Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 63v Adidas-verðlaunin: Gomez marka- hæstur og Everton besta liðið GOMEZ fré Portúgal mun að öllum líkíndum hreppa „Gullskó Adidas“ í keppninni um markhœsta leikmann Evr- ópu. Gomez hefur skoraö 38 mörk fyrir Porto í 1. deildar- keppninni í Portúgal. Þá hefur komiö í Ijós aö Everton fókk flest stig félagsliða. Liðið fékk alls 24 stig. Hór fer á eftlr llstl yflr markhœstu menn i Evrópu: Gomez, Porto 38 McGaughey, Linfield 34 Halilhodzic, Nantes 28 Mavros, Aek 26 Voller, Werder Bremen 26 K. Allofs, Köln 26 Dixon, Chelsea 24 Lineker, Leicester 24 Emst, Dyn. Berlin 24 Polster, Austría 24 Marstens, Ganc 23 Stigahæstu liö Evrópu eru þessi: Everton 24 Manchester United 19 Bordeaux 16 Juventus 15 Bayern Munchen 15 Anderlecht 15 Real Madrid 14 Tottenham 14 Celtic 13 Verona 13 Porto 13 • Michael Laudrup, hinn tvítugi anillingur sem lék í vetur með Lazio é italíu, akoraði tvívegis í leiknum í gær. Hér skýtur hann é markiö. Símamynd/Nordfoto Fyrsti sigur Dana á Sovétmönnum í knattspyrnulandsleik: Svo frábær knattspyrna sjaldséð í Evrópu í dag - sagði Sepp Piontek þjálfari Dana um leik liðanna Frá Antoni Benfamínssyni, fréttamanni Morgunblaöaina f Danmörku. DANIR sigruðu Sovótmenn 4:2 í 6. riöli undankeppni HM í knatt- spymu é Idrætsparken í Kaup- mannahöfn. Leikur liöanna var stórskemmtilegur — bæði liðin léku hraðan og góðan aóknarieik, og heföu mörkin getað oröiö mun fleiri miðað við marktækifæri. Eftir sigurinn eru Danir komnir í efsta sæti riðilsins með 6 stig, ír- ar og Svisslendingar hata fimm og Sovétmenn og Norómenn 4 stig. Danir höföu aldrei fyrr en í gær lagt Sovétmenn aö velll í knatt- spyrnuleik. Sepp Piontek, landliössþjálfari Dana, var hinn ánægöasti aö leikn- um loknum. „Bæöi liö léku í dag knattspyrnu í gæöaflokki sem sjaldséöur er í Evrópu. Og leik- menn mínir geta auösjáanlega unniö hvaöa liö sem er. Þeir hafa ekki einungis hæfileikana — held- ur einnig gífurlegan sigurvilja," sagöi Piontek. „En viö veröum aö gera okkur grein fyrir því aö viö erum ekki komnir í úrslitakeppnina enn.“ Þjálfari Sovétmannanna, Edu- ard Malofejev, var mjög svekktur vegna tapsins og fór fljótlega meö leikmönnum sínum frá leikvangin- um án þess aö ræöa viö frétta- menn. Þaö voru Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup, sem báöir leika meö ítölskum félagsliöum, sem skoruðu tvö mörk hvor fyrir Sigurjón til ÍBK • Sigurjón Kristjénsson meö knöttinn (leik. Hann hefur leikið þrivegis í A-landsliði íslands. Breíðabliksmaöurinn Sigurjón Kristjénsson sem lók meó Faren- ese í Portúgal síðastlióinn vetur er nú kominn heim og byrjaöur að æfa af fulium krafti. Á þriöju- daginn gekk hann fré fólaga- skiptum yfir til ÍBK og mætti é fyrstu æfinguna hjé liöinu að kveldi þass dags. „Sigurjón veröur liöi okkar mikill styrkur, hann æföi hjá okkur í gær og viröist vera í mjög góðu formi. Hann veröur löglegur meö okkur í leiknum gegn Víkingum þann 6. júlí,“ sagöi Kristján Ingi Helgason, formaöur knattspyrnudeildar ÍBK í samtali viö Morgunblaöiö í gær. Um tíma leit út fyrir aö Sigurjón léki í Portúgal næsta vetur þar sem liö í 1. deild haföi gert honum til- boö — og haföi hann mikinn áhuga á því. Liöinu gekk vel fram- an af vetri en afleitlega síöari hluta kepþnistímabilsins og datt niður í 2. deild í vor. Þá hætti Sigurjón viö aö ganga til liös viö télagiö. Danina. Fyrsta markiö geröi Elkjær á 15. min. Hann fékk knöttinn óvænt á vítateig, stakk sér í gegnum vörn- ina og skoraöi meö þrumuskoti neöst í horniö. Fjórum mín. síöar skoraöi El- kjær aftur; fékk þá knöttinn inni á teig til hliöar, þrir varnarmenn sem nálægir voru bjuggust viö aö hann sendi knöttinn til baka en hann tók þaö til bragös aö smeygja sér á milli þeirra og skoraöi meö mjög góöu skoti í horniö. Vel aö verki staöiö. Eftir mörkin komu Rússar meira inn í leikinn — voru mjög hættu- legir og áttu m.a. tvö stangarskot. Þeir minnkuöu muninn í 1:2 á 26. mín. er Protasov geröi stór- glæsilegt mark. Hann sneri baki í markiö viö vítateigslínuna er knött- urinn rúllaöi til hans, Protasov sneri sór snöggt viö og þrumaði með hægri fæti upp í vinkilinn. Bæöi liö fengu góö marktækifæri fram aö leikhléi en bættu ekki viö mörkum. Síöari hálfleikur byrjaöi eins og sá fyrri endaði — meö miklum sóknarleik beggja liða. Michael Laudrup skoraöi þriðja mark Dana — Elkjær náöi boltanum rótt utan teigs, þóttist ætla í gegn þannig aö varnarmenn róöust aö honum. Þá gaf hann á Laudrup inni á teig og hann skoraöi örugglega af stuttu færi. Laudrup skoraöi síöan fjóröa markiö aöeins tveimur mín. síöar. Óö upp völlinn meö knöttinn og „hleypti af“ rétt utan teigs. Þrumu- fleygur hans fór í markhornið neöst. Mjög gott mark. Fjórum mín. síðar skoraöi Gostmanov annaö mark Rússa. Eftir aukaspyrnu barst knötturinn út í teig þar sem hann skoraöi meö föstu skoti. Danir drógu sig til baka eftir . þetta og Sovétmenn sóttu mjög stift aö marki þeirra og fengu ágætis færi til aö jafna. Þaö heföi þó varia veriö sanngjarnt. Klaus Berggren bjargaöi einu sinni á línu skoti frá Sovétmanni. Áhorfendur voru 45.700. Upp- selt á Idrætsparken. Liö Dana var þannig skipaö: Ole Quist, Morten Olsen, Sören Busk, Ivan Nielsen, Söern Lerby, Frank Arnesen (Henrik Andersen á 78. mín.), Klaus Berggren, Jesper Olsen (Per Frimann á 46. mín.) Jens Jörn Bertelsen, Michael Laudrup og Preben Elkjær. Danir eru efstir í riðlinum sem fyrr segir en í haust munu þeir ' leika gegn Svisslendingum heima og öllum hinum þjóöunum á úti- velli, írum, Sovétmönnum og Norðmönnum. „Feikilega ánægður“ - sagði Preben Elkjær Larsen eftir leikinn „ÉG ER feikilega énægður. Þetta var mikilvægt skref ( úr- slitakeppnína í Mexíkó nœsta sumar,“ sagöi Preben Elkjær ( samtali viö danska sjónvarpiö eftir leikinn í gær. Elkjær varö ítalskur meistari meö liöi sínu Verona i vetur og lék mjög vel í vetur. Hann skor- aöi tvö góö mörk í gær. „Viö eigum eftir erfiöa leiki — heima gegn Svisslendingum og úti gegn irum, Sovétmönnum og Norðmönnum, en ég er engu aö síöur bjartsýnn. i liöi okkar berj- ast allir hver fyrir annan. Þaö er gaman aö leika í landsliöinu því hjá okkur er frábær andi,“ sagöi Elkjær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.