Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 59 Morgunblaölö/ Þórarinn Ragnarsson • Páll Ólafsson verður á landsliðsœfingunni í kvðld. Hér er hann í landsleik gegn Tákkum á Ólympíuleikunum. Allir á landsliðsæfingu! í KVÖLD verður aö vanda lands- liðsæfing í handknattleik í Selja- skóla og stendur hún frá 18.30 til 20.30. Allir som áhuga hafa á handknattleik eru velkomnir á þessa æfingu til að fylgjast með undirbúningi landsliðs okkar í handknattleik. Eins og við höfum skýrt frá eru æfingar landsliðsins ekkert dútl og því ætti fólk aö hafa gaman af því að fylgjast með því hvernig menn fara aö því aö veröa góöir hand- knattleiksmenn. Sérstaklega eru þeir 600 aöilar sem leikiö hafa fyrir íslands hönd í landsliöum boðnir velkomnir. 15 ára afmælis- mót Pierre Rob- ert golfmótsins SÍDAN árið 1970 hefur Pierre Robert-golfmótíð verið haldið við góðan orðstír, hjá Golf- klúbbi Ness, og ávallt veriö meðal vinsælustu golfmóta sumarsins. Lítilsháttar breytingar veröa á skiþulagi mótsins aö þessu sinni. Keppni í meistaraflokki veröur felld niöur, en keppt veröur meö og án forgjafar í 18 holu keppni. Mótiö hefst laugardaginn 15. júní kl. 9 f.h., með keppni f kvennaflokki. Sunnudaginn 16. júni er keppni í karlaflokki (for- gjöf 12—24). Ræst verður út kl. 9 og kl. 1. Á þjóðhátíöardaginn 17. júní verður keppt í karlaflokki (forgjöf 1 —11), og hefst keppnin kl. 9 f.h. Öll verölaun eru gefin af is- lenzk-ameríska verzlunarfélaginu hf., sem er umboösmaöur fyrir hinar þekktu Pierre Robert snyr- tivörur hér á landi. Verðlaun fyrir holu í höggi eru aö þessu sinni glæsilegt Ping- golfsett, ásamt Ping-golfpoka og Ping Anser-púttara. Enskir punktar: Jim Smith ósáttur við Maxwell Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsíns í Englandi. JIM Smith, sem stýrði líði Oxford úr 3. deild í 1. deild á tveimur árum réöi sig í fyrradag sem framkvæmdastjóra QPR eins og við sögðum frá í gær. Hann sagði í gær að ástæöurnar væru að miklum hluta fjárhagslegar — en einnig að hann hefði verið mjög ósáttur við framkomu blaöaút- gefandans heimskunna og eig- anda Oxford-liðsins, Robert Maxwell, eftir aö liðið haföi tryggt sér 1. deildarsæti í vor. Sama dag og Oxford haföi tryggt sér 1. deildarsæti lýsti Maxwell því yfir aö bæjaryfirvöld í Oxford yröu aö láta félagið hafa stæöi undir nýjan völl. Gekk hann mjög hart fram i þessu máli. „Hann eyðilagöi daginn fyrir leikmönum og stuðningsmönnum okkar meö þessu. Fagnaöarlæti vegna árang- urs okkar féllu aö miklu leyti í skuggann. Hann sýndi þarna hversu óreyndur hann er í þessu starfi," sagöi Smith í gær. Ekki kauphækkun Vitaö er að Smith var einnig mjög óhress meö aö Oxford bauö honum ekki umtalsverða kaup- hækkun. Hann var með um 25.000 pund í árslaun — sem þykir lítiö — og margir leikmanna hans hafa ef- laust verið meö helmingi hærri laun. Þess má geta aö QPR veröur aö greiöa Oxford 50.000 pund í skaöabætur fyrir aö fá Smith sem stjóra — því hann átti eftir eitt ár af samningi sínum við Oxford. í gær sagöist Jim Smith vonast til aö fá aðstoöarmann sinn hjá Oxford, Ray Graydon, fyrrum leikmann Aston Villa, meö sér til QPR, en upphaflega var talið aö hann tæki við starfi Smiths. Mick Mills, fyrrum fyrirliöi Ips- wich og síðast Southampton, þykir þá líklegastur eftirmaöur Smiths hjá Oxford. Þess má geta aö Frank Sibley, sem stýröi liði QPR í vetur veröur áfram hjá félaginu — líklega sem unglingaþjálfari. Snodin til Wednesday SheffieM Wednesday keypti í gær 25 ára markaskorara frá Henson-bikarinn • Keppnin um Henson-bikarinn i goifi fer fram á Grafarholtsvelli i dag. Ræst verður út frá kl. 15—19. Doncaster, Glyn Snodin. Hann hef- ur veriö markahæsti leikmaður Doncaster undanfarin ár. Wed- nesday borgaöi 150.000 pund fyrir kappann, en fyrir þremur vikum var bróöir hans, lan Snodin, seldur til Leeds fyrir 200.000 frá sama fé- lagi. McNaught seldur Hitt Sheffield-liöið, United, keypti einnig leikmann í gær varn- armanninn gamalkunna Ken McNaught frá WBA ryrir 10.000 pund. David Armstrong, miðvallarleik- maöurinn snjalli hjá Southampton fór skriflega fram á þaö í gær aö veröa seldur frá félaginu. Hann hefur verið þar í þrjú ár eftir aö hafa veriö keyptur frá Middles- boro. Terry Curran var í gær seldur frá Everton til Huddersfield. Hudd- ersfield er niunda liöið sem hann er hjá sem atvinnumaður. John Gidman hefur skrifaö undir nýjan tveggja ára samning viö Manchester United. • Ragnar ulatsson Golfar- aráEM íslenska landsliðið í golfi heldur utan á Evrópumeist- aramótið í golfi annan laug- ardag en mótið er að þessu sinni haldiö í Halmstad í Sví- þjóð. Landsliöiö hefur verið valið og eiga eftirtaldir menn sæti i því: Ragnar Ólafsson, GR Siguröur Pétursson, GR Úlfar Jónsson, GK Sigurður Sigurösson, GS Hannes Eyvindsson, GR Björgvin Þorsteinsson, GR Liöstjóri verður Guömundur S. Guðmundsson og Frímann Gunnlaugsson veröur farar- stjóri. Opið Nike-Dun- lop mót í tennis OPNA Nike/Dunlop-tennismótið 1985 fer fram dagana 21. til 23. júní nk. Mótið er haldiö á vegum tennisdeildar ÍK og Austurbakka hf. Kepnin fer fram á útivöllum þeim sem tennisdeild ÍK hefur til umráða viö Vallargerði í vestur- bæ Kópavogs. Keppt veröur í karlaflokki (A og B), kvennaflokki og unglingaflokki. Einnig veröur keppt í tviliöaleik. Austurbakki hf. gefur öll verö- laun á mótinu. Tilkynna þarf þátttöku hjá Kristjáni Baldvinssyni i síma 686291 fyrir kl. 13.00 miövikudag- inn 19. júní. Frjálsíþróttafólk til Sviss í dag I dag halda fimm af okkar fremsta frjálsíþróttafólki á stór- mót í Zug í Sviss, svokallaöa „Vesturleika" þar sem 14 vestur- evrópsk ríki senda keppendur. Fyrir íslands hönd keppa þeir Einar Vilhjálmsson og Siguröur Einarsson í spjótkasti, Oddur Sig- urösson í 400 metra hlaupi, Helga Halldórsdóttir í 100 og 400 metra hlaupi og íris Grönfeldt í spjót- kasti. Mótiö hefst á laugardag og lýkur á sunnudag og eru keppend- ur um 400. Hvenær komstu konunni r jUAye/c/ar sidast á óvart..? ÞÚ GÆTIR TIL DÆMIS KOMIÐ HENNI Á ÓVART MEÐ ÞVÍ AÐ MATREIÐA HANDA FJÖLSKYLDUNNISPENNANDI MÁLTÍÐIR. MATREIÐSLUBÓKIN „99 AUÐVELDAR HVERSDAGSUPPSKRIFTIR" HJÁLPA ÞÉR TIL ÞESS. BÓKIN FÆST i NÆSTA STÓRMARKAÐI OG í BÓKABÚÐUM BRAGA Á HLEMMI VERÐIÐ ERAÐEINS KR. 125 MATUR MErtrHirHG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.