Morgunblaðið - 07.06.1985, Side 39

Morgunblaðið - 07.06.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 39 Heinrich Böll Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Heinrich Böll: What's to Become of the Boy or Something to Do with Books. Translated by Leila Venne- witz. Secker & Warburg 1985. Heinrich Böll fæddist í Köln 1917 og er nú meðal kunnustu höf- unda Þýskalands. Hann er mjög ákveðinn í andstöðu sinni gegn kúgun og yfirgangi og einkum gegn tilraunum stjórnvalda hvar sem er í heiminum til að móta listsköpun og hefta tjáningar- frelsi. Hann var meðal bestu stuðningsmanna Soltzhenitsyn á sínum tíma. Böll hlaut Nóbels- verðlaunin 1972. Þessi bók fjallar um fjögur ár af æviskeiði Heinrichs Böll, árin 1933—37. Á þeim árum náðu naz- istar völdum í Þýskalandi. Fjöl- skylda Bölls var kaþólsk og and- snúin stjórnvöldum. Nazisminn var andstyggð í þeirra augum og Böll segist „alls ekki hafa getað gerst félagi í unglingasveitum Hitlers, við það sat“. Allri æsku landsins var smalað í þessi samtök og þeir sem neituðu voru litnir hornauga. Aðeins tveir skóla- bræðra Bölls neituðu að ganga i þann félagsskap. Stefna nazistanna var að móta unglingana, slíta öll tengsl við for- tíðarmenningu og leggja aðal áhersluna á nútimann og hina glæstu framtíð. Þessi stefna hlaut mikinn hljómgrunn meðal æsku- fólks „gröfum fortíðina" var kall- ið, „okkar er framtiðin". Þessi menningarlega einangrun var nauðsynleg flokknum til þess að geta stundað innrætinguna með sem bestum árangri. „Nútíma samfélag sem var í stöðugri þróun til glæstrar fram- tíðar“ þurfti ekki á neinum menn- ingararfi að halda. Það sem kom flokknum vel úr sögu Þýskalands var tekið upp, þá oft meira og minna falsað. Unglingadýrkun var meðal einkenna nazismans, það sem kallað hefur verið „puerilism- us“. Mikið var talað um „hina ungu forystu“, en því miður völd- ust þar til forystu menn, sem voru sprottnir upp úr umhverfi þar sem siðun og menning var af fremur skornum skammti. Böll lýsir vel þeim aðferðum sem ungt fólk varð að nota til þess að þurfa ekki að taka þátt í flokksfíflskunni. Skólinn varð honum felustaður og hann komst í kynni við menn, sem gátu veitt honum styrk til að standast áróð- ursmoldviðrið. Höfundur lýsir áhrifum stjórn- arstefnunnar á nánasta skyldulið sitt og vini. Ýmsir neyddust til að ganga inn í skrílismann, ganga til liðs við rennuliðið og garga með. Bók þessi er ekki löng en höf- undi tekst að lýsa múgsefjuninni og því hversu fólk er almennt berskjaldað fyrir henni, nema það viti æðri gildi og njóti stuðnings og varðandi Böll var það kaþólska kirkjan og húmanísk áhrif nán- asta umhverfis hans. BREIÐHOLTI X & sr tonkf. WM 6 rtk. k( 33.90 1500 V k* 700 V k» 1 « 44.M Mkt. \% sA- Ubby> popco kr 6 sHl)« qr®naf 133.90 44.05 lómaHÓsa, slóc kf* ^ífsfttM *•£«» At kf. lf kt 4450 s-g„».90 2259 »na'« »/2 ÍOJ A6.05 263.90»»^ W*Ukj«k6*S«f »• 27990^ bndonlamb kr. 279. ff/k# Herrajaris medister kr. prlkq Hamborgari með brauði kr. *f,-pr/stk Djúpkryddaður nautavöðui kr |S5/ pf/kð Rakjur kr. ISrkrfkg Ný egg kf Hólagarðs lamb úrb. kr. 275- pr/kg Vínar grill-pylsur kr. ^.-pr/kg Grill-pinnar í úrvali IS/ kr/stk Kjúldingar kr.199."pr/N Bananar kr. 58. kf/kj Rauð epli kr. 55, pt/k# Appelsínur kr. 55 ,k(/kj Kjarna ávaxtagrautar 25 UpLLAR VÖRUR Á STÖRMARKARSVLRfll Kjörbúð Louholum 2-6 sími 74100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.