Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 45 Morgunblaðid/Þorkell Áslaug Haraldsdóttir: „Það sem ég er að gera geti nýst í sambandi við flugvélar, þyrlur og vélmenni." „Fáar stelpur hafa farið í vélayerkfræði“ spjallað við Áslaugu Haraldsdóttur sem senn lýkur doktorsnámi Áslaug Haraldsdóttir er 28 ára gömul og ein af þeim fáu konum hérlendis sem hafa menntað sig í vélaverkfræði. Hún útskrifaðist úr Háskóla íslands 1980 og fór þá í framhaldsnám í Bandaríkjunum, lauk mastersgráðu 1982 frá Okla- homa State University og hóf dokt- orsnám þá um haustið í University of Michigan. Áslaugu var nú veittur styrk- ur til þessa náms af Zonta Int- ernational, alþjóðlegum samtök- um vinnandi kvenna, annað árið í röð. Styrkurinn er kenndur við flugkonuna Amelie Erhart og er veittur til kvenna sem eru í námi sem tengist flugi og geimvísind- um í bandarískum háskólum og fellur verkfræði meðal annars þar undir. „Ég er að sérhæfa mig í stýri- tækni og fjallar doktorsverkefni mitt um hönnun ónæmra línu- legra stýrikerfa," sagði Áslaug í spjalli við blaðamann. „Doktors- verkefnið mitt er komið sæmi- lega á veg og vonast ég jafnvel til að klára næsta sumar. Stýritækni er hægt að nota á öll breytileg kerfi allt frá sjálf- stýringum flugvéla til hita- temprunar í húsum. En það sem ég er að gera gæti nýst í sam- bandi við flugvélar, þyrlur og vélmenni. Er ég að vinna að því að gera stýrikerfið ónæmt fyrir breytingum sem ekki var gert ráð fyrir við hönnun. Ef við tök- um flugið sem dæmi þá breytast hönnunarforsendurnar við hita- stigsbreytingar og loftþrýst- ingsbreytingar en stýrikerfið þarf að ráða við verkefnið þrátt fyrir það. Upphaflega var ég að spá í að breyta stýrikerfi bíla, breyta stýringu á bíl svo ekki þyrfti að hreyfa stýrið eins mikið og minni áreynslu þyrfti til. Var ég þá að hugsa þetta útfrá hreyfi- hömluðu fólki og þörfum þess. Styrkur til þessa verkefnis var frá Bandaríkjastjórn en fékkst ekki til að klára þetta verkefni. Markmiðið að loknu námi er að koma heim og vinna. Ég hef þó lítið athugað hverskonar rannsóknir eru hér í gangi og kannski finn ég ekkert sem er í beinu framhaldi af því sem ég hef verið að vinna að en af því hef ég engar áhyggjur." Neytendasamtökin: Óánægja með bú- vörufrumvarpið MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á stjórnarfundi Neytendasam- takanna 30. maí sl.: „Stjórn Neytendasamtakanna hefur í bréfum til landbúnaðar- ráðherra og neðri deildar Alþingis varað við samþykkt ýmissa atriða í frumvarpi til laga um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Stjórnin ítrekar fyrri sjónarmið sín í máli þess, en þau eru m.a.: 1) Andstaða við útvíkkun búvöru- hugtaksins frá því sem nú gildir, þ.e.a.s. að undir framleiðslustjórn verði teknar afurðir svína, ali- fugla, nytjajurta, loðdýra og hlunninda. 2) Verðmiðlun milli búgreina, m.a. í formi fóðurgjalds. Einnig mótmælir stjórn Neyt- endasamtakanna málsmeðferð- inni á frumvarpinu, en Neytenda- samtökunum var fyrst kynnt frumvarpið þegar það var fullbúið til flutnings á Alþingi. Neytenda- samtökin skora því á Alþingi að samþykkja ekki frumvarpið í nú- verandi mynd. Eðlilegt er að frumvarpið verði til frekari at- hugunar í nefnd hagsmunaaðila fyrir næsta Alþingi. Neytenda- samtokin lýsa sig reiðubúin til þátttöku í slíkri nefnd." "Svo segistu aldrei haía komið nákegt þessu tæld! Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Auk fjölmargra breytinga og leiðréttinga sem skattstjórar landsins gera á skattframtölum, tekur skattrannsóknarstjóri fjölda félaga og einstaklinga til sér- stakrar rannsóknar á ári hverju. Árið 1984 voru 360 mál í athugun. Dæmi eru um að skattaðilar hafi verið rannsakaðir sex ár aftur í tímann og fengið skattahækkanir svo milljónum skiptir. Loftnetsviðgerða r- maðurinn var svo almennilegur að ég kunni ekhi við að biðja hann um nótu. F|ÁRM Al ARÁÐUNHYTIÐ JllwjpiiiMjiMfr Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.