Morgunblaðið - 20.06.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 20.06.1985, Síða 15
XlQi iLXOÐ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 15 AXEL ER HUETTUR HLIEIKS Nýr Citroen fyrir 270.000.- krónur* Axel, yngsti meðlimur Citroén fjölskyldunnar er mættur til leiks á smábílamarkaðinn. Þar með gefst enn fleirum kostur á því að eignast Citroén á verðisem allirgeta ráðið við. ALVÖRU BÍLL FYRIR 270.000.- KRÓNUR Á þessu verði skipar Axel sér á bekk með ódýrustu bílum á íslandi. Hann ber þess þó engin merki því vel hefur verið til hans vandað og Citroén gæðin eru alltaf jafn áreiðanleg. EINSTAKIR AKSTURSEIGINLEIKAR Axel er framhjóladrifinn með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum, sem gefur hefðbundinni Citroén vökvafjöðrun lítið eftir. Hann liggur því vel á vegi, gripið er óvenju gott og fyrir vikið reynist hann sérlega vel á malarvegum og í vetrarfærð. Stýrið er lipurt, stjórntæki eru vel staðsett og sætin afar þægileg. hefur góða yfirsýn yfir veginn framundan og öll stjórntækin. STÓRT FARANGURSRÝMI Farangursrými Axels er tæpir 300 lítrar. Auðvelt er að ferma og afferma hann í gegnum stórar afturdyrsem opnast vel. Með því að leggja niður aftursætið tvöfaldast rýmið í 600 lítra. STERKUR OG ÖRUGGUR Af smábíl að vera er Axel einstak- lega sterkbyggður og traustvekjandi. Sérstaklega ber að geta yfirbygging- arinnar sem veitir þér og farþegum þínum mikið öryggi. í bílnum eru diskabremsurá öllum hjólum, sem er óvenjulegt fyrir bíl í þessum stærðar- flokki en ótvírætt öryggisatriði. Aðstaða ökumanns er einnig afbragðsgóð. Hann situr hátt og BÍLASÝNING Við verðum með Axel til sýnis og reynsluaksturs í Lágmúla 5 frá kl. 09 til kl. 22 í kvöld, á morgun á milli kl. 09 og 18 og á laugardaginn á milli kl. 14 og 17. Það er vel til fundið að koma og sannreyna kosti Axels af eigin raun. Alvöru bíll fyrir kr. 270.000.-, skráður, ryðvarinn og stútfullur af bensíni - betri kostur finnst varla. G/obusr SÍMI81555 CITROÉN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.