd, urðu þeir varir við hvar lágfóta fylgd- ist með ferðum þeirra skammt ofan við þjóðveginn fyrir Ólafsfjarðar- múla. Þar sem bæjarstarfsmönnum er fremur lítið um það gefið að svo grannt sé fylgst með ferðum þeirra ákváðu þeir að hervæðast gegn óvætt- inum. Snéru þeir við, sóttu byssu og skotfæri og lögðu til atlögu. Er þeir komu aftur var me'rakkinn á sama stað. Tókst Stefáni Friðgeirssyni, gamalreyndri refaskyttu, að kom- ast aftan að tófunni með aðstoð fé- laga sinna sem tókst að halda at- hygli dýrsins þannig að það varð Stefáns ekki vart. Er hann var kominn í hæfilega skotlengd frá dýrinu hleypti hann af og í valnum lá fullorðinn íslenskur fjallarefur. Fyrir dýr sem þetta er veitt all- veruleg fjárhæð í veiðiverðlaun og greinir menn nú á um hvor skuli hljóta verðlaunin skyttan sem veiddi dýrið í vinnutíma eða vinnu- veitandinn. Stefán Friðgeirsson hefur ákveöið að fái hann verð- launin þá láti hann þau renna óskert til Tófuvinafélags íslands en komi þau í hlut Dalvíkurbæjar má búast við að endurskoða þurfi nýs- Spurt og svarað um garðyrkjumál MORGUNBLAÐIÐ býður lesend- um sínum í ár eins og undanfarin ár upp á lesendaþjónustu um garðyrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á fram- færi í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11—12 og munu svörin síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrír- spurnir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum. amþykkta fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 1985. Fréttaritarar. Starfsmenn Dalvikurbæjar með ref- . inn sem þeir veiddu, f.v. vélamenn- irnir Steinar Steingrímsson og Stef- án Friðgeirsson refaskytta og Vil- hjálmur Þórarinsson verkstjórí. Breiðdalsvík: Ráðist í kyggingu vatnsveitu RreiAdalmík. 20. aprfl. Breiðdalshreppur áformar að ráðast í byggingu vatnsveitu fyrir þorpið á Breiðdalsvík nú i sumar. Undirbúningur er á lok- astigi, framkvæmdir hefjast væntanlega fyrir næstu mán- aðamót. Vatnsbólið er í Gilsár- landi við svonefnda Háumela í 220 metra hæð yfir sjó, vega- lengdin um 14 km. Á fjárhags- áætlun Breiðdalshrepps eru 10 milljónir til þessa verkefnis. Baldur Fyrsti vestrinit sýndur í Austur- bæjarbíói í kvöld KVIKMYNDIN SUgecoach eftir bandaríska leikstjórann John Ford verður sýnd í sal 3 í Austurbæjarbíói kl. 21.00 í kvöld. Mynd þessi er fyrsti vestrinn sem gerður er fyrir fullorðna og sú mynd sem gerði John Wayne fræg- an, segir í frétt frá Listahátíð. Gestur kvikmyndahátíðar, pró- fessor Gerald Peary, sem er doktor á sviði kvikmynda og fjölmiðla- fræði mun kynna myndina og fjalla um ameríska vestrann og svara síðan fyrirspurnum að sýningu lok- inni. Peary er nú starfandi prófessor vií Suffolk-háskólanr í Boston og kennir þai kvikmyndafræði, fjöl- miðlun og blaðamennsku Hann er aðstoðarritstjór eins utbreiddasta kvikmyndatiniar'ti Bandaríkiun- um. TIh Amencai F'iln/ — Maga- zine og skrilai' auk þess reglulegi greinar um kvikmyndir Loí Ang- eles Times, en þær greinar birtast auk þess í fjölda annarra blaða. Danska ævintýrið Einu sinni voru tveir ungir menn. Þeim hugkvæmdist að örugglega væri hægt að nýta tæknina betur: Tæknin ætti að þjóna fólkinu og vera því til góða. Félagarnir stofnuðu fyrirtæki til að vinna að einu markmiði: Að framleiða tæki sem ættu sér ekki jafningja, hvorki í hönnun né tæknilegri fullkomnun. Fyrirtækið skýrðu þeir Bang & Olufsen. Dirfska þeirra borgaði sig. í danska ævin- týrini varð draumurinr urr fullkomna mynd og hreinan tón að veruleika, og tækin hlutu lof og viðurkenningu. í gegnum árin hefur hvergi verið hnikað frá markmiðum þeirra Peters Bang og Svend Olufsen. Hjá B & O finnast enn úrlausnir, þar sem aðrir sjá aðeins vandkvæði og tormerki. Þarna liggur munurinn á venju- legum tækjum og frábærum. Radíóbúðin hefur Bang & Olufsen tæki á boðstólum. Kynntu þér þau nánar. Þau eru örugglega við þitt hæfi. Bang & Oiufsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.