Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 „Hvort eru bændur að berjast við offramleiðslu eða tregðu í kerfinu?“ - ségir Gunnar Páll Ingólfsson, sem hafði fram- sögu á fundum „áhugamanna um markaðsmál“ „HVORT eru bændur ad berjast við offramleiðslu eða tregðu í solukerf- inu? Það er spurningin sem mér finnst standa eftir aö loknum þess- um fundum,“ sagði Gunnar Páll Ing- ólfsson, forstjóri ísmats hf. í Njarð- vík, en hann flutti framsöguerindi á fundum sem „áhugamenn um mark- aðsmál landbúnaðarins" héldu á Suðurlandi í síðustu viku. Meðal fundarboðenda eru nokkrir forvígismenn í hinum nýju búgreinafélögum, Félagi kúa- bænda á Suðurlandi og Undirbún- ingsfélagi að stofnun landssam- taka sauðfjárbænda. Á stofnfundi sauðfjárbændasambandsins í vor var Gunnar Páll fenginn til að flytja erindi um markaðsmálin og var það kveikjan að fundunum á Suðurlandi. Fundirnir voru haldn- ir á Flúðum, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. „Ég lagði á það áherslu á fund- unum að ef íslenskir bændur ætla að láta skammta sér innanlands- markaðinn og ekki verði gert verulegt átak í vöruþróun því samhliða mun innflutningur mat- væla fljótlega gera út af við is- lenska bændastétt,“ sagði Gunnar Páll. Hann sagði að framleiðsla hinna hefðbundnu búgreina hefði ekki verið þróuð að nútíma neyslu- háttum og heldur ekki verið hugs- að um mikilvægan hluta markað- arins, svo sem veitingahús, mötu- neyti, sjúkrahús og fleira. Hann sagði líka að framleiðendur í hin- um svokölluðu aukabúgreinafélög- um hefðu staðið sig vel í vöru- þróun og veittu sífellt harðari sámkeppni. „Ég þenti líka á að verðþan landbúnaðarvara er sprungið," sagði Gunnar Páll, „sem ásamt hinu hefur leitt til stöðugs sam- dráttar í sölunni." Hann sagði það ekki skrítið í ljósi þess sem komið hefði fram á fundunum að íslensk- ir bændur greiddu hæsta raforku- verð á norðurhveli jarðar, hæsta sláturkostnað, áburðarverð, fóð- urbætisverð og dýrustu olíu. Hann sagði mjög mikilvægt að ráðast að þessum kostnaðarliðum til að gera vöruna seljanlegri, jafnframt því sem gert yrði átak í vöruþróun. Hann sagði að með verulegu átaki væri hægt að auka neyslu lamba- kjöts um 30% og með því yrði offramleiðslan úr sögunni. „Það þýðir ekki fyrir hændur að fram- leiða og framleiða og láta sig síðan engu skipta hvað um vöruna verð- ur,“ sagði Gunnar og sagði að margir bændur virtust nú vera að vakna til vitundar um þessi mál. MorgunblaðiA/Gils Jóhannsson Gunnar Pill Ingólfsson í ræðustóli I Hvoli i Hvoisvelli. Við borðið sitja fundarstjórinn, Magnús Finnbogason i Ligafelli, og fundarritarinn. Komiö og reynsluakiö Rocky og ræö- iö viö sölumenn um útborgun og láns- tíma eftirstööva skv. Daihatsu-kjörum. -': - * - ** ?'r* ', • • . % Daíhatsu-gæði- þjónusta-endursala. J Þegar hönnuðir Daihatsu-verksmiðjanna ^ skiluðu vinnuteikningum sínum til framleiðsludeildar verksmiðjanna höfðu þeir leyst af hendi 4 meginverkefni 1. Komiö öllum bestu eiginleikum 4-hjóladrifsbílsins ásamt nokkr- um nýjungum fyrir í ramma, sem samtals vegur aöeins 1330 kg. 2. Gert hann ótrúlega sparneytinn úr garöi án þess aö fórna nokkru í afli og snerpu. 3. Gefiö honum sérlega glæsilegt og traustvekjandi útlit ásamt rúmgóöu, fallegu farþega- og farangursrými og glæsilega út- færöu mælaboröi. 4. Ótrúlega hagstætt verð. Staðreyndin er nefnilega sú, aö Rocky Wagon lúxusútgáfa meö bensínvél kostar aöeins frá kr. 823.000 meö ryövörn kominn á götuna og stenst meö glæsi- brag verðsamanburð viö keppinautana. Við bjóðum svo 5. atriðið — Daihatsu-kjör aihatsu ROCKY Glæsileg eign á réttu veröi og kjörum Þótt við segjum aðeins 823 þúsund krónur fyrir Rocky Wagon eru þaö auðvitað heilmiklir fjár- munir, enda Rocky mikil eign. Við bjóðum sér- stök kjör fyrir þá sem þess óska, er þeir ákveða kaup á Rocky. Daihatsu-umboðið Ármúla 23, s. 685870-81733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.