Morgunblaðið - 20.06.1985, Page 19

Morgunblaðið - 20.06.1985, Page 19
19 Einn besti rallökumað- ur heims vill keppa í Ljómarallinu GINN BESTI rallökumaður heims, Svíinn Per Eklund, hefur mikinn áhuga á því að taka þátt í Ljóma- rallinu alþjóðlega í haust, en hann ræddi við Birgi Viðar Halldórsson um það eftir skoska rallið, sem er nýlokið. Per Eklund er atvinnuöku- maður hjá Toyota, en hefur einnig margsinnis ekið fyrir Audi-verk- smiðjurnar og náð góðum árangri bæði í bresku meistarakeppninni, Evrópumeistara- og heimsmeistara- keppninni. Hefur hann hug á því að koma með 360 hestafla Audi Quattro til íslands, ef honum verð- ur veitt nægileg fyrirgreiðsla hér- lendis. „Eklund og Dave Whitock, að- stoðarökumaður hans, ætla að senda mér lista yfir hvað þeir þurfa að fá til að koma. Þetta eru náttúrlega atvinnumenn og vilja sitt. Það þarf að finna einhverja til að styrkja þá, borga ferðir, uppihald og slíkt. Ef úr þessu verður kemur 6—8 manna að- stoðarlið með þeim að auki,“ sagði Birgir Viðar í samtali við Morgunblaðið, en hann ætlar að leita eftir aðstoð fyrir Eklund hérlendis. „Þeim er full alvara og þeir spurðu mikið um land og þjóð, gerðu sér raunar rangar hug- myndir um landið. Töldu hlutina mun frumstæðari en þeir eru. Það voru líka aðrir þekktir öku- menn sem spurðu um rallið, Dav- id Lewwllin og Phil Short á Audi Quattro einnig. Atvinnumenn hafa áhuga en það stendur illa á með skipaferðir því þeir keppa í rallkeppni á írlandi viku fyrir Ljómarallið," sagði Birgir. Það er engin spurning um að ef Per Eklund kemur mun fylgja honum fjöldi fréttamanna, því margir slíkir hafa sýnt því áhuga að koma og fylgjast með Ljóma- rallinu, en ekki séð ástæðu til þess vegna þess að frægan kepp- anda hefur vantað. M.a. hefur Alistar Miller, einn fremsti vídeoupptökumaður Englands, áhuga á að koma gegn einhverri fyrirgreiðslu til að gera mynd um rallið, land og þjóð. Hann sel- ur myndir sínar til sjónvarps- stöðva í Evrópu og til almenn- ings. „Ef Eklund kemur er ég sannfærður um að á næstu árum má fara að huga að því að koma rallinu í Evrópumeistarakeppn- ina. Það myndi þýða fjölda kepp- enda, ásamt aðstoðarliði — fulla flugvél af fólki. Nú er spurningin hvort menn geta tekið höndum saman til að fá þessa kappa og aðra hingað heim,“ sagði Birgir. G.R. esiö reglulega ölhim fjöldanum! MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNl 1985 MorgunblaÖid/Gunnlaugur Rögnvaldsson Svíinn Per Eklund og Bretinn Dave Whitock sigruöu í maflok í Suöur- sænska rallinu á Audi Quattro, sem þeir vilja keppa á í Ljómarallinu í haust. Eklund ekur ýmist fyrir Toyota- og Audi-verksmiöjurnar, bæöi í Evrópu- og heimsmeistarakeppninni. Morgunbladiö/Jóhann Per Eklund (l.t.h.) sést hér ræóa við Birgi Viðar eftir skoska rallið, en á myndinni er einnig Philip Walker, sem tvívegis hefur tekið þátt í Ljómarall- inu. Nýr 2arðsteinabæklin2iir er kominn út -fylgir Vikunni í dag! B.M. Vallá framleiðir fjölmargar gerðir af skrautsteinum og gangstéttarhellum. Nú bætast Blómasteinar í hópinn. Þeir fást bæði sem hleðslusteinar og hellur, gefa því óteljandi möguleika. Skoðaðu nýja bæklinginn okkar, þar kynnum við framleiðslu okkar. B.M. VALLA ~rr || STEIN AVERKSMIÐJ A r Söluskrifstofa, sýningarsvæði ' Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík. Sími: (91) 685006 Aðalskrifstofa: Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Sími (91) 26266 Bendum á nýtt glæsilegt sýningarsvæði við Breiðhöfða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.